Fálkinn


Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 15.08.1962, Blaðsíða 13
Í.B.A. tók fyrst þátt í landsmóti meistaraflokks árið 1944, og aftur 1946. Síðan liðu nokkur ár þar til Akureyri sendi lið næst (1954). Er deildarskipting komst á 1955 lék Í.B.A. í II. deild, en vann hana 1955. Léík síðan í I. deild tvö nœstu ár, en féll niður 1957. Dvölin í II. deild varð þó aðeins eitt ár, og hefur Í.B.A. því leikið í I. deild samfleytt frá 1959. Margir góðir leikmenn hafa leikið með Akureyrarliðinu frá upphafi. Fyrir stríð bar mest á Helga Schiot, er lék með úr- valsliðinu við góðan orðstír. Frá 1950 komu helzt við sögu þeir Ragnar Sigtryggsson, Baldur Árnason, Arngrímur Kristjánsson og Haukur Jakobs- son. Alls hafa 6 Akureyringar leikið í landsliði, og þarf ekki að nafngreina þá, þar sem þeir leika flestir með liðinu á þessu keppnistímdbili. Reynir Karlsson er þjálfari liðsins. Hann lék með Fram 1950—‘58 og var jafnframt þjálfari þess liðs 1956—‘58 og 1960—‘61. Á þessum árum lék hann þrisvar með landsliði og oft með úrvalsliðum. Reynir lauk íþróttanámi við íþróttaháskólann í Köln, Vestur-Þýzkalandi 1960. SKÚLI ÁGÚSTSSON er 19 ára bankastarfs- maður. Hefur leikið með m.fl. frá 1959, oft- ast h. innh. Hann hefur leikið marga úrvals og pressuleiki og í landsliðinu gegn írum. KÁRI ÁRNASON er 18 ára og hefur leikið tvö undanfarin ár v. innh. í m.fl. Hann hefur tvisvar leikið með landsliði og oft með úr- valsliðinu. Vinnur við byggingarvinnu. GUÐNI JÓNSSON er 19 ára, múrari að atvinnu. Hann hefur leikið frá 1950. Leikur h. fram- vörð. \ dfy! ss' f-l Z ' ' ý-x <ít . ':■.<■■■ *' .■■■<' ','\ í> ' ,'4 *■><x? ' . s-fct• STEINGRÍMUR BJÖRNSSON er 21 árs og hefur leikið með m.fl. í fjögur ár, oftast sem miðherji. Hann hefur Ieikið 4 landsleiki og fjölmarga úrvals og pressuleiki. VALSTEINN JÓNSSON er 18 ára og Ieik- ur sitt fyrsta ár í meistaraflokki stöðu vinstri útherja — Hann er verkamaður. MAGNÚS JÓNATANSSON er 19 ára og er að læra skipa- smiði. Hann hefur leikið stöðu v. framv. undanfarin tvö ár.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.