Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 29
óánægður með sjálfan sig og þar við
bættist að hann varð fyrir vonbrigðum
í stjórnmálunum, hafði ekki þau áhrif
sem hann hafði vænzt. Blöðin svöruðu
skrifum hans engu. Ég man að hann
sat oft niðurlútur og þungur á brún
og tautaði fyrir munni sér: „Þeir ætla
að þegja mig í hel.“
Við höfðum ekki samið um fast kaup
fyrir vinnu mína en ég óttaðist ekki
að hlutur minn yrði fyrir borð borinn,
því Einar var höfðingi og rausnarmenni.
Hann borgaði mér ekki á tilteknum
dögum, en spurði stundum: „Eruð þér
ekki staurblankur núna?“ og auðvitað
svaraði ég því alltaf játandi. Þá fór
Einar ofan í vasa sinn og dró upp hand-
fylli sína af seðlum án þess að gæta að
því hvað mikið það var, — og rétti mér.
Þetta voru mjög spennandi augnablik
því aldrei vissi ég hvað mikið varð fyr-
ir honum í vasanum. Ég taldi þetta svo
eftir á og aldrei var ég hlunnfarinn,
þvert á móti var borgunin alltaf rífleg
og rausnarleg.
Einar Benediktsson var mesta
glæsimenni í sjón og vissi reyndar af
því. Stundum spurði hann mig, einkum
ef hann var við skál, hvor þeirra mér
fyndist meira glæsimenni, hann eða
Hannes Hafstein. Hannes dáði ég allra
manna mest þegar ég var barn á ísa-
firði og hann var bæjarfógeti og sýslu-
maður þar, og enn hef ég ekki augum
litið glæsilegri mann enn hann. Ég
svaraði því Einari á þá leið að mér
fyndist þeir báðir hin mestu glæsi-
menni, en ég setti þó Hannes skör ofar.
Þá brúmmaði í Einari.
Einu sinni kom ég á skrifstofuna að
morgni dags og hugðist taka til starfa
að venju. Sá ég þá að Einar var ærið
þungur á svip og afundinn. Hann átti
ekki vanda til þessa og vissi ég ekki
hvað því olli fyrr en hann víkur sér
að mér, tekur vélritaða pappírsörk upp
úr vasa sínum og hendir henni á borðið
fyrir framan mig. Þetta var þá kersknis-
kvæði um kveðskaparháttu Einars, þar
sem hann meðal annars var kallaður
„höfuðskáldið eignarfallsins11. Sagðist
hann hafa sannfrétt að ég væri höfund-
ur að þessu. Ég sór og sárt við lagði
að ég ætti hér engan hlut að, enda væri
ég hrifnari en svo af skáldskap hans.
Ég sá að Einar trúði mér. Og svo sagði
hann eftir nokkra þögn: „Helvítið hann
Hannes“. Hann hafði fengið örkina
senda í pósti og grunaði Hannes Haf-
stein um græsku, því að Hannes gat ver-
ið stríðinn er svo bar undir. Seinna
urðu kynni mín og Einars nánari og
gæti ég sagt margt frá því.
— Kynntistu Hannesi Hafstein?
— Nei, ekki get ég sagt það, ég var
svo ungur þegar hann var á ísafirði,
en Hafsteinshjónin komu oft heim til
okkar á þeim árum. En ég sá Hafstein
oft í sölum Alþingis, brjóstbreiðan og
tígulegan. Er mér sérstaklega minnis-
stætt er vantraust á hann var á döfinni.
Benedikt Sveinsson átti að mæla fyrir
vantrauststillögunni. Um það leyti and-
aðist frú Ragnheiður, kona Hafsteins.
Skoraðist þá Benedikt undan að tala fyr-
ir vantraustinu þar eð svona stóð á og
varð ekkert úr því að sinni. Hjónaband
Hannesar hafði verið mjög ástúðlegt og
farsælt. Hann harmaði konu sína ákaf-
lega og bar aldrei barr sitt eftir lát
hennar. Hann var í sárum þegar þetta
gerðist. Á þessum sama þingfundi stóð
Lárus H. Bjarnason upp og réðst harka-
lega á Hafstein út af kolaeinkasölu-
málinu, að mig minnir. Var dauðaþögn
í þingsalnum undir ræðu Lárusar, en er
hann hafði lokið máli sínu, reis Haf-
stein úr sæti sínu og gekk til Lárusar
og rétti honum þögull höndina. Að því
búnu gekk hann aftur til sætis síns. Er
það flestra álit að vegna þessa atviks
hafi Lárus ekki átt afturkvæmt í íslenzk
stjórnmál. Lárus var mágur Hafsteins.
Talið berst aftur að skáldunum.
— Nei, maður þekkti ekki persónu-
lega eldri skáldin. Þó man ég vel eftir
Þorsteini Erlingssyni, sem ég heyrði
halda ræðu í U.M.F.R. og var mjög
Framh. á bls. 32.
Palmolive gefur yður fyrirKeit um .
aukinn yndisjsokka
Frá og með fyrsta degi
verður jafnvel þurr og við-
kvæm húð unglegri og feg-
urri, en það er vegna þess
að hið rikulega löður
Palmolive er mýkjandi.
Palmolive er framleidd
meö olívuolíu.
Aðeins sápa, sem er jafn
mild og mjúk eins og Pal-
molive getur hreinsað jafn
fullkomlega og þó svo mjúk-
lega. Hættið því handahófs-
kenndri andlitshreinsun:
byrjið á Palmolive hörunds-
fegrun í dag. — Læknar
hafa sannað hvaða árangri
er hægt að ná með Palmo-
live.
Palmolive með
olívuolíu er
mildari og mýkri
with Palmolive
Þvoiö . . .
nuddiö
í eina
minútu .. .
SkoliÖ ...
og þér
FÁLKINN
29