Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Side 36

Fálkinn - 14.03.1962, Side 36
KYSSTU MIG Frh. af bls. 19 göfug vín voru annars vegar. Þær not- uðu tækifærin meðan menn þeirra voru burtu að koma í kring svæsnustu drykkjuveizlum. Svo mikið kvað að þessu að eitthvað varð að gera í málinu. Eiginmönnunum var skipað að líta bet- ur eftir konum sínum. Þegar mennirnir komu heim, urðu konur þeirra að koma fast upp að þeim, svo að þeir gætu fund- ið, hvort nokkur vínlykt væri af þeim. Einum Rómverja hugkvæmdist að þrýsta vörum sínum að munni konu sinnar, til þess að hann væri nú alveg viss um, að hún hefði ekki fengið sér neðan í því. Brátt voru allir farnir að nota þ'essa aðferð. Hversvegna loka menn augunum, þeg- ar þeir kyssa? Þetta er vandamál sem margir rithöfundar og reyndar fleiri hafa velt fyrir sér. Vikublað nokkurt efndi til samkeppni um bezta svarið við þessari spurningu. Fyrstu verðlaun hlaut stúlka, sem svaraði: „Af því að við kunnum þetta utanað.“ Önnur verð- laun hlaut svarið: „Af því að ástin er blind“ og þriðju verlaun: „Maður lok- ar augunum, af því að maður er í sjö- unda himni og mundi svima, ef maður liti niður.“ Það eru til tölulegar skýrslur yfir lygilegustu fyrirbrigði. Það getur varla hafa verið sérstaklega skemmtilegt að vera gift manninum, sem færði ná- kvæmt bókhald yfir það, hvað hann kyssti konuna sína oft. En því er haldið fram að þessi maður hafi verið til, en hvort sem það er satt eða logið, þá eru niðurstöðutölur bókhaldsins mjög trú- verðugar: Fyrsta ár hjónabandsins kyssti hann konuna sína hvorki meira né minna en 36 5000 sinnum eða um 100 sinnum á dag! Annað árið hafði kossunum fækk- að um helming, þannig að þeir urðu 50 á dag að meðaltali. Þriðja árið var tal- an komin niður í 10 á dag. Eftir fimm ár og upp frá því voru kossarnir aðeins tveir á dag: hinn venjulegi koss á morgnana og svo koss til þess að bjóða góða nótt. Bandaríski kynferðissérfræðingurinn Alfred C. Kinsey hefur heldur betur rannsakað kossinn. Hann hefur meðal annars fullyrt í einu af ritum sínum, að 40% af stúlkum yngri en 15 ára í Bandaríkjunum „séu ekki lengur ókysst- ar“ ein,s og kallað er. Mæður þeirra og ömmur voru hins vegar orðnar 18 ára og eldri, þegar þær kynntust því fyrst, hvað koss var. Dr. Kinsey fullyrðir, að stúlkur nú á dögum kyssi oftar og meir en stúlkur gerðu fyrir 30 árum síðan. Hann segir ennfremur, að kossinn sé margri nútímastúlku vörn gegn nánari ástarsambandi. „Kossinn er oft eins kon- ar eldingavari í óveðri æskuástarinnar“ segir doktorinn. Þannig mætti endalaust ræða fram og aftur um kossa, en við skulum láta hér staðar numið og ljúka þessu kossa- hjali með ofurlítilli kossavísu eftir Erlu: Virðingin kyssir ennið á. Auðmýktin hönd að vörum brá. Aðdáun vanga velur sér. Vináttan kyssir hvar sem er. Astin er frekast að því kunn að hún vill kyssa beint á munn. BINGÓ SÍÐASTI IILUTI 15 • 16 * 24 - 39 • 40 72-78-211-216-217

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.