Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 34
Skiiggamyndir Framh. af bls. 31. Dr. MacVitie sagði þurrlega: „Áreið- anlega — ef þau á annað borð hafa verið hér.“ „Hér er jakkinn minn. Hann er rakur að innan, en þurr að utan. Ég sá þau með eigin augum. Hvar geta þau verið? Og hundurinn? Hvar er hundurinn?“ „Hvað honum viðvíkur, verðið þér heldur að leita til dýralæknisins,“ sagði hann önuglega. Við fórum án þess að skiptast á einu orði, unz við komum að dyrum dr. MacVitie. Þá sagði hann: „Hvar hafið þér verið síðdegis í dag?“ „Ég fór til hlöðunnar beint frá „Hvíta svaninum.“ „Nú, þannig!“ Hann skellti hurðinni rétt fyrir framan nefið á mér. Ég fór til „Hvíta svansins“, sem var enn opinn. Lagg virti mig vanldlega fyrir sér og starði á gagndrepa fötin mín og foruga skóna. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 Blaðið DAGIJR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐH) DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 „Ég fór til Wagnalls hlöðunnar til Sirkus Káta Jumbos, en hann var far- inn og hafði skilið eftir mann og konu og hund.“ „Heyrirðu þetta, George“, sagði Lagg við afgamlan bónda, sem hélt á kvistótt- um öskuviðarstaf, sem virtist hafa vax- ið beint út úr æðaberri hönd hans. „Já, ég heyri,“ kvakaði sá gamli. „Þessi herra hefur verið dálítið seinn fyrir á þennan sirkus.“ Síðan hlógu þeir báðir, en skömmu síðar sagði Lagg róandi, eins og við fastagest: „Tókuð þér ekki eftir dagsetningunni á efnis- skránni, herra? Káti Jumbo hefur vissulega verið hérna, og hann fór líka héðan í flýti. Og hann skildi eftir mann og konu — sem ég hef heyrt að væru ekki löglega vígð — og einn af þessum litlu, rökuðu hundum. Ég þekki öll kort og auglýsingar og spjöld hér, og ég veit, að þessi sirkussýning var í nóvember 1904, en nú höfum við 1956. Það var sorgleg saga, en eins og þú sáir, svo muntu uppskera, eins og þar stendur.“ „Ég veit ekki hvernig þér hafið kom- izt yfir þessa sögu, herra,“ sagði Lagg við mig, ,,en Káti Jumbo skildi eftir tvennt af fólki sínu og hund. Hann ók af stað með vagna sína klukkan ellefu um kvöldið og bað MacVitie um að fara til þeirra — MacVitie gamla. En hann var að snæða og nennti ekki að fara. Síðan var hans vitjað í aðra sjúkraheim- sókn og kom ekki heim fyrr en á mið- nætti næsta kvöld. Hann fann lítinn hund, sem stóð og gelti fyrir utan dyrn- ar hjá honum. En MacVitie.........“ „Já, hann var vondur maður, það er alveg áreiðanlegt.“ „Þegiðu nú, George, dr. MacVitie sparkaði í hundinn, svo að hann flaug ofan í skurð. Síðan tók hann dyrabjöll- una úr sambandi og fór að hátta. Nokkr- um dögum síðar, þegar Wagnall varð gengið um akra sína, leit hann inn í hlöðuna og sá unga stúlku liggja stein- dauða þar inni og ungan mann, sem var alveg að dauða kominn, og lítinn vesl- ings hund, sem ýlfraði nístandi. Hann fékk MacVitie til að fara með sér til hlöðunnar, en það var of seint. Pilturinn lézt í sjúkrahúsinu. Þeir reyndu að ná hundinum, en það var enginn, sem gat það. Hann hljóp fram og aftur, þangað til þau voru grafin í kirkjugarði sóknarinnar, þá hljóp hann út í skóginn, og enginn sá hann framar.“ „Nú — ekki,“ mótmælti George gamli. „Það er gamalt barnastofutal. Fólk segir, að litli, grái loðhundurinn komi aftur ár hvert á sama degi og krafsi á dyrnar hjá lækninum og gelti til að fá hann með til Wagnalls hlöðunnar. Og hvort sem hann situr og snæðir, hvort sem hann er drukkinn eða alls- gáður, þreyttur eða hvíldur, blautur eða þurr, veikur eða heilbrigður er hann neyddur til að fara með. .... Hann dó árið 1924......“ „Fólk verður víst dálítið smáskrítið hér,“ sagði George gamli, „en sagt er að MacVitie gamli fái ekki hvíld. Hann er tilneyddur að rísa upp og fara til hlöðunnar á hverju einasta ári, af því að hann var svo harðbrjósta. í dögun í fyrramálið getið þér jú farið þangað og séð, hvort dyr læknisins eru ekki alveg útkrafsaðar.“ „Þú ert orðinn reglulegur þvaðrari í ellinni, George. Á þess háttar trúum við ekki hér......Viljið þér ekki koma með inn í salinn og horfa á sjónvarpið, þangað til við lokum, herra?“ • • 5 E ■ SÆLL ■ ■ Sflrfl E KT A ■ ■ ■ ■ • 5 £■ ■ £ / R ■ 5'ú F ACt 0 RM ■ ■ fll V ■ AR ■ KHE ■ 5 • ■SRSIBK-SKRÐAF A 5 KS'flK / ' PL OKKRR ■ UJ F EY !<T U ■ fí ■ 'A ■ U'flö ■ SRfl F fl 7 T r 5 K'/r/ fl 5 Kfl L L flR • U ■ L fl U K fl ■ ÆL U ■ ÆU '0 L / 'fíRL flKrift ■ flL /ÍJYlflb'o sfl,9 • ■ fl ■ /?L/Z/Vv or ■ U 53 ■ U S v v/y/v ■ 5 / R£ /IU R ■ o / '/ 5 K ' /ÍCT / R ■ 'flLflUR-flRÐ- 1 R ' RúÐRRÚ-nL-flUÐ - HR -r R / /V 1 ■ /</ PP ■ S/9 • £RM H ■ H ■ Al l s/<akk r ■ sh'ot V H 'fl F ■ A ■ 'A ■ ££HUÐUVH/ t. F L'/ K ■ <r / l ■ ■ v r ■ m a ■ R • 5 /V J ‘0 fl R ■ U AF'AHCr ■ R£ £ ■ ■ r 'OLCr ■ BL'fl ■ r flUCrflR F Cf R Ö 3 U Ct / 3 L E T r U R ! FJ N 5 / r/ wfí RCr u s/yi / & u R ■ ■ KROSSGÁTA NR. 34. Geysimargar ráðningar bárust á verð- launakossgátu númer 34. Dregið var úr réttum lausnum. Verðlaun hlýtur að þessu sinni Guðný Árnadóttir, Barkar- stöðum, Svartárdal. Rétt ráðning birtist hér að ofan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.