Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 8
Mikið hefur verið rætt um námskeið fyrir karlmenn, sem Tízkuskólinn heldur um þessar mundir. FÁLKINN fékk að vera viðstaddur eina kennslu- stund og á næstu fjórum síðum lýsum við henni í máli og myndum. Þátt- takendur eru tíu og við segjum frá hvernig þeirn er kennt að ganga, fara úr og í frakka og fleira. í fyrravetur brugðum við okkur í heimsókn í Tízkuskólann að Laugavegi 133 og ræddum við skólastýruna, frú Sigríði Gunnarsdóttur, en skól- inn hafði þá starfað í hálft ár og eingöngu kennt kvenfólki. Þá spurðum við Sigríði hvort hún hyggðist ekki kenna karlmönnum líka. Hún sagð- ist hafa það 1 huga og nú er það orðið að raun- veruleika. Námskeið stendur yfir um þessar mundir þar sem karlmönnum er kennd sómasam- leg framkoma og sitthvað fleira. Þar sem þessi starfsemi hefur verið talsvert til umræðu, datt okkur í hug að lesendum þætti gaman að kynnast henni ögn nánar og þá ekki sízt karlmönnunum. Við gerðum því ferð okkar þangað og fengum að vera viðstaddir eina kennslustund. Þegar við komum voru frímínútur og nemend- ur að spóka sig frammi á gangi og spjalla saman. Okkur gafst því tóm til að ræða við skólastýruna áður en tíminn hófst. — Og hvað er það svo sem karlmönnum er kennt hér? — Það er nú fyrst og fremst framkoma. Við kennum þeim að ganga rétt og koma fram án þess að vera þvingandi eða óeðlilegir. Við bend- um þeim á heilsusamlegt mataræði og kennum þeim almenna borðsiði. Þá kennum við þeim kurteisi og látlausa framkomu. Þeim er leiðbeint um hreinlæti og rakari kemur og segir til um hársnyrtingu. Þá eru tímar þar sem þeim er leiðbeint í sambandi við klæðnað og leikari kem- ur hér og segir til í framsögn. í síðasta tímanum ganga þeir svo undir nokkurs konar próf og þeir gagnrýna þá um leið hver annan, og koma þá með fyrirspurnir sem þeim liggur á hjarta. — Hvað stendur námskeiðið lengi yfir? — Það stendur í þrjár vikur og er um fimmtán tímar. Ég geri þó ráð fyrir að næsta námskeið verði aðeins lengra því við höfum hug á að bæta við lítils háttar leikfimi. — Og hvað er námsgjaldið? — Það er um fjórtán hundruð krónur. — Hvernig er aðsóknin? — Þetta er fyrsta námskeiðið og þátttakendur eru um tíu. Við byrjum fljótlega með annað og það eru komnar nokkrar pantanir í það. Ég held að þetta muni verða vinsælt hjá karlmönnum ekki síður en konum. — Eru menn nokkuð feimnir? — Nei, ekki mundi ég segja það, nema þá helzt í fyrsta tímanum, en það lagast fljótlega. — Heldurðu ekki, að menn setji nafnið á skól- anum fyrir sig? — Það má vel vera að svo sé. Ég man t. d. eftir manni, sem hringdi og vildi gjarna vera með, en hann vildi fá að koma inn bakdyra- megin. Þegar við stofnuðum þennan skóla var ekki gert ráð fyrir að hér yrði annað en kven- fólk. Það var dálítið erfitt að velja nafnið og við hringdum í norrænufræðing o$ spurðum hann ráða með þetta. Af þeim nöfnum sem til greina komu leizt honum bezt á þetta. Tilgang- ur skólans væri sá að kenna fólki fágaða og lát- lausa framkomu og slíkt væri alltaf 1 tízku. Erlendis eru skólar sem þessi ekki síður vinsælir hjá karlmönnunum og víða sitja þeir fyrir störf- um sem slíka skóla hafa sótt. Einkum þeir sem vinna við afgreiðslustörf. — Þið eruð ekki með einkatima? — Nei, og ég er mjög andvíg slíku. Menn hafa ekki eins gott af að sækja einkatíma og námskeið. Þegar þeir eru í einkatíma eru þeir eins og við viljum hafa þá en gleyma svo öllu þegar út á götuna er komið. Sæki þeir námskeið yfirvinna þeir feimnina, því þeir þurfa að æfa sig hver frammi fyrir öðrum og fá þannig örugga og eðlilega framkomu. — Eru karlmenn yfirleitt feimnir? — Þeir eru það margir, en þetta er nú upp og ofan eins og gengur. Ég þekki t. d. mann, sem er ákaflega illa við að ferðast einsamall í strætis- vagni. Hann gengur heldur heim, en að fara einn. Ef við verðum varar við það, að þeir séu feimnir, þá reynum við að hjálpa þeim að vinna bug á þvi. En ég held að þessi feimni sé mjög að hverfa hjá íslenzkum karlmönnum. Þeir mættu stundum vera glaðari á svipinn. Ég held að það sé mjög heppilegt fyrir foreldra að senda börnin sín á dansskóla. Þar læra þau óþvingaða framkomu. — Kennið þið nokkrum hópum hér eins og t. d. þjónum? — Nei, við höfum ekki verið beðin um það. Og nú fer tíminn senn að hefjast og við spyrj- um hvað sé á dagskrá. — Það er gönguæfing. — Kennir þú ein í þessum tíma? fágiií og Iéos fr 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.