Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 10
KARLMENN í TÍZKUSKÓLA — Nei, við erum tvær. Hún heitir Guðný Árnadóttir sú sem er með mér. Við göngum í salinn og erum kannski dálítið feimnir, því að við höfum ekki verið í tlzkuskóla og þeir sem þarna eru inni eru vísir til að gagnrýna okk- ur, þótt þeir hafi ekki orð á því. — Má ég kynna, segir Sigríður og kynnir okkur fyrir hverjum einstökum. Þeir hneigja sig aðeins um leið og nafn þeirra er nefnt, og við gerum eins og reynum að vera hinir mannalegustu, og sá ótti sem við bjuggumst við virð- ist vera alveg ástæðulaus. Okkur er boðið sæti í einum stólnum og kennslan hefst. — Nú skulum við fyrst æfa okkur í að fara í og úr frakka, segir Sigríður. Þið gangið þarna inn eftir og farið í frakkann, og hneppið honum að ykkur. Þið getið horft á ykkur í speglinum um leið, Svo snúið þið ykkur við, hneppið frá ykkur frakkanum og farið úr honum. Þið skuluð gæta þess að vera ekki of stífir, heldur eðlilegir og það skaðar ekkert að brosa aðeins. Það var vöknuð hjá okkur forvitni. Að fara úr og í frakka, það virðist vera ákaflega einfalt. Og þó! Stundum kem- 10 FÁLKINN ur það fyrir, þegar maður er í bíó og er á leiðinni út, að maður fær óþarfa pústra frá þeim sem er að klæða sig í frakkana sína. Að vísu tekur maður slíku ákaflega vel og segir ekkert þegar hlutaðeigandi biður afsökunar ef hann þá gerir það. (Svo skirpir maður tönn- inni, sem losnaði, út úr sér fyrir utan). — Þið munið að maður fer í hægri ermina fyrst, heldur kennarinn áfram og heldur um hægri boðunginn með vinstri hendinni. Og hver er fyrstur! Á meðan Sigríður hefur talað hafa þeir raðað sér í röð, haldandi á frökk- unum í hægri hendinni. Og sá fyrsti leggur af stað ófeiminn og hiklaust. Og þetta virðist ætla að ganga vel hjá honum. Hann rennur í hægri ermina og síðan þá vinstri, hristir sig aðeins í öxlunum og er kominn í frakkann og byrjaður að hneppa. — Nei, þú skalt ekki hrista þig svona í öxlunum. Það er alveg óþarfi. Við skulum reyna aftur. Og nú gengur það vel og þeir fara hver á eftir öðrum og ef eitthvað bregð- ur út af, þá eru þeir látnir endurtaka æfinguna. Og næst er að æfa göngu með regn- hlíf. Þeir eru áfram í frökkunum og setja nú upp hattana og taka sér regn- hlif í hönd. Kennarinn segist vona að þeir hafi æft sig heima eins og sett var fyrir. — Þið munið að regnhlífin er ekki til að styðja sig við. Svo munið þið að vingsa henni ekki of mikið. Þegar þið snúið ykkur við skuluð þið stanza að- eins og brosa til okkar. Sá fyrsti fer af stað, setur sig tals- vert í herðarnar og hallar sér áfram, en hann er þegar í stað stöðvaður. — Bíddu nú aðeins við. Það liggur ekkert á og svo skaltu minnast þess, að þú ert ekki að ganga upp brekku því þú ert á sléttu gólfi. Vertu beinn og ekki of stífur. Hann reynir aftur og nú gengur það vel. Svo koma þeir hver á eftir öðrum, og það er eins og áðan, að ef eitthvað er athugavert, eru þeir stöðvaðir og látnir reyna aftur. Þeir taka slíku vel og eru auðsjáanlega algjörlega lausir við feimni og láta sem við séum ekki til, þótt Ijósmyndarinn sé af og til að smella af. Og þá er komið að því að æfa að ganga upp tröppur. í einu horninu eru

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.