Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 22
Góða stund gekk hann þungum
skrefum fram og aftur fyrir framan
hliðið. Það var auðvelt að sjá, að
hann var í mjög æstu skapi og eflaust
drukkinn. Kristín beið milli vonar og
ótta og þorði hvorki að hreyfa legg né
lið. Hvað mundi gerast, ef bróðir henn-
ar kæmi heim á þessari stundu? Eða
móðir hennar?
Nú stanzaði faðir hennar og stóð kyrr
um stund. Hvað mundi hann nú taka
til bragðs? Þá sá hún sér til mikils
léttis, að hann gekk frá húsinu og var
horfinn í skjótri svipan.
Kristín þorði ekki að minnast á þetta
atvik við móður sína. En um nóttina
fékk hún vart sofið fyrir áhyggjum út
af föður sínum. Hún óttaðist að hann
kynni að koma aftur og berja upp, þótt
um miðja nótt væri. Honum var sann-
arlega trúandi til þess.
DAGINN EFTIR var Kristín enn
haldin áköfum ótta. Hún bjóst við að
faðir hennar kæmi á hverri stundu. En
dagurinn leið án þess nokkuð gerðist.
Móðir henar söng um þessar mundir í
óperunni og nokkrum kvöldum síðar
bauð hún Kristínu að koma jneð sér og
dveljast bak við tjöldin.
Leikhúsið var Kristínu sem fram-
andi heimur. Móðir hennar kynnti hana
fyrir fjölda fólks, leikurum, leikstjór-
um, leiksviðsmönnum og alls konar
fólki, sem Kristín þekkti ekki. En heim-
ur leiklistarinnar heillaði hana og hún
var hreykin af móður sinni. Henni
fannst hún nú skilja betur, að móðir
hennar skyldi á sínum tíma yfirgefa
mylnuna og helga líf sitt listinni.
Hún dvaldist í búningsklefa móður
sinnar, meðan verið var að snyrta hana
og farða. Að skammri stundu liðinni
átti sýningin að hefjast, svo að þau urðu
að hafa hraðan á. Allt í einu hringir
síminn.
— Svaraðu, elskan, segir Marion
Gaspadi og er í óða önn að búa sig
undir sýninguna ásamt aðstoðarfólki
sínu.
Kristín svarar og svipur hennar lýsir
í senn undrun og ótta. Síminn er til
hennar og það er enginn annar en Mar-
teinn Brunner, sem er hinum megin
við þráðinn. Hún þekkti rödd hans á
augabragði. Sennilega hafði bróðir
hennar sagt honum hvar hún væri
stödd og gefið honum upp númerið í
búningsherbergi Marion. Kristín grein-
ir varla hvað Marteinn segir fyrir geðs-
hræringu sinni.
— Hver er í símanum, spyr Marion
óþolinmóð.
Kristín segir henni það, en sér um
leið, sér til skelfingar, að Marion verður
hverft við, er hún heyrir nafnið.
Um síðir fær Kristín áttað sig og tek-
ur smám saman að skynja það, sem
Marteinn er að segja í símanum. —
Kristín. Ég má til með að ráðgast við
þig. Það er afleitt ástand hérna heima.
Hvað er orðið af föður þínum? Hvers
vegna kemur hann ekki heim?
Kristín stirðnar upp. Svo faðir henn-
ar er þá ekki farinn heim til mylnunn-
ar aftur. — Guð minn góður, hrópar
hún. — Er hann ekki kominn heim
ennþá, Marteinn? Holskeflur hrylli-
legra grunsemda steypast yfir hana.
En_nú er Marion orðið ljóst, um hvað
Kristín er að tala við Martein. Hún
teygir sig eftir heyrnartólinu, en Krist-
ín ýtir henni frá sér.
Hársnyrtarinn og búningskonan
standa á öndinni af ótta.
— Ég sæki leiksviðsstjórann, hvíslar
búningskonan ... — Eða leikstjórann.
Annars rekur hann okkur.
En Marion þaggar niður í henni
snöggt og stuttlega: — Þey!
Hún hefur aftur látið fallast niður
á stólinn, gráföl í andliti, undir duftinu
og farðanum. Hún starir á Kristínu stór-
um augum.
