Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 11
„Guði sé lof, að þér eruð komnir. Hún getur ekki dregið andann og hef- ur hræðilega verki í brjóstinu og hóstar. Hún getur alls ekki dregið andann og brennur eins og eldur. Hjálpið henni, læknir......Káti Jumbo hefur yfirgefið okkur umsvifalaust.“ „Hvað segið þér?“ hrópaði ég. „Er hann farinn og hefur skilið ykkur eft- ir hér alein?“ „Einmitt, læknir.“ „Ég er ekki læknir.“ „Jumbo lofaði að senda lækni frá þorpinu," útskýrði maðurinn með hlátri, sem lýsti meiri örvæntingu en grátur. „En Jumbo stendur aldrei við orð sín. Hann hugsar aðeins um sjálfan sig. Hann hefði ekki átt að skilja okkur eftir hér í rigningunni, þegar Dolores hafði háan hita. Hann gæti ekki verið þekktur fyrir það.“ „Hefðuð þér ekki getað hlaupið sjálfir eftir lækninum?“ segði ég. „Ég hef brotið annan öklann og vinstri úlnliðinn. Sjáið hve ég er útataður Þér getið vissulega séð, að ég hef reynt.“ Konan geispaði milli stuttra og sárs- aukafullra hóstakasta: „Alma de mi corazón — sál hjarta míns — farðu ekki frá mér. Svo kalt, svo heitt, svo kalt. Lofaðu, að fara ekki frá mér.“ „Nei, ég mun fyrr láta hengja mig — og það gerir Dot líka, ekki satt, Dot?“ Hundurinn gelti til að svara og stóð á afturlöppunum og dansaði. Maðurinn sagði þreytulega: „Hún er frá Mexíkó. Þetta alma de mi corazón — það meinar hún. Það þýðir í rauninni sál hjarta míns. .... Getur maður sagt nokkuð fegurra við þann, sem maður elskar, þegar maður meinar það.....Þér eruð eftir á að hyggja ekki læknir. Ég hafði þó vonað, að þér væruð það. Ef til vill viljið þér hjálpa okkur, herra. Vegna miskunnar guðs......Hún og ég heyr- um ekki til þessum venjulegu hrossum, sem þvælast á þjóðvegunum. Þér verðið að trúa mér, herra. Við erum raunveru- legir listamenn. Ég veit, að fínn herra, eins og þér, álítið okkur einskis virði, af því að við lifum slíku flökkulífi. En ef þér vilduð vera svo góður, að sækja lækni til okkar, af því að konan mín þjáist af hitasótt, og ég er bjargar- laus......“ Stúlkan greip um hönd hans og hvíslaði: „Ekki fara, láttu mig ekki vera aleina. Lofaðu mér því.“ „Róleg, elskan. Ég og Dot verðum hjá þér. Og hér er herra, sem ætlar að sækja lækni til þín. Hundurinn hefur reynt, en hann kom aftur með blóðugt trýnið. Einhver hlýtur að hafa sparkað í hann.“ „Missið ekki kjarkinn,“ sagði ég. „Ég skal vissulega ná í sjúkrabíl eða lækni. En takið eitthvað af þesum blautu fötum af henni og leggið jakkann minn yfir hana. Hann er að minnsta kosti þurr,“ sagði ég og fór úr jakkanum. „Alein. Það er hræðilegt, að vera al- ein. Dot getur farið með yður, ef þér viljið. Guð blessi yður. En ég er hrædd- ur um, að það sé til einskis gagns,“ hvíslaði hann í örvæntingu. Stúlkan heyrði það og sagði hátt og greinilega: „Nei, til einskis gagns. Ekki fara. Fögur rödd. Segðu honum ... . “ röddin dó út í tveim korrandi geispum. „Róleg, elskan. Hann fer bráðum.“ „Bráðum. Kalt. Einmana.......“ „En Dolores, þú ert þó ekki einmana ásamt mér og Dot?“ „Einmana. Einmana. Einmana........“ Manninum var tregt tungu að hræra. Hann reyndi að tala eðlilega, en öðru hvoru brast rödd hans eins og hjá dreng, og hann reyndi að dylja það með hlátri, sem varð að snökti. Meðan hann sagði frá, hélt hann í hönd stúlkunnar til að hugga hana, og oft var hann truflaður af ýlfri hunds- ins. „Þeir kalla mig Alpha, af því að stúlkan mín heitir Beta. Það er hið rétta nafn hennar, stytting úr Beatriz Dolores. En ég heiti í rauninni Alfred. Þeir kalla okkur fífl, en Dolores er listamaður. Ég get steypt stömpum og farið í heljarstökk, en Dolores er snill- ingur. Dolores og hundurinn.....Þetta er erfitt líf og hryssingslegt. Ég var áður nokkurs konar fífl, þangað til ég hitti Dolores í Southampton, þar sem hún hafði verið yfirgefin af óþokka nokkr- um, sem átti brúðuleikhús, en varð gjaldþrota og stakk af frá Dolores án frekari vafninga. Ég trúi því fastlega, að þér hljótið að hafa heyrt getið um atriði okkar, Alpha, Beta og Dot? Nú, þér eruð ókunnugur hér, herra? Ég vildi óska, að þér hefðuð séð okkur. Ég er að vísu aðeins sá, sem ber. Ég er vanur að koma veltandi inn á sviðið og fara nokkur heljarstökk og Framh. á bls. 3«. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.