Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Síða 28

Fálkinn - 17.10.1962, Síða 28
Þegar þcir beittn . . . Framhald af bls. 9. lét mér því eftir þann fisk, er til félli úr afla togarans, sem átti að veiða á meðan skipstjóri væri í burtu. Hann myndi hins vegar fá fisk úf togaranum, sem skipstjórinn var að heimsækja, eða þann fisk, sem veiddist meðan hann dveldist þar. Togarinn, sem ég var í, hafði fengið 100 stórufsa í einu hali við Reykjanes og var það fyrsti aflinn, sem við fengum hjá honum. Eins og áður var sagt, var stillilogn. Við bundum áttæringinn okkar á þá síðu togarans, sem varpan var ekki, og voru nokkrir af skipshöfn minni um borð í honum og stýrðu frá á toginu. Ég fór nú að brúka „beituna“ óspart á stýrimanninn og hásetana, sem voru á þilfarinu. í fyrsta halinu fengum við drjúga viðbót við ufsann, sem þegar var kominn í áttæringinn og ekki vil ég sverja það, að ekki hafi nokkrar lúð- ur og stórþorskur verið samanvið, þó ekki væri beint leyfi til þess. Áhöfnin lét þetta að minnsta kosti afskiptalaust, enda var hún komin í hreinasta sólskins- skap. En nú skeði nokkuð. Áður en ég hafði áttað mig fyllilega, var stýrimað- urinn orðinn vel þéttur, og svo mjög sveif mjöðurinn á hann, að strax eftir fyrsta halið, varð hann að leggjast fyrir og fól hann mér skipstjórnina fyrir sig á meðan. Hélt ég þeirri tignarstöðu, þar til Sigurður Hafliðason kom' um borð með enska skipstjórann, en það var ekki fyrr en daginn eftir klukkan fjögur síðdegis. Stýrimaður var að vakna svona við og við en ég dreypti á hann og lognaðist hann þá útaf aftur. Bátsmaðurinn og hásetarnir létu út trollið og gætti ég þess, að þeir fengju ekki það mikið af ,,beitunni“, að vinnan stöðvaðist. Já, ég var nú heldur rogginn með mig í brúnni á togaranum. Ég hafði vitan- lega aldrei verið á togara fyrr, en hafði heyrt og séð það til þeirra, að ég vissi hvernig þeir kasta og hífa inn veiðar- færin án þess að allt fari í flækju, eða í skrúfuna. Ég kunni líka siglingaregl- urnar, svo þess vegna gat ég stjórnað skipinu þarna. Ég er nýbúinn að gleyma, hvað ég tók mörg höl, en ég fiskaði sæmilega, og ég hélt mig bara í nám- unda við hina togarana, sem voru þarna að veiðum. Ekki saup ég á flösku, þótt nógar væru veigar við hendina, né heldur kveikti ég í vindli, því ég hef alla tíð haldið mig frá þeim hlutum. Það bættist nú drjúgum í áttæringinn, og þegar Sigurður Hafliðason kom með enska skipstjórann klukkan fjögur um daginn, þá höfðum við lokið við að hlaða hann af alls konar fiski, mest þó af smáýsu. Fórum við nú sem fljótast frá borði, því okkur grunaði, að enski skipstjórinn yrði ekki allt of hrifinn af ástandinu um borð í skipinu, enda þótt hann væri talsvert hífaður sjálfur þegar hann kom frá borði. IV Þegar við höfðum lokið við að af- ferma áttæringinn, eftir að í land kom, þá reyndist þetta vera prýðisgóður afli. Eins og áður var sagt, þá skiptum við í ellefu staði. Fengum við 100 fiska í hlut, fyrir utan smáýsu, lúðu, sem skipti hundruðum í hlut. Eitthvað komum við með af veigum til baka og varð Einar hreppstjóri vel ánægður með ferðina. Vildi hann fá mig til þess að fara aðra ferð, en því varð ekki við komið, þar sem kona ein í nágrenninu þurfti til Reykjavíkur til að sækja mann sinn. Fór hún með lausan hest fyrir hann og þáði ég að verða henni samferða inn- eftir, því ella hefði ég orðið að ganga. Ég seldi Einari bolfiskinn, en saltaði annað í tros, eins og þá var siður og gaf móður minni og systkinum til vetrarins. Ég fékk þó nokkrar krónur fyrir fisk- inn hjá Einari og trosið entist langt fram á vetur á heimili mínu. Var það hinn bezti matur. Þannig lauk þessum eina róðri mínum þar sem beitt var koníaki. RAUÐA FESTIX Framh. af bls. 24. — Það er varðandi þenna jakka .... eða hvað maður á að kalla það .. • • sem einn af trúðunum var klæddur í. Þessi litli. Sýningarstjórinn roðnar ósjálfrátt. — Hann .... já......... Hann lítur snöggvast á konu sína, eins og til þess að biðja um hjálp. Frúin stingur kassanum sem skjótast inní skápinn og stendur fyrir framan hann með hendur á mjöðmum. — Jakkinn hans? Hvað er með hann? — Já, það er nú einmitt það, sem ég vildi gjarna fá að fræðast eitthvað um, svarar Barði. — En hvað ætlist þér til að við segj- um? spyr forstjórafrúin. Samvizkubitið skín úr svip hennar. — Þið vitið áreiðanlega hvað segja skal. — Heyrið nú, hvernig .... hefur forstjórinn máls, en þagnar snögglega, þegar frúin lítur til hans méð svip, er greinilega þýðir: Haltu þér saman! — Jséja, segir Barði lögregluþjónn. Og þegar hvorugt segir orð, heldur hann áfram: — Þá skal ég segja ykkur nokk- uð. Ég hef athugað þennan jakka nokkru nánar. Og það er merki í hon- um. Hann gerir hlé á, og svo kemur það eins og reiðarslag: — Þar stendur Gundelsberg! Það verður steinhljóð í hjólhýsinu um stund. Loks segir konan: — Við fundum þenna jakka. Og bux- urnar líka. Langt úti í skógi. — Hvar og hvenær? Hún telur á fingrum sér. — Það var .... látum okkur sjá .... fyrir tíu dögum síðan, segir hún og bæt- ir við í afsökunarrómi: — Það hvarflaði ekki að okkur, að neitt gæti verið at- hugavert við það, herra lögregluþjónn. Við erum fátæklingar. Og þeir geta haft not af öllu mögulegu. Og Jolla, trúðnum okkar, leizt svo ósköp vel á þessi föt. Og auk þess héldum við, að þar sem stolið hafði verið fötum frá okkur, einmitt nóttina áður, þá gætum við..... 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.