Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 11
Nokkrar svipmyndir úr kennslustund- inni. Nemendur æfa sig að ganga með regnhlíf, fara úr og í frakka og fleira undir leiðsögn Sigríðar Gunnarsdóttur og aðstoðarkennara hennar. TEXTI: JÓIM ORIUAR tröppur og upp á fjögur þrep og þegar þau hafa verið gengin, þá er svolítill pallur, snúið við og gengið niður aftur. Og þeir fá athugasemdir um leið og þeir ganga. — Ekki skálma! — Ekki lyfta fótunum of hátt! — Ekki halla sér fram! — Ekki fattur! — Brostu svolítið! Á eftir tröppugangnum eru menn látnir fá sér sæti, utan einn sem sendur er á bak við bambusþil. Bambusþilið er í þessu tilfelli ekki það sem þeir tala um í pólitíkinni, heldur ósköp venju- legt bambusþil, eða kannski réttar sagt veggur fyrir öðrum enda salarins, og þar á bak við er spegill pg snyrtiborð ásamt einhverjum ósköpum af smyrsl- um og öðrum fegrunarlyfjum, sem við kunnum engin skil á. Og nú á sá sem sendur var á bak við að koma fram fyrir aftur, ganga um salinn upp tröpp- urnar aftur og svo fram. Hinir sem inni sitja eru nú hættir að vera nám- skeiðsfélagar og kennarar, en eru ókunnugt fólk sem hann hefur aldrei séð áður. Það situr þarna og bíður eftir honum og mun vægðarlaust gagnrýna hann. Hann hverfur á bak við þilið og það líður dágóð stund án þess hann komi aftur. — Ertu ekki að koma? — Jú, ég er að greiða mér, augna- blik. Svo birtist hann og tekur fyrstu skrefin inn eftir salnum. — Nei, nei, þú verður að koma aftur og settu ekki höfuðið í þessar óskapa stellingar. Hann reynir aftur og kemst nú að tröppunum án þess að verða stöðvaður. Hann fer þrisvar í tröppurnar og þá er hann orðinn góður, en verður að endurtaka alla æfinguna. Og nú tekst IUYIMDIR: JÓHAMM VILBERG honum vel. Þannig gengur þetta fyrir sig mann fram af manni. Og það er sitt af hverju sem þarf að laga og þó stundum sé brosað eða hlegið taka menn því með stakri ró, brosa á móti — og reyna aftur með betri árangri. Þetta er skemmtilegur og fjörugur hópur. Þegar tíminn er úti tökum við þá tali og spyrjum um starf þeirra. Einn er húsasmiður, annar vinnur á skrif- stofu, þriðji er í múrverki, fjórði sölu- maður o. sv. frv. — Hvernig fellur ykkur námið? — Alveg prýðilega. Þetta eru svo góðir og elskulegir kennarar sem við höfum. — Og þið eruð ekkert feimnir? — Ja, svolítið í fyrsta tímanum, en við vorum fljótlega læknaðir af því. — Og munduð þið ráðleggja öðrum að fara í skólann? — Já, mjög eindregið. Sérstaklega þeim sem að eðlisfari eru feimnir. Þetta vekur aukið sjálfstraust. -—- Verðið þið ekki „krítískir“ á aðra karlmenn? — Nei, ætli það. En það má búast við að aðrir verði ,,krítískir“ á okkur. — Og þið munið eftir þessu, þegar þið eruð komnir úr skólanum. — Já, og svo reynir maður að halda þessu við. Ef það yrði framhaldsnám- skeið þá mundi maður mæta þar. Við þökkum fyrir okkur og hverfum úr hlýjunni í kuldann fyrir utan. En við segjum ekki frá því, sem við gerð- um um leið og við gengum niður Lauga- veginn. En ef til vill verður hann okk- ur minnisstæður karlinn, sem við mætt- um niður við Kjörgarð, sneri sér við og sagði: — Þeir eru skrýtnir þessir að fara úr frökkunum í hörkufrosti! Or. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.