Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 31
það hefði ekki verið snert í síðustu tuttugu árin. Læknirinn var einn hinna nöldursömu gamalmenna, sem ekki er hægt að toga vingjarnlegt orð út úr, og í þokkabót urra við manni, ef þeim er sýnd kurteisi. Nú rumdi hann: „í kvöld hef ég sann- arlega verið heppinn. Þetta er í fyrsta sinn í sex mánuði, sem ég hef getað setið og snætt óbreyttan kvöldverðinn minn, án þess að barið hafi verið að dyrum, áður en ég hef geta borið fyrstu súpuskeiðina að vörunum. Kærar þakkir fyrir að þér gáfuð mér færi á að ljúka við matinn.“ Hann var frekjulega háðskur, en jafnframt fjandsamlegur. „Nú, hvert er erindið? Hvað er að yður? Ekkert, þori ég að veðja. Það er aldrei neitt að fólki hér um slóðir, sem einn skammtur af amerískri olíu eða aspiríntöflur geta ekki læknað, — nema gigtin auðvitað. Segið eitthvað, maður!“ „Það er ekki neitt að mér. Ég kem til að fá yður til að komá til fólks í Wagnalls hlöðunni. Þar er maður, sem hefur öklabrotnað, og stúlka með lungnabólgu. Takið tös!.u yðar og kom- ið með.“ Hann glefsaði til mín eins og skjald- baka og sagði: „Og hver eruð þér, að þér getið sagt mér, hvað er að þeim? Ég er að minnsta kosti ekki starfandi læknir. Ég hef dregið mig í hlé. Sonur minn gegnir störfum mínum, og hann er í vitjun vegna fæðingar.....Bölv- aður hundurinn, nú geltir hann aftur!“ Og loðhundurinn gelti vissulega ákaflega og hélt áfram að krafsa í að- aldyrnar. „Veslings fólkið er í hræðilegum vandræðum, læknir.“ „Það eru alltaf til vesalingar. Og hver ætlar að borga reikninginn?“ „Það geri ég,“ sagði ég og dró veskið upp úr vasanum. „Stingið því í vasann aftur, stingið því í vasann. Ef þér hafið í hyggju að borga fyrir allt þetta hyski, sem liggur í hlöðunum hér í kring, þá endið þér á fátækrahælinu.“ Hann stóð á fætur með erfiðismunum og andvarpaði: „Al- ex er úti með vagninn. Guð gefi okkur þrótt til að bera þetta. Ég hef svarið eiðinn og neyðist til að koma. Guð hjálpi okkur!“ „Við verðum að flýta okkur, læknir.“ Geðvonzkulega fleygði hann lyfjum og umbúðum í svörtu töskuna sína, og ég hjálpaði honum í viðamikinn regn- frakka. „Ungi maður, ég er sjötíu og sjö ára gamall, og æðar mínar eru kalkað- ar, svo að ég get ekki flýtt mér, jafnvel þótt dómsdagur væri yfir okkur.“ Litli hundurinn gelti af hrifningu, þegar við komum út. Og að lokum vor- um við komnir í dimm trjágöng, sem lágu að hlöðunni. Læknirinn var með vasaljós. Við gengum inn. Hann beindi ljósgeislunum frá horni til horns, unz hann staðnæmd- ist við jakkann minn. Hann lá eins og ég hafði lagt hann, yfir veslings Dolores, en það var enginn undir honum! Ég hrópaði: „Alpha! Ég er kominn með lækninn!" Bergmálið svaraði: „. . . .ækninn.“ Ég gat aðeins sagt: „Þau hljóta að vera farin.“ Framhald á bls. 34. Kæri Astró. Ég hef áhuga á að vita eitt- hvað um framtíðina og þá helzt ástamálin. Ég er fædd kl. 11.45 e. h. Ég lauk ágætis gagnfræðaprófi s.l. vor, en hef ekki hugsað til að halda námi áfram. Núna sem stend- ur hef ég stundað afgreiðslu- störf í búð og líkar mér það vel. Ég hef aðallega veriö með tveim piltum í sumar og á nú erfitt með að velja á milli þeirra. Hvað segja stjörnurnar um framtíð mína? Skipta þessir piltar mig ein- hverju í framtíðinni? Giftist ég? og þá hvnær og hvernig verður hjónabandið? Vinsam- lega sleppið öllum fæðingar- dögum, ártölum og