Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 17
Páll var iðinn við kolann, og fann tarátt af kænsku sinni og refslegri lagaþekk- ingu, leið til að klófesta jörðina. Það var kvöld eitt á Staðarhóli, að Páll bauð sveinum sínum að vera árla á fótum að morgni og búna til ferðar. Þeim þótti þetta undarlegt, þar sem þetta var á sumri og leit út fyrir góðan heyþurrk að morgni og nóg að starfa á búinu. Árla morguninn eftir bjóst Páll til ferðar, vel búinn af liði, týgj- um og vopnum. Hann hélt með föru- neyti sitt sem leið liggur yfir Gilsfjörð og síðan vestur Króksfjörð. Lét hann það uppskátt í áningarstað einum, að sér myndi takast að ná eignarhaldi á Reykhólum í dag, ef sér tækist að ná þangað áður en langt væri liðið á dag, og hann fengi við komið ráðum sínum. Förunautum hans þótti þetta ósenni- legt, en efldu heldur vonir hans til kaupanna. Þegar Páll kom með föruneyti sitt til Reykhóla, var síra Þorleifur með fólki sínu á töðuvelli, því að þurrkur var hinn bezti. Páll sneri ekki til fund- ar við prest, heldur stefndi til kirkju. Hún stóð opin eins og títt var. Hann gekk þegar í kirkju og inn að altarinu og lauk upp skápum þess, og fann fljótlega það, sem hann kaus. En það var bók fornleg og stakk henni í barm sér og gekk síðan út á tún til prests og heilsaði honum vel. Ræddu þeir saman um stund um veðrið og fleira, sem var að hætti hins venjulega, bú- skap og veiðihorfur. En þar kom brátt, að Páll sneri umræðunum að öðru. Hann innti klerk eftir, hvort Reykhól- ar væru falir, ef hann innti af hendi verð álitlegt. Prestur synjaði kaupanna sem fyrr og ræddu þeir um þetta vanda- mál um stund. En allt í einu dró Páll bókina fornu úr barmi sér og sýndi klerki. Honum brá allmikið þegar hann kenndi bókina. En Páll spurði hann, hvort þessi skrudda gæti ekki komið til leiðar, að Reykhólar yrðu sér falir. Þorleifur varð allur annar eftir að hann sá að Páll hafði náð í bókina, og varð órór mjög. Páll hóf þegar í stað á nýjan leik fölunina á Reykhólum og varð Páli nú föl jörðin fyrir sæmilegt verð. Galt hann presti kaupverðið ríf- lega. Mörgum þóttu tíðindi mikil, er þeir fréttu, að Páll hafði hreppt Reyk- hóla. Sumum þótti kaupin undarleg, og reyndu að hræra í klerki að rifta þeim, en það kom fyrir ekki. Hann hélt fast og ákveðið við gjörða samninga. Brátt fréttist, hvernig kaupin höfðu til borið. Skömmu síðar flutti Páll að Reyk- hólum og bjó þar lengi. Hann var sýslu- maður í Barðastrandasýslu og ísafjarð- arsýslu og var valdsmaður mikill. Ris- ótt orð fór af sýsluvöldum Páls, sérstak- lega í ísafjarðarsýslu. En aftur á móti lýsir Jón lærði Páli sem góðum valds- manni í Strandasýslu. „Það var lukka vorrar sýslu, er hann var þar sýslu- maður í mínum uppvexti.“ En ísfirð- ingum féll ekki eins vel við Pái sem yfirvald. Þeir kærðu hann fyrir höfuðs- manni árið 1596, eftir að þeir höfðu haldið fund um málið. Átta menn, allir merkir, rituðu undir kæruna, og sumir tengdir Páli, eins og Sæmundur Árna- son á Hóli í Bolungarvík, sem kvænt- ur var bróðurdóttur Páls. Einnig ritaði Sveinn Símonarson í Holti undir hana, en hann átti síðar Ragnheiði, dóttur Staðarhóls Páls. Kæruatriðin voru fimm er ísfirðing- ar lögðu aðaláherzluna á gegn Páli og voru einkum í því fólgin, að Páll hafði að engu dóma og úrskurði hinna fyrri sýslumanna, að hann hafði engan lög- sagnara í sýslunni í heilt ár, og þar af leiðandi væri margt í ólagi um sýslun Framh. á bls. 38. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.