Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.12.1962, Blaðsíða 6
ekkert blað er lesandi, á út- varp ekki hlustandi vegna þeirra. En út yfir tekur hvern- ig auglýst er. Ein ómerkiieg skrudda er kannski auglýst eins og um heimsbókmenntir væri að ræða, og höfundurinn hafinn upp til skýjanna ef ekki lengra upp, ef bókin er um hina vinsælu andatrú, sem virðist vera aðalathvarf fólks í þessu guðs volaða landi. f sjálfu sér er ekkert við það að athuga, þótt bók eða hlutur sé auglýstur, en þegar keyrir um of, þá getur tilvonandi kaupandi verið búinn að fá nóg af öllu skruminu og aug- lýsing virkar þá þveröfugt við það, sem henni var ætlað að gera. Mér finnst að auglýs- endur ættu að athuga þetta atriði, áður en þeir leggja út í stórkostlegan hernað í blöð- um og útvarpi. Annað atriði langar mig líka til að benda á, en það eru hinar svokölluðu snobbútgáfur bóka. Bók er kannski gefin út í 100 ein- tökum, bundnum í geitar- skinn og tilheyrandi með eig- inhandaráritun höfundarins. Slíkt fyrirkomulag á ekki að þekkjast hjá stórum bókafé- lögum, sem hafa um árabil kallað sig bókafélög alþýðu. Bækur, sem gefnar eru út hjá slíkum félögum, eiga að vera í stóru upplagi og mátulega dýrar, en ekki í litlu upplagi fyrir snobba og burgeisa, sem hafa efni á því að eyða þús- undum króna í bækur í sín eigin bókasöfn. M. M. Svar: Viö erum sammála bréfritara aö mestu leyti, en snöbbútgáfa sú, sem liann drepur á, mun koma út í stcerra upplagi, og þá vœntanlega í 2. útgáfu fyrir blessaða alþýöuna. Lélegar eldspýtur. Kæra pósthólf. — Venju- lega er ég ekki með neitt kvak og kvabb í kjaftadálkum blað- anna hér í borg. Nú get ég ekki á mér setið að rífast út í eitt okurfyrirtæki, sem selur svo lélega vöru, að það er fyrir neðan allar hellur. Hér er um að ræða afsprengi gömlu einokunarverzlunarinn- ar, Áfengis- og Tóbakseinka- sölu ríkisins. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa lítið brennivín keypt af þeim, en hins vegar er ég mjög háður tóbaksvörunum og eldspýtun- um, því að ég er einn úr Keðjureykingaklúbbnum, sem 6 FÁLKINN Heildsölubirgðir: Sterling h. f. Höfðatúni 10. Sími 13649, 11977. NÝTÍZKU HÖSGÖGN ELDHÚSSETT FALLEG • VÖNDUÐ ÖDYR. SENDUM UM ALLT LAND HNOTA HÚSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 -— Sími 20820. Góðu áformin. -------— Þið eruð alltaf að prédika í þessu pósthólfi, svo að mig langaði bara til að spyrja ykkur einnar sam- vizkuspurningar. Eg vona, þið reiðist mér ekki, þótt ég spyrji svona: „Hvernig ætlið þið að byrja nýja árið?“ Svar: EVns og venjulega með timbur- mönnum. Úrklippumar. Komdu blessaður og sæll Fálki góður. — Ég sendi þéi hér eina úrklippu — úr Vísi, sem mér finnst þess virði að hún birtist í úrklippusafninu, það finnst mér skemmtileg- asti hluti blaðsins hjá ykkur Beztu kveðjur. J. M. Fornsalar og gamlir munir. Herra ritstjóri. — í 43. tbl. þessa árgangs rakst ég á ágætt viðtal við fornsala nokkurn. í því tilefni datt mér í hug að skrifa ykkui um svolítið, sem ég hef lengi haft áhuga á. En það er, að hér í Reykjavík er engin verzlun, sem selur gamla list muni. Hana vantar algerlega Alls staðar sem ég dvelzt : menningarlöndum hafa verið til slíkar verzlanir, en hér ei hvergi hægt að fá keypta gamla listmuni. Safnari. Svar: Viö viljum aöeins benda bréf- ritara á, aö öðru hvoru eru haldin hér í borginni listmuna- uppboö, þar sem gamlir listmun- ir og nýir eru boðnir upp til sölu. Hann ætti aö bregöa sér á slíkt uppboö einhvern daginn. Makt auglýsinganna. Kæru herrar. — Lifað hef ég mörg jól, en aldrei önnur eins kaupsýslujól. Þegar jólin nálgast þá er eins allt brjál- ist, kaupmenn taka að telja peninga snemma í nóvember og almúga fólk verður sér úti um aukajobb til þess að hafa nógan pening um jólin. Síðan byrja auglýsingarnar, það er Ijóti ófögnuðurinn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.