fæðingar- stöðum. Guðbjörg. Svar til Guðbjargar. Þú fæddist þegar sól var 13° 10’ í merki Nautsins. Mán- inn var 27° í merki Steingeit- arinnar og hið rísandi merki var 2° Bogmannsmerkið. Ef við snúum okkur strax að þeirri spurningu, sem þér var efst í huga í bréfi þínu þ. e. a. s. makaval þá má segja að mjög erfitt sé að dæma um hver mundi falla þér betur, en það er nokkuð eftir því viðhorfi, sem þú hefur til lífs- ins. Sá sem er fæddur undir merki Steingeitarinnar þ. e. a. s. 1. janúar mundi hafa heilla- rík áhrif á fjármálin og mundi vafalust gera þig efn- aðri heldur en sá, sem er fædd- ur undir merki Nautsins eða 10. maí. Hins vegar mundi sá, sem fæddur er undir merki Nautsins verða miklu skemmti legri maki. Þ. e. a. s. að mikið nánara ástasamband mundi ríkja milli ykkar. Steingeitar- merkismaðurinn mundi hins vegar mikið frekar einbeita sér að velgengni í hinum ytri heimi og sækjast eftir fé og frama. Þannig hefurðu höfuð- eðli þessara pilta þinna og síðan er þitt að velja, en ég þykist þess fullviss að þú átt erfitt með að ákveða þig í þessum efnum, þar eð merki Tvíburanna er á geisla sjö- unda húss hjá þér eða húsi hjónabandsins. Af því leiðir að þú átt mjög erfitt með að taka ákvörðun um endanleg- an maka. Hitt er svo annað mál ef litið er á ástandið í sjöunda húsi. en þar eru Úr- anus í 11°26’ Tviburamerkis- ins og Satúrn í 6° 48’ Krabba. Þannig að ekki er beinlínis hægt að segja að ástandið sé gott í ástamálunum hjá þér. Þessar plánetur hér benda til þess að þú getir verið ur hófi áhrifagjörn og að öllum lík- um muntu stofna til fyrra hjónabands þíns fyrir sakir stundarhrifningar, sem þó er óafsakanlega óhyggilegt, þvi að sú hi'ifning sem skapast hjá þér er ekki nægilega var- anleg. Þetta stfara af áhrifum Úranusar. Þegar svo gleraugu ástarinnar eru falin og grá- kaldur veruleikinn opnast fyrir þér (Satúrn) er hætt að nokkurs konar „kalt stríð“ skapist, sem svo leiðir aftur til skilnaðar þegar viss spenna hefur skapast. Ég mundi ráðleggja þér að gifta þig í fyrsta lagi þegar þú ert orðin 24 ára sakir þessara afstaðna og þá þarftu náin kynni af tilvonandi maka þín- um í að minnsta kosti eitt til tvö ár. Annars er 17 ald- ursár þitt 21 og 25 talsvert á- berandi í þessum málum þar sem margt getur átt sér stað. Mars, Venus og Merkúr í þriðja húsi hafa stuðlað mjög að velgengni þinni í náminu. Þessar plánetur hér benda einnig til þess að. þú hafir val- ið þér hentugt starf. Skrif- stofustörf mundu einnig vera mjög passandi fyrir þig. Eftir þessum afstöðum að dæma þá ættirðu að gera sem mest að því að kynna þér bók- menntir fornar og nýjar, sér- staklega ævisögur stríðshetja og bardagamanna (Hrúts- merkið). Yfirleitt stríðshetj- ur í heimi vopnanna og and- ans. Horfur eru á að yfirleitt sé heilsufarið þitt gott og að þú þurfir ekki að hafa tiltakan- legar áhyggjur af því. Hins vegar er merki Nautsins aðaláhrifamerki í því tilliti og hefur áhrif á hálsinn, hjartað og má segja efri hluta brjóst- holsins, þó ekki lungun. Þess- um líffærum hættir því mest við kvillum, og stafa þeir hvað hjartað áhrærir títt út frá ofneyzlu matar. Um fjármálin er það að segja að þau koma undir áhrif Mánans og eru talsvert breyti- leg eins og sýnilegt lag hans er á himninum. Þú munt því lifa góðæri öðrum meir og svo einnig hið gagnstæða. FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.