Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 38
Leysíu líísgátima ... Framh. af bls. 32. Jþeir seint gleyma því, sem heyrðu hann flytja kvæði með sinni djúpu og hljóm- þýðu rödd. En ekkert af þessum ungu skáldum var mér kærara en Jón Thoroddsen. Hann var fluggáfaður og er mér minn- isstæðastur þeirra allra. Hann var hugmyndaríkari en flestir og var mikið efni í dramatískt skáld. Eftir hann liggja þó aðeins nokkur kvæði og stutt leik- rit, Maria Magdalena, En hann varð, því miður, skammlífur. Hann fór 25 ára, þá nýorðinn lögfræðingur, til Kaupmannahafnar, til þess að kynna sér sveitarstjórnarmál og ýmislegt ann- að. Ég fylgdi honum til skips og sagði við hann þegar ég kvaddi hann: „Farðu nú varlega um áramótin.“ Síðan frétti ég ekki af honum fyrr en á nýársdag. Hann hafði orðið fyrir umferðarslysi á gamlárskvöld, er varð honum að bana. Hann var öllum sem þekktu hann harmdauði. Um hann hefur Tómas Guðmundsson ort eina af sínum feg- urstu ljóðperlum. Ég hef alltaf metið minn gamla kunn- ingja Davíð Stefánsson mikils, en af þeim skáldum frá þessum gömlu árum, sem nú lifa, met ég þó mest allra Tómas Guðmundsson. Hann var viturt skáld og góður vinur og enginn tekur hon- um fram um formfegurð og orðsnilld í ljóðum. Sigurður verður hljóður um stund og horfir út um regnbarðan gluggann þar sem hríslurnar slást fyrir vindin- um. — Já, það var mesta furða að við skyldum slampast gegnum öll prófin, segir hann svo, við sem lifðum í þess- um hugarheimi. Samt klöngraðist ég þetta einhvern veginn og lauk lélegu stúdentsprófi 1917. Þá tók við heldur jarðneskt puð. Ég vann hjá innflutn- ingsnefndinni gömlu í eitt ár, síðan hjá Sjóvá, sem þá var stofnað, í enn eitt ár. En starfið var illa borgað og ég í giftingarþönkum. Þá voru aug- lýstar lausar tvær stöður. Ég sótti um þær og fékk þær báðar. Ég tók þá sem betur var launuð og gerðist þá skrif- stofustjóri og prókúruhafi hjá Guð- mundi Eiríkss, heildsala. Guðmundur var gáfaður og fjölhæfur maður og ágætur húsbóndi. En hann var í of miklu vinfengi við Bakkus og varð gjaldþrota. Eftir það hvarf hann úr landi til Suður-Ameríku og mun nú látinn. Þegar hér var komið hóf ég laganám við háskólann haustið 1921 og lauk kandidatsprófi vorið 1925. Skömmu síð- ar gerðist ég blaðamaður við Alþýðu- biaðið, skrifaði þingfréttir og leikdóma í blaðið og ýmislegt fleira. Síðar starf- aði ég á lögfræðiskrifstofu hér og að lokum setti ég á stofn mína eigin lög- fræðiskrifstofu. En sú dýrð stóð ekki lengi því að eftir nokkur ár varð ég full- 3B FÁLKINN trúi við lögmannsembættið hér. Síðan hef ég lengst af haft með höndum úr- skurði í útsvarsmálum og nú einnig í skattamálum eftir að gjaldheimtan í Reykjavík tók til starfa. — Mig minnir að ég hafi einhvers- staðar lesið að þú hafir hér á árum áður farið á kommúnistakongress úti í Þýzkalandi. — Já, rétt er það, segir Sigurður og brosir. Það var árið 1921, á ungkomm- únistakongress, sem haldinn var í Ber- lín. Þetta var skemmtileg og lærdóms- rík för á marga lund. Upphaflega var ætlunin að halda ráðstefnuna í Milanó, en þar höfðu kommúnistar staðið fyrir einhverjum skemmdarverkum og því öll fundarhöld þeirra bönnuð þar. Og það kom brátt í ljós að ráðstefnan í Berlín var undir ströngu eftirliti lög- reglunnar. Rússar vildu ekki viður- kenna þessa ráðstefnu sem kongress, enda voru þar engir Rússar mættir. Stóð mikill styrr um þetta mál á ráð- stefnunni. Willy Munzenberg var einn af forstöðumönnum ráðstefnunnar, mikill gleðimaður og gáskafullur. Þar kynntist ég líka gjaldkera ungkomm- únistahreyfingarinnar, Leo að nafni. Hann var svo alvörugefinn og þungbú- inn að allt datt í dúnalogn þegar hann sýndi sig. Það fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort taka ætti mótmæli Rússa til greina eða ekki. Þegar ísland var kallað upp, voru atkvæði jöfn, en ég greiddi atkvæði gegn Rússum. Réði það úrslitum, því að ég var sá síðasti sem greiddi atkvæði. Faðmaði Munzenberg mig þá að sér af gleði. Mörgum árum seinna, í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari, fannst