Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Page 30

Fálkinn - 17.10.1962, Page 30
Sjóiivarpsstjariia Framhald af bls. 11. sitt sanna álit á henni. í stuttu máli, hann fer með hana eins og hún væri skíturinn á skósólunum hans, og þá fer hún og fremur sjálfsmorð. — Á Ronald Hashing að fara með hlutverk leikarans, spurði vinur minn undrandi. — Já, það máttu reiða þig á, sagði ég Vinur minn rak upp rokna hlátur. — Þetta er stórkostleg hugmynd, gamli vinur, sagði hann. — Já, er það ekki, sagði ég. — Þú verður endilega að sjá leikritið, þegar það verður frumsýnt. Veittu mér þá ánægju. Auðvitað fórum við Sylvetta á frum- sýningu leikritsins. Hún hafði boðið eins mörgum af vinkonum sínum og bíllinn gat tekið, ja, eiginlega fleirum, en bíllinn tók með góðu móti, og hóp- urinn fyllti mestan hluta fyrsta bekkj- ar. Ég horfði allan tímann á Sylvettu, sem sat við hliðina á mér. Ég varð dálítið taugaóstyrkur eftir því, sem leið á leikritið, það gat enginn vafi leikið á því, að elsku, litla konan mín myndi taka þetta til sín. —■ Kannski myndi þetta lækna hana af leikaradýrkuninni, hugsaði ég, um leið og ég gladdist yfir að hafa ekki skrifað leikritið undir mínu nafni. Ég sá, hvernig hún gleypti Ronald Hashing með augunum, í hvert skipti og hann birtist á sviðinu, og í eitt skipti sýndist mér hún gráti nær. En það var misskilningur, það hafði aðeins eitthvað farið í augað á henni. Jæja, hvert atriðið rak annað og það leið að leikslokum. Fólkið klappaði, allt var í bezta lagi. Á eftir fórum við á barinn til að fá okkur hressingu, smurt brauð og öl. Ég spurði Sylvettu kæruleysislega, hvernig henni hefði þótt leikritið. — Jú, það var indælt, sagði eigin- kona mín. — Ronald var dásamlegur. — Dásamlegur, stundi ég. — Já, ég held að hann hafi aldrei leikið betur, sagði Sylvetta. — Hm, sagði ég — en heyrðu mig nú . .. fannst þér hlutverkið ekki dálítið óaðlaðandi? Ég meina hvernig hann fór með vesalings stúlkuna, það var jú blátt áfram viðbjóðslegt. — Finnst þér það? Sylvetta starði skilningsvana á mig og bætti við: — Það var henni sjálfri að kenna. Þessar asnalegu rómantísku konur, sem tilbiðja leikara og elta hann hvert fótmál, án þess að hafa minnsta áhuga á list hans, ja, þessar konur . .. Sylvetta hætti í miðri setningu og sneri sér að einni vinkonunni, um leið og hún kvakaði áfram: — Þú verður endilega að sjá næsta leikritið, sem hann leikur í. Það á að sýna það einhvers staðar nálægt Birm- ingham. Ég hringi líka í Violet, Mary, Jean, Annettu, Söru, Ritu, og Sylvetta þagnaði, til að draga andann — í Adela- idu. Hvað, við verðum bara heill hóp- ur ... Ó, þú mikla einskisnýta dáð, hugsaði ég, og kvaddi þar með rithöfundaferil- inn. Ég sá fyrir mér bílakeðjuna, sem framvegis myndi fylgja hinum vinsæla Ronald Hashing á leikferðum hans, og í fremsta bílnum sátu að sjálfsögðu ég, og eiginkona mín Sylvetta. Ellefu þúsiind . . . Framhald af bls. 15. dreymir um svala aftna við Helsingja- eyri og saltan vindinn frá sandhólum Jótlands. Allt er þetta fólk gleymt föð- urlandi sínu, það er aðeins þögult vitni um gullöld eyjanna. YFIR til Heilags Croix er aðeins tutt- ugu mínútna ferð, og þar lendum við á kyrrlátri eyju, sem enn hefur varð- veitt danska brosið, að vísu eins og það er mildast á banabeði. Ég kann fjarska vel við smábæinn Kristjánsstað, sem er höfuðstaður eyjarinnar. Ef ég kynni að þurfa að flýja umheiminn, get ég ekki hugsað mér annan stað sem betra væri að leita til. Hér rangla maður eftir hellulögðum götum, undir snotrum bogagöngum, þar sem brennivínssölurnar eru hver við hliðina á annarri, og danska stjórnar- ráðsbyggingin býr yfir föðurlegum glæsileik. Litla skútuhöfnin er eins og klippt út úr gamalli steinprentun. Við innsiglinguna til hafnarinnar er rautt virki sem vakir yfir hafnarmynninu og kvennabaðstaðnum fyrir utan Hotel-on- the-Cay, hafnarhótelið. Virkið er notað fyrir fangelsi, og yrði ég nokkru sinni settur inn, vildi ég helzt að það yrði hér. Járnrimlaklefarnir eru að vísu smáir, en þeir snúa allir út til hafsins og þaðan er golan alltaf svöl. Forstjóri stofnun- arinnar hefur líka verið sá mannvinur að konúm og körlum er komið fyrir í klefunum á víxl. Þar sitja þau svo og stinga saman nefjum eða haldast í hend- ur gegnum rimlana. En tröllvaxinn, kolsvartur og kumpánlegur fangavörð- ur að nafni Waldemar Pedersen hefur gætur á öllu og skenkir bófum sínum kaldan Carlsberg eða Tuborg bjór, ef hann er beðinn þess. Gullöld eyjarinnar er um garð gengin, enda var hún í sambandi við þrælasölu og sykurrækt. Nú er afkoma hennar undir ferðamönnum og kvikfjárrækt komin. Inni í rauðaviðarskógum á eyj- unni er enn hægt að finna dönsk hús og heimili, Þyrnirósuumhverfi í unaðs- legri kyrrð og vingjarnleg á svip. Og í höfuðstaðnum hefur verið komið upp herbergjum fyrir nýgift hjón er gista staðinn í brúðkaupsferð sinni. Er það í gamalli sykurmylnu og er indælla og smekklegra en orð fá lýst. En öðruvísi var áður fyrr. Karíbar, Spánverjar, franskir sjóræningjar, hol- lenzkir kaupmenn, riddarar frá Möltu og enskir auðmenn, höfðu auga á Dan- mörku ásamt Prússum, og settust þar að, til þess að auðgast á sykri, rommi og þrælasölu. Þar var lifað hátt, etið af silfurfötum og bruggað hið fræga romm er kallað var „Mata Diablos“ eða djöflabaninn. Vindmylnur voru byggðar, til að mala sykurreyrinn. Svartir þrælar létu reyr- knippin í kvarnirnar og kom fyrir að handleggurinn fylgdi með. Samkvæmt reglugerðinni bar verkstjóranum að höggva hinn svarta útlim af með öxi, því ef negrinn fór allur ofan í kvörnina, var hætta á að sykurinn tæki of mikið aukabragð af blóði, svita og tárum og yrði óseljanleg vara. En svo hófst sykurrófnaræktin og Heilagur Croix varð þýðingarlaus eyja. Því næst komu Ameríkumenn og hið gamla líf eyjarinnar gaf upp andann, og fékk þó fagurt andlát, sem ekki var hægt að segja um systureyjarnar. EITT kvöld sat ég niðri við höfnina, geispandi eins og allir aðrir, og virti

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.