Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 32
filávaði
FranJiald af bls. 14.
þetta ófremdar ástand og þegar þeir
ætla að fara að sofa hugsa þeir aðeins
um manninn á næstu hæð — og sofna
ekki fyrr en hann kemur heim. Þetta
er hálfgerður nábúakritur. Þetta minnir
á aðra sögu: Saumastofa nokkur var
staðsett á neðri hæð í húsi þar sem
öldruð hjón bjuggu. Einn daginn
hringdu þau og kvörtuðu yfir miklum
hávaða. Menn voru sendir til að rann-
saka þetta og komu þeir þann tíma
dags er saumastofan var í fullum gangi.
Þeir settu upp tæki sín en mældu vart
hávaðann af vélunum. Þeir sögðu þetta
við hjónin og svarið sem þeir fengu var:
Setjið eyrun við vegginn og hlustið!
í fjölbýlishúsum reynir oft mjög á
hljóðþol manna sérstaklega þar sem
hljóðeinangrun er ekki í sem beztu lagi.
Maður á næstu hæð getur orðið erfiður
viðfangs, eða blessuð börnin. Mikil um-
gengni um nætur raskar svefnró manna.
Þá eru það samkvæmin sem oft geta
orðið fjörug. En þegar þannig stendur
á eru menn sjaldnast með miklar reki-
stefnur því það getur komið fyrir þá
sjálfa að halda smá samkvæmi og þeir
tækju því sennilega ekki vel ef verið
væri að finna að því við þá. Og svo get-
ur verið gaman að þessu stundum —
að minnsta kosti fyrir þá sem kunna að
gera sér mat úr slíku.
Einn versti hávaðinn sem maður
kemst í færi við er hávaðinn í útvarpi
kunningjans þegar maður er í heim-
sókn, Því er nefnilega oft svo varið
með þetta tæki að það er óvenju hátt
stillt. Eins getur verið ágætt að athuga
sitt eigið tæki — sér í lagi þegar heim-
sóknir standa fyrir dyrum. Það er á-
kaflega leiðinlegt að koma í heimsóknir
og þurfa að æpa til að geta haldið uppi
samræðum.
Á dansstöðum er alls ekki gert ráð
fyrir að menn tali saman. Sennilega er
ætlast til þess að menn sitji þarna prúð-
ir og stilltir og láti ekki á sér kræla.
Því er nefnilega þannig varið að mögn-
urum er komið fyrir um allan salinn,
en ekki aðeins við danssvæðið og auð-
vitað er hljómsveitin ekkert að draga
af sér. Og þegar menn vilja tala saman
þurfa þeir að beita öllum sínum radd-
styrk og það leiðir af sjálfu sér að þeg-
ar hljómsveitin gerir hlé eru menn
öskrandi út um allan sal.
Annars er það sagt að menn geti
beitt eyranu misjafnlega. Ef þú t. d.
ert í boði hjá Stebba og Sínu og ert að
tala við Sigga og Jón þá getur þú heyrt
hvað Óli og Vigga eru að segja hins-
vegar í stofunni þótt margt fólk sé á
milli, eingöngu af því að þú hefur meiri
áhuga fyrir þeirra spjalli.
Hávaði er víst viðkvæmt mál um að
tala. Víða erlendis hefur verið komið
á fót stofnunum sem hafa með höndum
hávaðarannsóknir. Þessar stofnanir
rannsaka umferðarhávaða, fara á vinnu-
staði og annað slíkt. Víða hafa verið
settar reglur um hámarks hávaða öku-
tækja og hljóðeinangrunum komið upp
í verksmiðjum og öðrum háværum
vinnustöðvum. Hér á landi er enn sem
komið er engin slík stofnun til, en þegar
er komið til landsins tæki, sem mælir
hávaða og vonandi verður þess ekki
langt að bíða, að hávaðanum, þessu
mikla vandamáli nútímans, verði gerð
viðhlítandi skil.
Evenþióðm
Framhald af bls. 27.
V2 dl. mjólk. 1 egg, lítið.
1 msk. pilsner. Salt.
Allt þeytt samna í deigið, smjörlíkið
brætt. Deigið geymt í V2 klst. Stingið
fiskbollunum ofan í deigið, ágætt að
stinga í þær með prjón. Steikið bollurn-
ar í fljótandi feiti, þar til þær eru gul-
brúnar. Leggið þær upp á þykkan papp-
ír. Bornar fram með remoulaðisósu.
