Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 17
»••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••»
stólinn og kaupa annan lampaskerm
og peru. Það var nú ekki svo alvarlegt.
Verra ef húsmóður minni, þessari elsku-
legu og fram úr skarandi þrifnu konu,
kynni að mislíka þetta. Hún, sem hvergi
mátti sjá blett eða hrukku, og mér
hafði skilizt það þegar hún leigði mér
herbergið, að hún ætlaðist til að ég
gengi snyrtilega um. Og það hafði ég
sannarlega ætlað að gera. Og nú þurfti
þetta endilega að koma fyrir, og allt
vegna einnar flugu.
Andstyggðar breddan þín, sagði ég,
og gnísti tönnum af bræði. Ég skal svo
sannarlega launa þér lambið gráa.
Ég fór nú að tína glerbrotin upp af
gólfinu, og lét sem ég heyrði ekki til
flugunnar, hvernig hún hamaðist, en
hugsaði af alefli upp eitthvað áhrifa-
ríkt bragð til að sigra meinvættina.
Hér dugðu engin vettlingatök. Ekkert
nema þaulhugsuð stórárás gat fært mér
sigurinn.
Og þá mundi ég eftir skordýraeitrinu.
Ég flýtti mér með glerbrotin í rusla-
fötuna, og fór að leita að eitrinu. Mikið
rétt, þarna var það, hátt uppi í skáp í
þvottahúsinu, svo börnin næðu ekki í
það. Það hlakkaði í mér görnin. Sú
skyldi ekki kemba hærurnar. Ég vissi
að þetta var ægilega sterkt eitur, hafði
séð húsmóðurina beita því í viðureign
við ýms skordýr, sem hún auðvitað gat
ekki þolað í sínum húsum. Eitrið var í
litlu boxi með skrúfuðu loki. Fyrst átti
maður að skrúfa lokið af, og styðja
svo á lítinn tappa með gati, og þá úðaðist
eitrið út, og felldi miskunnarlaust til
jarðar hverja þá pöddu, sem fyrir því
varð, fljúgandi eða skríðandi.
Ég hristi boxið, jú eitthvað virtist vera
í því, þó lítið væri, en áreiðanlega nóg
til að drepa eina flugu, jafnvel þó hún
væri eins stór og þessi, sem nú skyldi
vega að.
Ég læddist á tánum inn til mín aftur,
ég ætlaði ekki að láta fluguna gruna
neitt, lofa henni að djöflast lyst sína,
og svo allt í einu ætlaði ég að sprauta
yfir hana, þegar hún ætti sér einskis
ills von.
En þegar ég kom inn í herbergið
aftur, brá mér heldur í brún. Flugan
sást hvergi. Hins vegar voru tvær aðrar
mikið minni komnar í staðinn. Mikið
þó í helvíti, varð mér að orði. Jæja,
sú stóra hafði náttúrlega farið út um
gluggann, sem enn var gal opinn, en
þessar komið til baka. Sigurglaður sóp-
aði ég þeim með bréfsnepli út um glugg-
ann, sprautaði svo talsverðu eitri í
gluggann og út um hann líka, ef vera
kynni að fleiri vágestir væru þar á
sveimi, og myndu þá forða sér, er þeir
fyndu lyktina, og þá var líka búið úr
boxinu. En það gerði ekkert til, ég gæti
afsakað það fyrir húsmóðurinni, strax
og hún kæmi heim, og keypt svo annað
á morgun. Ég fór fram með boxið og
gekk síðan blístrandi og glaður inn til
mín aftur. En skrambi var nú lyktin
af eitrinu óþægileg. Ég kveikti mér í
sígarettu, tók bók, _ sem húsbóndinn
Framh. á bls. 28.
FÁLKINN 17