Fálkinn - 17.10.1962, Side 15
til komið á Meyjareyjum — Virgin Is-
lands.
ÉG KOM til Meyjareyja með flugvél,
yfir Puerto Rico og dvaldi í vikutíma
í höfuðstaðnum San Juan. Þegar ég var
á Haiti, festi ég ást á hinum viðkvæma,
kreólska lífsstíl, er þróaðist á grund-
velli franskra áhrifa. f San Juan rak
ég mig á fyrirbrigði sem kallað var
„romm og kóka-kóla menning“. Það er
skelfing ólystugur blendingur af amer-
ískum og heimagerðum háttum. Gamli
bærinn er auður, stoltur og spænskur
á svip, girtur múrveggjum með varð-
turnum sem stara tómum fallbyssu-
götum út yfir haf hinna fornu farkosta.
En við fótskör varðturnanna, í skugga
hins forna borgarmúrs, hefur eymd og
örbirgð haugast saman í heila borg,
sem á næturna er full af háreysti og
drykkjulátum, en sefur úr sér vímuna
að deginum, við deyfandi flugnasuð.
Og upp úr þessu drafi rísa tígulegir
skógar af sjónvarpsloftnetjum! San
Juan er sem sé fulltrúi þess allra versta
fyrirbrigðis sem til er á hnettinum:
vanþroskaða lands með ofþroskaða
tækni.
Ekki þurfa þó ferðamenn í San Juan
að hrasa um þessi óþægindi. Af hátt-
vísi mikilli eru hótelin staðsett utan við
hina eiginlegu borg. Á Cariba Hilton,
Condado og Normandie er loftið hreint
og hafið og garðarnir grænir eins og
spánnýir dollaraseðlar. Á kvöldin dansa
menn í hvítum smoking á flóðlýstum
gólfum, sandurinn á ströndinni er flutt-
ur inn frá Flórida og klettarnir frá
Mexíkó. Þegar negrahljómsveitin tekur
sér hvíld, heyrast yfir lónið háreystin
frá fátækrahverfi borgarinnar. Hásar
og slitróttar raddir, og falskir tónar frá
glymskröttum hafnarknæpanna.
ÞAÐ er ekki nema 35 mínútna ferð
milli San Juan og Karlottu Amalíu og
maður sér eftir því og hundleiðist, að
hafa farið hana. Það er líkast því að
heimsækja danska ekkjufrú, sem hefur
tekið sig til að gerast lauslát á efri ár-
um Hún heldur sér að vísu vel og safn-
ar æ meiri auði með hverjum degi sem
líður, því Heilagur Tómás og Heilagur
Croix eru einu fríhafnirnar í Ameríku,
en hún hefur til fulls misst þann glæsi-
leik sem hún bar á sínum beztu árum.
Danska brosið er breytt orðið í amer-
íska grettu og líkneski Kristjáns kon-
ungs IX á Stóratorginu er líkast höfðinu
á kjölturakka, sem horfir dapur út yfir
horfnar landeignir. Sölubúðirnar við
Aðalstræti eru fullar af dýrmætum
varningi. Þar eru virðulegir danskir
silfurmunir innan um ítalska gipsketti,
gauka frá Myrkviði og japanska minja-
gripi. Ein flaska af viský kostar 14 til
20 krónur, amerískir vindlingar 70 aura
pakkinn. Samtímis kostar dýrasta
tveggja manna herbergi á Hótel Meyjar-
eyjar 770 krónur á dag, — án hádegis-
verðar. Þess vegna er um að gera að
reykja og borða sem mest, ætli maður
að vinna upp tapið á gistihúsherberginu.
Heilagur Tómás er einnig fríhöfn í
siðferðilegu tilliti. Yfirvöldin hafa nefni-
lega verið svo ráðsnjöll, að setja eyj-
unni sömu skilnaðarlöggjöf og hin fræga
Renó hefur hjá sér. Þar þarf maður ekki
að dvelja nema í þrjár vikur til þess
að geta gengið í nýtt hjónaband. í Blá-
skeggshöll, sem er gamalt virki, eru
aldrei færri en ein tylft kvenna, sem
bíður þess að stund frelsisins renni upp.
Eru þær líkastar hópi vígreifra hnefa-
leikara, sem bíða þess að merki sé gefið
til næstu lotu.
Tímanum eyða þær með því að spila
kanasta, dansa í Rauðviðarsalnum, eða
leigja sér skonnortu með tilheyrandi
skipstjóra, nokkrar stundir á dag.
Skeggjaðir skipstjórar eru taldir róm-
antískastir og eru því dýrari.
Að vísu er hægt að rekast þarna á
snoturt útsýni, mosavaxna kletta og
hvíta strönd, en það er ekki nóg til
þess, að hægt sé að viðurkenna eyjuna
sem einskonar paradís. Hana vantar
eðlilegar, mannlegar forsendur, hún er
orðin gervieyja fyrir gervimenn á
ferðalagi. Þó eru til nokkrar þjóðlegar
leifar hins forna, til dæmis hið svokall-
aða cha-cha hverfi. Þar sitja afkomend-
ur fátækra sjómanna frá Bretagne, er
komu hingað fyrir hundrað árum síðan,
drekka ódýrt portúgalskt rauðvín, tala
lítt kunna tungu síns heimalands og láta
taka af sér myndir fyrir peninga. Hér
er líka danski kirkjugarðurinn. Þar
sofa ferfætlurnar í sólskininu á hrund-
um minnismerkjum og laufið hrynur
af mahónítrjánum niður yfir sprungn-
ar marmaradúfur og höfuðlausa engla.
Hér hvíla danskir embættismenn, sjó-
kapteinar, ungar stúlkur og innþornað-
ar kerlingar, sem í svækju sumarhitans
Framh. á bls. 30.
r'ÁLKINN 15