Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 27
2 dl. vatn. 1 dl. rjómi. Salt, pipar. Roðið.á þorskinum hreinsað mjög vel og hann þerraður. Selleri og laukur skorinn í sneiðar. Núið ofnskúffu eða eldfast mót að innan með hvítlauk, smyrjið það síðan. Setjið fiskinn í mót- ið og skerið nokkra skurði í hann. Fyllið skurðina til skiptis með selleri- og lauksneiðum, og svo steinselju. Leggið afganginn í kringum fiskinn. Stráið salti yfir og smjörið sett í bitum á. Allur vökvi settur í mótið og það sett inní heitan ofn 220° í nál. 45 mín- útur. Borið fram með soðnum kartöfl- um. Fiskur á la Mornay. V2 kg. soðinn hreinsaður fiskur. Hrærðar kartöflur úr % kg. kart- öflum. 30 g. smjörlíki. 30 g. hveiti. V4 1. mjólk. Salt, pipar. 50 g. rifinn ostur. Eldfast mót smurt með smjöri. Hreinsið soðna fiskinn vel, reynið að láta hann fara sem minnst í sundur. Leggið fiskinn í botn mótsins. Búið til venjulega sósu, nokkuð þykka. Krydd- ið sósuna með salti, pipar og rifnum osti. Hellið sósunni yfir fiskinn. Spraut- ið hrærðu kartöflunum (sem eru betri, ef þær hafa verið hrærðar með eggja- rauðu) meðfram brún mótsins. Sett inn í heitan ofn í um 15 mín- útur eða þar til það er fallega gulbrúnt. Fiskbollur steiktar í fljótandi feiti. 12 stórar fiskbollur. Deig: 75 g. hveiti.. 15 g. smjörlíki. Framh. á bls. 32. Nokkrar harnakikur Kokostoppar. 140 g. púðursykur. 90 g. smjör. V2 dl. vatn. Va dl. síróp. Vz tsk. engifer. 2 tsk. kanel, fullar. 1 tsk. negull. Vz tsk. natrón. 250 g. hveiti. Sykur, síróp, smjör, vatn og krydd hitað saman í potti, alveg kælt, áður en hveiti og natróni er sáldrað saman við. Deigið hnoðað á borð, geymt á köldum stað yfir nótt. Flatt út, ath. ekki of þunnt, og skornar út myndir eftir getu og hugmyndaflugi. Bakað við vægan hita 200° í 5 mín- útur. Kældar, sprautaðar með flór- sykurbráð, bæði hvítri og súkkulaði- litaðri. Kakaókúlur. 100 g. flórsykur. 50 g. kakaó. 1 tsk. duftkaffi. 1 msk. rjómi. V2 tsk. vanilludropar. 75 g. smjör. Utan á: Kókosmjöl. Strausykur. Kakaó. Kakaó og flórsykri sáldrað í skál. Kaffi, rjóma og vanillu hrært saman við. Smjörið brætt, má ekki brúnast, hellt saman við, allt hrært vel. Kælt, helzt í ísskáp. Mótaðar jafnar kúlur milli handanna og Veltið þeim síðan ýmist upp úr kokosmjöli, skrautsykri eða kakaó. Vilji maður eyða meiru er allra bezt að velta kúlunum upp úr söxuðum möndlum eða hnetum. Framhald á bls. 32 Fiskisalat, Fiskur í ofni, ' fflm 1 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.