Kristín heldur niðri í sér andanum
og hlustar kvíðafull á rödd Marteins:
— Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð,
Kristín. Hér gengur allt á tréfótum.
Allir eru í vafa um, hvernig haga skal
störfum. Herra Glomp hringsnýst hér
öskrandi, dag eftir dag, og herra
Fritske er alltaf að hringja, til að geta
ráðgast við föður þinn. Ég held að
ekki sé um annað að ræða, en að þú
verðir að koma heim, Kristín. Og það
undir eins í kvöld, ef mögulegt er.
Kristín grípur svo fast í glerplötu
snyrtiborðsins, að glös og dósir fara á
fleygiferð. Faðir hennar er horfinn.
Hvað er orðið af honum? Skyldi hann
annars vera á lífi?
— Halló! Kristín ... ertu þarna?
— Já, já! svarar Kristín. — Pabbi
kom til mín ... til okkar ... á mánu-
daginn. Síðan hef ég ekki séð hann.
Rödd hennar kafnar í snökti. Það er mér
að kenna, er sem hvíslað sé að henni.
Það er mér að kenna.
— Væri ekki ráðlegt að láta lögregl-
una lýsa eftir honum?
Mannamál. Rauða ljósið yfir dyrun-
um deplar þrisvar sinnum. Enn eru
fimmtán mínútur þangað til Marion á
að ganga inn á sviðið.
—Frú Gaspadi, segir búningskonan.
— Þér verðið að flýta yður.
Marion heyrir ekki til hennar. At-
hygli hennar beinist öll að Kristínu.
— Halló, Kristín, kallar Marteinn í
heyrnartólið. — Ég var að spyrja, hvort
ekki væri rétt að við færum til lög-
reglunnar ...?
— Bíddu þangað til ég kem heim,
Marteinn.
— Svo þú ætlar þá að koma? hrópar
hann í léttari tón.
— Svo fljótt sem ég get.
— Guði sé lof! Sæl á meðan, Kristín!
Kristín leggur tólið frá sér og starir
lengi annars hugar fram fyrir sig.
— En segðu mér nú, hvað komið hef-
ur fyrir! hrópar Marion óþolinmóð.
Kristín heyrir ekki til hennar.
Marion fylgist með svipbrigðum dótt-
ur sinnar, flakkandi augnaráði.
— Pabbi er horfinn, anzar Kristín
loksins, ekkaþrunginni röddu.
— Guð sé oss næstur, hvíslar Marion.
En svo herðir hún sig upp og varpar
geðshræringunni frá sér af öllu afli.
— Hvað kemur það okkur við, Krist-
ín?
— Ekki kannski þér. En mér kemur
það við, svarar Kristín æst.
— Eins og þú eigir svo sem að bera
ábyrgð á bjánaskap föður þíns, barn?
Kristín hreyfir sig ekki.
— Er þér alvara, Kristín, að ætla að
fara heim?
Enn gegnir Kristín engu. Hún kemur
ekki því svari fram á varir sér, sem
hún vildi helzt gefa.
En Marion skilur þögn hennar . . .
Vonbrigðin þyrma yfir hana og hún
sprettur á fætur.
— Þú ætlar að fara heim aftur! Ég
veit það! æpir hún . . . Heim til hans
. . . heim til þessa . . . Rödd hennar brest-
ur. — Þú hefur kannski ætlað þér það
frá upphafi. Hún hnígur á stólinn og
grúfir andlitið í höndum sér.
— í guðanna bænum, frú Gaspadi!
Hársnyrtarinn þrífur hendurnar frá
andliti frúarinnar. —• Farðinn! Augna-
hárin! Eftir sjö mínútur eigið þér að
ganga inn á leiksviðið ...!
Marion hrindir henni frá sér. — Ég
get ekki komið fram! Þið getið gert
það sem ykkur sýnist. Mér er sama.
Þarna dundu ósköpin yfir. Búnings-
konan og hársnyrtarinn blína í skelf-
ingu hvort á annað.
Kristínu verður ekki um sel. Þannig
15. hlufti hinnar spennandi framhaldssögu
eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu
22 FÁLKINN