Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 8
LEYSTU LÍFS- GÁTUNA ÁEINU KVÖLDI ★ Fálkinn ræðir við ★ Sigurð Grímsson 8 FALKINN Þessi skáldakynslóð blandaði sér ekki inn í stórpólitík né alþjóðamál; hún var fíkin í unaðsemdir lífsins og var alltaf ástfangin. Ljóðin fjölluðu um hinar að- skiljanlegu kenndir sálarinnar, ástina, dauðann og sorgina en verkalýðsbarátta og sjálfstæðisbarátta var ekki á dag- skrá. Rúnturinn var gjarnan umhverfi þessara fátæku skálda og jafnvel ljósa- staurarnir við Austurstræti fengu á sig lýriskt yfirbragð í augum þeirra. Þessi skáld elskuðu sorgina umfram allt ann- að; þjáninguna, kvölina, hryggðina. Þau leituðu uppi bölið og kváðu yfir sig sorg og depurð. Þeir sniðgengu þær konur sem líklegar voru til að endur- gjalda þeim ástina, þeir sóttust eftir hinni óhamingjusömu ást. Ástarsorgin var hið fullkomnasta ástand í augum þessara skálda. Og lífsnautnin var þeim efst í huga, eitt þessara skálda hrópaði hástöfum: Eitur, meira eitur, ör vil ég dansa og heitur. Stefán frá Hvítadal og Davíð Stef- ánsson voru elztir þessara skálda og urðu til þess að móta stefnuna. En fleiri fylgdu eftir, harmþrungin skáld, döpur og viðkvæm. Bókmenntasagan greinir frá nöfnum allmargra þessara skálda, en það er eftirtektarvert að fæst þeirra náðu háum aldri og enn færri héldu áfram að þjóna skáldgyðj- unni. Þessi hverfula skáldakynslóð virtist að sama skapi skammlíf. Ýms- um þeirra auðnaðist ekki að senda frá sér bók, önnur gáfu út eina bók og síðan ekki söguna meir. Jóhann Jóns- son, sem ef til vill var gáfaðastur þess- ara skálda, andaðist ungur úr berklum suður í Þýzkalandi en hafði þó áður ort Söknuð, einhverja fegurstu ljóðperlu á íslenzka tungu. Jón Thoroddsen samdi eitt leikrit, orti nokkur ljóð og sundur- lausan prósa. Hann var ekki nema 25 ára að aldri er hann fórst af slysförum í Kaupmannahöfn. Magnús Ásgeirsson lagði eigin kveðskap á hilluna, en snéri sér þess í stað að ljóðaþýðingumi. Kristmann Guðmundsson orti feiknin öll á þessu tímabili og gaf út eina ljóða- bók, Rökkursöngva, en tók síðan til við skáldsagnagerð eins og kunnugt er. Önnur skáld helguðu sig veraldarvafstri og embættismennsku. Tómas Guð- mundsson og Guðmundur Frímann mega heita þeir einu sem eftir langt hlé gengu að nýju í musteri Ijóðagyðj- unnar og færðu henni fórnir. En flest þessara skálda hafa ekki handleikið hörpuna frá því á árunum upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. Það var hellirigning og skammdegið grúfði yfir borginni þegar við knúðum dyra fyrir skemmstu á Snorrabraut 77, snotru einbýlishúsi, umlukt trjágarði Nakin trén slógust fyrir vindinum og regnhryðjurnar lömdu húsið utan. En inni var hlýtt og notalegt og húsráðandi hóf að segja okkur frá liðnum dögum. Nú eru rétt 40 ára frá því út kom ljóða- bók eftir hann, eina bókin sem hann hefur sent frá sér. Hún bar nafnið Við langelda og í henni var m. a. þetta er- indi:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.