Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 23
hefur hún aldrei séð móður sína fyrr.
Þannig hefur hún yfirleitt aldrei séð
nokkra manneskju. Svo æsta og örvingl-
aða.
Það er mér að kenna. Kristín ásakar
sjálfa sig. Hún hefur komið móður sinni
úr jafnvægi og valdið öllum þessum
vandræðum. En hún þarf ekki að segja
nema þrjú orð til þess, að allt komist
í samt lag á ný. Ein þrjú orð: Ég verð
kyrr! En er henni leyfilegt að vera hér
kyrr? Hennar er brýn þörf heima í
Nestelborn. Faðir hennar er í hættu. Nú
þarf hann hennar hjálpar við, fremur en
nokkru sinni fyrr.
En móðir hennar þarfnast einnig að-
stoðar hennar, einmitt á þessari stundu,
þessu andartaki!
Hingað til hefur Kristín talið sig
flutta frá Nestelborn fyrir fullt og allt,
og að þangað ætti hún ekki aftur-
kvæmt framar. Nú hafa örlögin hag-
að því svo, að enn á hún um tvennt að
velja. Annað hvort hinna tveggja nán-
ustu skyldmenna sinna. Hinu verður
hún að bregðast, hún á ekki annars úr-
kosta. En hvoru? Föður sínum eða móð-
ur?
Enn heyrist ómur, lengri en áður.
Litla rauða ljósið deplar. Fimm mínút-
ur. Að fimm mínútum liðnum á Marion
Gaspadi að ganga inn á sviðið.
Búningskonan tekur að hneppa langri
röð af hnöppum á kjólbaki Marion. —
Nei, látið þetta vera, segir frúin reiði-
lega. — Þér heyrðuð hvað ég sagði . . .
ég syng ekki í þetta sinn!
— En frú Gaspadi, svona getið þér
ekki ...
Marion stappar í gólfið. ■—• Látið þér
mig í friði!
Felix frændi kemur. Leiksviðsstjór-
inn hefur sótt hann út í forstjórastúk-
una, þar sem þeir Alfreð sátu. Felix
frændi er ímynd róseminnar.
— Ég heyri sagt, að þú sért skyndi-
lega hætt við að syngja,vina mín? segir
hann undur rólega.
— Ég hef orðið fyrir hræðilegri geðs-
hræringu. Mér er ómögulegt að koma
fram á leiksvið. Gerið sem ykkur sýn-
ist. Rödd Marion er aðeins hljómlaust
tuldur. Það er eins og hún sé fullkom-
lega sinnulaus.
— Og þér er það full alvara?
Kristín hleypur til móður sinnar og
vefur hana örmum. — Gerðu það fyrir
mig, að valda þeim ekki vandræðum,
mamma! Ég vil allt til þess vinna, að
þú megir jafna þig! Ég skal ...
Felix frændi grípur um mitti Kristín-
ar og ýtir henni hógværlega til hliðar.
— Fyrst Marion vill það ekki, segir
hann, — er ekkert við því að gera ...
Hann snýr sér að leiksviðsstjóranum,
sem stendur eins og á nálum í dyra-
gættinni. — Þá verður ungfrú Petra
litla Karlsen að taka hlutverkið að sér
þegar í stað! Heppni var, að hún skyldi
hafa æft það!
Ungfrú Karlsen! Því sem alvarlegar
áminningar og eindregnar bænir hafa
ekki fengið framgengt — getur nafn
þessarar ungu listakonu — Petru Karl-
sen — kippt í lag á svipstundu. Marion
réttir sig upp í sætinu og lítur til Felix
frænda með ferlegum reiðisvip. En hún
hefur hrist sljóleikann af sér. Hún
skoðar andlit sitt nákvæmlega í spegl-
inum, og tekur að farða sig og dypta.
Hún hefur ekki heldur neitt við það
að athuga, þótt búningskonan haldi
áfram að hneppa að henni kjólnum og
lögð sé síðasta hönd á hársnyrtinguna.
Leiksviðsstjórinn er horfinn. Ómur
af tónlist heyrist inn um rifu með hurð-
inni. Forleikurinn.
Leikstjórinn kemur þjótandi. — Frú
Gaspadi! Inn á sviðið ... Hann varpar
kápu yfir naktar axlir hennar og lyft-
ir henni upp af stólnum, dregur hana til
dyra. Og sem hún hraðar sér fram gang-
inn við hlið hans, trallar hún létt lag
til þess að mýkja röddina. Þannig hef-
ur hún á svipstundu tekið á sig gervi
þeirrar persónu, sem hún á að túlka
inni á sviðinu.
TJÖLDIN líða til hliðar og Marion
Gaspadi gengur inn á leiksviðið, en
tónlistin frá hljómsveitargryfjunni tek-
ur undir. Hinn mikli áhorfendasalur
leikhússins er þéttsetinn gestum og í
aftari sætum niðri situr Frans Ektern.
Hann er ölvaður, en þó er rödd Marion
svo fögur, að hann hlustar hrifinn og
hreyfingarlaus. Honum er það hulin
ráðgáta, að þessi himneska vera uppi á
sviðinu skuli eitt sinn hafa verið eigin-
kona hans.
Söngleiknum heldur áfram með sín-
um hætti, unz komið er að því atriði,
þegar aðalpersónan dregur Marion í
arma sína og hrópar: — Þú ert mín að
eilífu!
Þá gerist hneykslið. Malarinn rís
hægt og þunglega á fætur, eins og
framandi vald ráði gerðum hans. Hann
horfir' á konu sína í örmum annars
manns! Konuna, sem einu sinni var
hans. Hana, sem hann elskaði, þá einu
sem hann hefur nokkru sinni elskað.
Hann lýtur áfram sínum tröllaukna
búk, og tekur báðum höndum um bak
stólsins, sem fram undan honum er.
— Setjist þér niður! er hrópað með
kvenrödd bak við hann ... og fjórir eða
fimm aðrir taka undir: — Setjist þér!
— Sleppið henni! öskrar malarinn
upp á leiksviðið.
Tónlistin er hljóðnuð.
Það er sem leikendurnir á sviðinu
hafi stirðnað í faðmlögunum. Marion
lítur skelfd niður í salinn yfir öxl mót-
leikara síns. Hún kemur auga á malar-
ann og liggur við að líði yfir hana. Hvað
hyggst hann fyrir? Ætlar hann að hefna
sín með því að vekja hneyksli?
Framh. á bls. 24
FALKINN 23