Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 13

Fálkinn - 15.08.1962, Qupperneq 13
Í.B.A. tók fyrst þátt í landsmóti meistaraflokks árið 1944, og aftur 1946. Síðan liðu nokkur ár þar til Akureyri sendi lið næst (1954). Er deildarskipting komst á 1955 lék Í.B.A. í II. deild, en vann hana 1955. Léík síðan í I. deild tvö nœstu ár, en féll niður 1957. Dvölin í II. deild varð þó aðeins eitt ár, og hefur Í.B.A. því leikið í I. deild samfleytt frá 1959. Margir góðir leikmenn hafa leikið með Akureyrarliðinu frá upphafi. Fyrir stríð bar mest á Helga Schiot, er lék með úr- valsliðinu við góðan orðstír. Frá 1950 komu helzt við sögu þeir Ragnar Sigtryggsson, Baldur Árnason, Arngrímur Kristjánsson og Haukur Jakobs- son. Alls hafa 6 Akureyringar leikið í landsliði, og þarf ekki að nafngreina þá, þar sem þeir leika flestir með liðinu á þessu keppnistímdbili. Reynir Karlsson er þjálfari liðsins. Hann lék með Fram 1950—‘58 og var jafnframt þjálfari þess liðs 1956—‘58 og 1960—‘61. Á þessum árum lék hann þrisvar með landsliði og oft með úrvalsliðum. Reynir lauk íþróttanámi við íþróttaháskólann í Köln, Vestur-Þýzkalandi 1960. SKÚLI ÁGÚSTSSON er 19 ára bankastarfs- maður. Hefur leikið með m.fl. frá 1959, oft- ast h. innh. Hann hefur leikið marga úrvals og pressuleiki og í landsliðinu gegn írum. KÁRI ÁRNASON er 18 ára og hefur leikið tvö undanfarin ár v. innh. í m.fl. Hann hefur tvisvar leikið með landsliði og oft með úr- valsliðinu. Vinnur við byggingarvinnu. GUÐNI JÓNSSON er 19 ára, múrari að atvinnu. Hann hefur leikið frá 1950. Leikur h. fram- vörð. \ dfy! ss' f-l Z ' ' ý-x <ít . ':■.<■■■ *' .■■■<' ','\ í> ' ,'4 *■><x? ' . s-fct• STEINGRÍMUR BJÖRNSSON er 21 árs og hefur leikið með m.fl. í fjögur ár, oftast sem miðherji. Hann hefur Ieikið 4 landsleiki og fjölmarga úrvals og pressuleiki. VALSTEINN JÓNSSON er 18 ára og Ieik- ur sitt fyrsta ár í meistaraflokki stöðu vinstri útherja — Hann er verkamaður. MAGNÚS JÓNATANSSON er 19 ára og er að læra skipa- smiði. Hann hefur leikið stöðu v. framv. undanfarin tvö ár.

x

Fálkinn

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
39
Assigiiaat ilaat:
1863
Saqqummersinneqarpoq:
1928-1966
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
1966
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-Massakkut)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar: 31. Tölublað (15.08.1962)
https://timarit.is/issue/295542

Link til denne side: 13
https://timarit.is/page/4378825

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

31. Tölublað (15.08.1962)

Iliuutsit: