Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Síða 34

Fálkinn - 17.10.1962, Síða 34
LÖGREGLU GÁT AN Framh. af bls. 29. áfram í dagbókunum. Og nú tók hann að gruna ýmislegt, þegar hann rakst á hvert slysið á fætur öðru, sem öll höfðu gerzt í baðkerum. Hann sendi lista yfir öll þessi slys. Þau höfðu gerzt ýmist í London eða öðrum borgum í Englandi. Ailtaf var tekið fram, að fórnardýrin hefðu þjáðst af hjartasjúkdómi. Arthur Neil tók nú að rannsaka málið af fullum krafti. Það kom í ljós, að allar konurnar höfðu verið líftryggðar rækilega. Kvittað hafði verið fyrir tryggingunum af eftirlifandi eiginmanni þeirra. Nafnið Lloyd var að vísu ekki á þeim öllum. Hinn syrgjandi eiginmað- ur hét Smith, Parker, Kane, Jones, Donovan og svo framvegis. En Arthur Neil var sannfærður um, að eitthvert sainhengi væri á milli allra þessara „baðkeraslysa“ og hann skipaði starfs- fólki sínu að hafa uppi á hr. Lloyd. Meðan leitað var að hr. Lloyd, gerði Arthur Neil ýmsar tilraunir, sem vörp- uðu skýru ljósi á það sem gerzt hafði í flestum tilfellunum. Rannsóknirnar fóru fram í samráði Það er vanda- laust að laga gott kaffi, ef þér notið Ludvig Lavid kaffi- Læti í könnuna* við lækna og hjúkrunarkonur. Þær síðastnefndu voru klæddar í baðföt. Baðkerið, sem frú Lloyd fórst í, var 11 tommur á breidd á þeim stað, þar sem hin látna hafði setið, er komið var að henni. En baðkerið var 19 tommur, þar sem það var breiðast. Hvers vegna sat frú Lloyd í þrengsta hluta baðkers- ins? Hið sama var að segja um flest hin slysin. Eftir ýmsar fleiri tilraunir vissi Scotland Yard hvernig morðin höfðu verið framin. Morðinginn hafði með annarri hendi þrýst höfði fórnar- dýrs síns aftur og um leið stungið hinni hendinni undir hné fórnardýrsins og lyft fótunum upp úr vatninu. Áður en rannsóknunum var lokið var John Lloyd tekinn fastur og ákærður fyrir að hafa kvænzt undir fölsku nafni. Það var hægt að sanna, að hann hafði undir nafninu George Joseph Smith kvænzt árið áður hjúkrunarkonu að nafni Alice Burnham. Hann hafði líf- tryggt hana fyrir 1500 pund og hún hafði drukknað í baðkeri í Bath. Lloyd hét réttu nafni Smith, en hann hafði gengið undir ýmsum nöfnum. Hann hafði áður lent í höndum lögreglunnar fyrir þjófnað og hjónabandssvik. Hann var fríður maður og aðlaðandi í fram- komu, og hafði alltaf notið mikillar kvenhylli. Réttarhöldin í máli þessu urðu mjög löng og vöktu mikla athygli. Þeim lauk á þann veg, að Smith vear sekur fund- inn og dæmdur til dauða. Þar srin asninn . . . Framhald af bls. 32. mörgum fréttum, ekki sízt um mistök, sem alltaf hljóta að verða, er stungið undir stól. En þrátt fyrir þetta gleður það hvern vin þessa sérstæða lands, að það skuli nú loks hafa fengið innlenda stjórn, sem heilhuga vinnur að framförum og um- bótum, sem fyrir löngu hefur verið komið á í hinum svonefndu velferðar- ríkjum. Víkjum aftur að Kaíró, þótt ekki sé til annars en að minnast aðeins á pýra- mídana frægu við Gíza, sem jafnt í dag sem fyrir þúsundum ára eru eitt mesta undur veraldar. Aðeins um 20 mín. ferð er með strætisvagni frá miðbænum til pýramídanna, sem standa í eyðimerk- urjaðrinum. Ég sá þá fyrst í fullu tungli um miðnætti og var það ógleymanleg sjón. Keopspýramídinn liggur næstur og finnst mönnum þegar þeir nálgast hann, þeir fremur koma að fjalli en mannvirki, hvað þá einu helzta mann- virki sögunnar. Keopspýramídinn, sem er þeirra stærstur, mun vera um 160 metrar á hæð og svo mikill um sig, að Péturs- kirkjan í Róm gæti auðveldlega komizt fyrir inni í honum, væri hann holur að innan. Ekki minnkar undrunin, þegar gengið er inn um eina inngang pýramíd- ans, sem liggur bæði inn í konungs- herbergið svonefnda og einnig inn í drottningarherbergið. Svo sléttir og vel felldir eru veggirnir í göngum þessum og herbergjum, að ekki verður séð ein einasta mishæð á þeim. Svo þétt falla risastórar steinhellurnar saman, að ekki verður nokkurs staðar stungið títu- prjóni á milli þeirra, og eru þær þó sumar tugir tonna á þyngd, þó meðal- þyngdin sé reyndar „aðeins“ um 2% tonn. Um 2.300.000 steinhellur eru í Keopspýramídanum. Ekki hefur það síður valdið mönnum heilabotum, hvernig steinhellurnar hafa verið flutt- ar að yfir Níl frá fjöllum, sem standa í nokkurri fjarlægð handan Nílar. Allt frá því á 18. öld hafa lærðir menn og verkfróðir deilt um það, hvernig og hvers vegna þetta undur veraldar var byggt, og er samt enn margt á huldu um þetta tröllslega en meistaralega gerða furðuverk. Ekki má gleyma Sfinxinum gamla, sem stendur þarna rétt hjá og enginn veit hve lengi hefur horft yfir Nílardal- inn. Hann er enn í dag stærsta mynda- stytta veraldar, einnig furðuleg smíð og óskiljanleg — sem betur fer, vildi ég bæta við. RAUÐA FESTIN Framhald af bls. 29. hornunum blandast raddir drukkinna manna, er drafa, hrópa og syngja. Þorpsbúar skemmta sér. \ ÞAÐ er komið fram yfir hádegi, þeg- ar Páll Glomp kemur upp til sögunar- mylnunnar. Þegar hátíðahöldin á mark- aðstorginu voru afstaðin og sömuleiðis veizlan í veitingahúsinu, var hann svo á sig kominn, að honum þótti varlegra að skilja bifhjólið eftir þar inni í garð- inum. Nú er hann að sækja það. Hann er öskugrár í framan, eins og skýin yfir höfði hans. Augun syfjuleg og blóðhlaupin. Það leggur af honum vínþef og ölstækju. Hann skotrar augunum hálf skömm- ustulega og þó ögrandi upp í gluggann hjá Kristínu, gengur svo að bifhjóli sínu og leiðir það út að hliðinu. Svo stígur hann á ræsifjölina, einu sinni,, tvisvar, þrisvar, og hreyfillinn vill ekki fara af stað. Hann reynir aftur og aftur, en allt er árangurslaust. Með hverju stigi verður hann óþolinmóðari, stöðugt æfari. Nokkrir verkamen eru komnir út og horfa á hann. Þeir kíma og varpa fram ýmsum athugasemdum, sem hann heyrir ekki. Svo tekur hann að skrúfa kveikjupípuna af. Marteinn kemur út úr húsinu og geng- ur yfir að hesthúsinu, en þegar verka- mennirnir sjá það, kallar einn þeirra: — Marteinn, komdu hingað og líttu á þetta. Það er nokkuð, sem þú hefur vit á. Hann hrekkur við, lítur grunsamlega til hópsins er safnast hefur um bifhjólið. Svo gengur hann þangað í hægðum sínum. — Ég geri við þetta sjálfur, segir Páll 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.