Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 21
 Haraldur Björnsson óskar Margréti Ólafsdóttur, konu Steindórs Hjörleifssonar til hamingju — með kossi. Það var glatt á hjalla í Þjóðleikhúskjallaranum, þegar Félag íslenzkra leikdómara sæmdi Steindór Hjörleifs- son silfurlampanum fyrir bezta leik á síðastliðnu leikári. Þessi háttur leikdómaranna er orðinn fastur og skemmtilegur þáttur í leiklistarlífi okkar, og hans er jafnan beðið með eftirvæntingu. Þegar staðið var upp frá borðum, eftir ræður og skemmtiatriði, brugðu menn sér á barinn, áður en tekið var til við dans og ann an gleðskap. Óspart var skálað fyrir Tlialiu og Steindóri Hjörleifssyni, bezta leikara ársins. FÁLKINN bregð- ur upp á þessari opnu nokkrum svipmyndum af leikurum og leikdómurum á þessari árlegu leiklistarhátíð okkar. Nokkrir gagnrýnendur ræða við Steindór Hjörleifsson, eíri m. Bessi Bjarnason, Steindór Hjörleifsson neðri m. Guðmundur Pálsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Sig- ríður Hagalín. Sigurður A. Magnússon, annar af tveim leiklistargagnrýnendum Morgunblaðsins, og Svanhildur Bjarnadóttir. Haraldur Björnsson, Helga Valtýsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Mar- grét Ólafsdóttir. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.