Múnzenberg hengdur úti í skógi skammt frá París. Hann hafði verið orðinn milljónari og var hundelt ur af þeim báðum, Stalín og Hitler. Ég hafði verið nokkra daga á ráð- stefnunni þegar ég lenti í klónum á lögreglunni og er saga að segja frá því. Aður en ég fór hafði ég fengið persónu- legt meðmælabréf frá þýzka aðalræðis- manninum í Reykjavík, kvaðst ætla utan að kynna mér ýmis menningarmál. En nokkru eftir að ég fór frá íslandi, var konsúllinn staddur í veizlu og berst þá til eyrna að ég sé eldrauður kommi og hafi farið gagngert á kommúnista- kongress í Berlín. Konsúllinn varð æfur og símaði til Berlínar til þess að lög- reglan þar gæti haft hendur í hári mér. Ég svaf vært í hótelberbergi mínu þegar verðir laganna ruddust inn kl. 8 að morgni, tveir fílefldir risar og held- ur gustmiklir. Vissi ég ekki fyrri til en þeir stóðu við rúmstokkinn og vöktu mig heldur hastarlega, kváðust vera frá leynilögreglunni og hefðu komizt að því að ég væri þarna í erindum komm- únista. Ég þrætti vitanlega kröftug lega, en þá tóku þeir til að leita í fögg- um mínum. Ég var á nálum því í nátt- borðsskúffunni var fullt af kommún- iskum bæklingum. Ég hafði sagt þeim að ég væri skáld og þangað kominn til þess að kynna sér þýzka menningu og skáldskap og trúðu þeir því ekki meira en svo. En þá vildi það til að þeir fundu í tösku minni eintak af blaðinu „Aust- urland“ sem Guðmundur Hagalín gaf þá út á Seyðisfirði, en í því var ritdóm- ur um kvæði eftir mig með yfirskrift- inni: Sigurður Grímsson og í greininni tilfærðar nokkrar ljóðlínur. Við þetta runnu tvær grímur á hermennina og lauk þessu svo að þeir kvöddu mig brosandi og báðu mig afsökunar á ónæð- inu. Ég sagði Múnzenberg frá því sem fyrir hafði komið og kvað hann bezt að ég hyrfi í bili af sjónarsviðinu. Ég tók því saman föggur mínar í skyndi og hélt til Basel í Sviss. Þar var ég í eina viku, en fór þá til þýzka konsúlsins í borg- inni og bað hann um vegabréfsáritun með mánaðardvöl í Berlín. Hann neit- aði þessu snúðugt í fyrstu en þá sýndi ég honum meðmælabréfið góða frá aðalræðismanninum í Reykjavík, þar sem borið var á mig hið mesta lof. Fékk ég nú áritunina eins og skot og konsúll- inn kvaddi mig með bugti og beyg- ingum. A háskólaárum mínum var ég þing- skrifari og kynntist þá ýmsum ágætum og merkum mönnum, sem flestir eru nú komnir undir græna torfu. Þá var seg- ulbandið ekki til og hraðritun tíðkaðist ekki við þingskriftirnar. Urðu þing- skrifararnir að hripa niður ræður þing- manna jafnóðum og þær voru fluttar og síðan hreinskrifa þær. Þá höfðu þingmenn líka leyfi til að leiðrétta og jafnvel gjörbreyta ræðum sínum í hand- riti þingskrifarans og notuðu þeir sér það óspart. Mjög misjafnt var að skrifa eftir þingmönnum. Mér fannst einna bezt að skrifa eftir Sveini í Firði því hann talaði hægt og skipulega. En einu sinni kom það fyrir að hann strikaði alveg út eina framsöguræðu, sem ég hafði skrifað eftir hann og í staðinn samdi hann nýja ræðu er hneig í gagn- stæða átt þeirri fyrri. Kom það til af því að Framsóknarflokkurinn hafði al- gerlega söðlað um í málinu. Ajanars fannst mér Jón Þorláksson bera af öll- um ræðumönnum á þingi meðan ég var þingskrifari. Mál hans var svo vand- að og skipulagt að ræður hans gátu farið beint í prentsmiðjuna án þess að víkja þyrfti við orði. Og aldrei heyrði ég Jón sveigja persónulega að neinum manni í ræðum sínum, hann hélt sér jafnan við málefnið og kom drengilega fram. — Hefur þú nokkuð ort siðan þú gafst út ljóðabókina 1922? spyrjum við Sigurð. — Nei, ekki get ég sagt það. Að vísu or.ti ég minningarljóð um Einar Bene- diktsson þegar hann andaðist 1943. Það birtist í Lesbók Morgunblaðsins, ort undir einum af þeim háttum sem Einari voru tamastir. Að öðru leyti hef ég ekki ort neitt sem vert er að minn- ast á .... það verða þá bara „efter- ladte papirer“, segir Sigurður og brosir. — Hvernig stóð á því að þú hættir að yrkja? Ljóðakverið mitt „Við langelda" var enginn mefkisviðburður, en fékk þó

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.