Fiskisalat.
14 kg. kaldur soðinn fiskur heizt
lúða.
Lítil spergildós.
Grænar baunir. 2 pk. rækjur.
200 g. majonnes, þeyttur rjómi.
Harðsoðin egg.
Steinselja eða dill.
Hreinsið fiskinn vel og flakið hann
niður. Hleypið suðunni upp á rækjun-
um með dálitlum sítrónusafa. Síið
þær vel, einnig grænmetið. Lagt í lög-
um á fat, geymið nokkrar rækjur.
Hrærið 2—3 msk. af þeyttum rjóma
saman við majonesið og kryddið með
karry og rifnu, hráu epli. Hellt yfir
fiskinn og grænmetið.
Skreytt með harðsoðnum eggjum,
rækjum og einhverju grænu ef til er.
Barnaltökur
Kókostoppar.
225 g. dökkt súkkulaði.
1 tsk. plöntufeiti eða smjör.
5 tsk. kókosmjöl, fullar.
4—5 tsk. rúsínur.
3 tsk. súkkat, smátt, saxað.
Súkkulaðið brotið smátt, brætt yfir
gufu. Gætið þess að gufan komist ekki
að súkkulaðinu, þá verður það grátt
og matt. Þegar súkkulaðið er bráðið er
öllu hrært þar í. — Sett með teskeið í
toppa á smurðan pappír, látið storkna á
kældum stað, þó ekki í dragsúgi.
Lej§(n liísígátuiia . . .
Framhald af bls. 29.
hrifinn af. Guðmund Guðmundsson
,,skólaskáld“ eins og hann var oftast
nefndur í þá daga, þekkti ég á ísafirði,
þegar hann vann þar við blaðið ,,Val“,
sem Jónas Guðlaugsson, skáld gaf út. Ég
þekkti líka Jónas nokkuð. Guðmundi
kynntist ég betur hér í Reykjavík, enda
var hann ungum skáldum mjög innan
handar einsog líka Þorsteinn Gíslason,
ritstjóri.
Þórbergi Þórðarsyni, sem var nokkru
eldri en við „ungu skáldin“, kynntist
ég þegar 1911. Hann bjó þá í Bergs-
húsi við Skólavörðustíg svo sem frægt
er, en ég bjó í nágrenni við hann, á
Skólavörðustíg 4. Þá orti Þórbergur
kvæðið Nótt, sem birtist í ísafold og
vakti mikla athygli og aðdáun ekki sízt
hjá okkur skáldspírunum. Þórbergur
var mjög nákvæmur í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur og vandaði ákaf-
lega málfar sitt og stíl, enda hefur
árangurinn orðið eftir því. Hann hélt þá
þegar dagbækur og las mér sumt úr
þeim. Var það skemmtilegur lestur.
Hann var myrkfælinn með afbrigðum
og það var ég líka. Við komum oft til
Sigurðar Ó. Lárussonar sem seinna
varð prófastur í Stykkishólmi, en bjó
þá við Spítalastíg. Komu þangað margir
fleiri og voru þá oft sagðar mergjaðar
draugasögur. Endaði það alltaf með því
að fylgja varð okkur Þórbergi heim
að þeim lestri loknum og alla leið upp
í herbergi
Nokkru seinna kynntist ég Stefáni
frá Hvítadal. Hann orti mikið og þótti
efni í gott skáld. Hann fór síðar til Nor-
egs og dvaldi þar um hríð. Þegar hann
kom aftur var hann orðinn afbragðs
skáld og varð brátt þjóðkunnur. Ég tók
eftir því að hann leit á Davíð Stefáns-
son sem skæðan keppinut. sinn. Eitt
sinn mætti ég Stefáni á Lækjartorgi.
Hann tekur kvæði upp úr vasa sínum,
það var kvæðið Jörð, -— hampaði því
framan í mig og sagði: Nú skulu þeir
sjá hvor er meira skáld ég eða helv ... .
hann Davíð.
Guðmundur Frímann og Kristmann
Guðmundsson ortu ósköpin öll þegar
CLOROX
Fjólubláa blævatnið „CL0R0X“ inmheldur ekk-
ert klórkalk né önnur brenniefni og fer því vel
með þvottinn. „CLOROX“ er einnig óviðjafnan-
legt viS hreingerningar og til sótthreinsunar.
Efnagerð Austurlands h.f.
32
FALKINN