Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 16
Tak eigi i. Að afstöðnum siðskiptum hér á landi, fór í hönd óöld nokkur, hvað áhrærði rétt manna til eigna og ýmissa rétt- inda fornra. Valdamenn og umboðs- menn konungs fóru í fararbroddi að svæla út eignir af bændum og yfirleitt öllum, sem þeir þorðu til við. Þó að aðferðir kaþólsku kirkjunnar væru oft á tíðum hæpnar og illar, fóru þó höfð- ingjar veraldlega valdsins á síðari hluta 16. aldar feti framar í þessum efnum. Margar sögur er hægt að finna um þetta 1 heimildum og af því er mikið söguefni. Hér verður aðeins drepið á fátt eitt, sem viðkemur sögu þess manns er hér verður sagt frá. Páll Jónsson frá Svalbarði gerðist ungur mikill framamaður. Hann kvong- aðist einni auðugustu konu landsins Helgu Aradóttur Jónssonar biskups Arasonar og náði úr höndum Skálholts- biskups miklum jarðareignum, þar sem var Staðarhóll í Saurbæ vestra. Hann varð sýslumaður í Þingeyjarsýslu og reisti bú á Einarsstöðum í Reykjadal. Páll var allra manna stórgerðastur í skapi, stórorður og opinskár. Hann var sérvitur og sérkennilegur í háttum og lét lítt af því, sem hann tók sér fyrir í athöfnum eða öðru. Hann var metn- aðarmaður mikill. Snemma bar á sérvizku hans og skríngilegheitum, en þessi einkenni ágerðust mjög þegar aldur færðist yfir hann, eins og síðar verður sagt. Þegar Páll bjó á Einarsstöðum, var það um vortíma, að hann hleypti út kálfum nokkrum. Hann vildi hafa skemmtun af hlaupum þeirra um tún og velli, en þeir eru oft ærslasamir, þegar þeir koma í fyrsta sinn undir bert loft á vorin. Fátt hefur eflaust verið til Brátt tók gamanið aS kárna. Kálfarnir kunnu sér ekki hóf fyrir ofsakæti. Vorangan jók fjör þeirra svo taumlaust, að stjórnlaust varð. Þeir hlupu á allt sem fyrir varð og að lokum lentu þeir í á einni og drápust allir . . . ÖNNUR GREIN JÖNS GlSLA- SONAR UM STAÐARHÖLS- PÁL. MYNDSKREYTT AF JÖNI HELGASYNI. grásleppu ánægjustunda hjá valdsmanninum á Einarsstöðum, og hefur hann ætlað sér að fá með þessu stundargaman nokkuð með hentugu móti. Er ekki að orðlengja það, að Páll hleypti út kálfum sínum og þeir þutu um tún og haga með skringilegum hlaupum og skoplegum tilburðum, veifandi hala og lendandi í smá ófærum fyrst í stað, veltandi um börð og bala. Hreykti sýslumaður sér hátt og naut um stund ódýrrar skemmt- unar, eftir því sem hann hélt af fyrstu kynnum. En brátt fór gamanið að grána. Kálfarnir kunnu sér lítt til veg- ar við ofsakæti, er vor og vorangan jók fjör þeirra svo taumlaust að stjórn- laust varð. Þeir hlupu á allt sem fyrir var og að lokum lentu þeir í á einni og drápust allir. Páll horfði á skaða sinn og ánægjan af skemmtun þessari varð skammvinn- ari og bitrari en hann hafði gert ráð fyrir. Ef til vill varð þessi skaði hans meðal annars orsök setninganna, sem hafðar eru eftir honum og lifað hafa á munni kynslóðanna um Reykjadal: „Rú þig, spú þig, Reykjadalur, rotin hundahnúta". Þrátt fyrir það, að Páll fengi kon- ungsbréf fyrir eignarétti á Staðarhóli, var hann ekki laus að heldur. Daði Guðmundsson í Snóksdal, hélt jörðinni fyrir honum, en hann var umboðsmað- ur Skálholtsbiskups þar um slóðir um jarðeignir stólsins. En eftir málavafst- ur og flækjur náði Páll Staðarhólnum og reisti þar bú. Þeir Páll og Daði eltu lengi saman grátt silfur, en minna varð úr en efni stóðu til, Því að er hér var komið sögu, var Daði farinn að heilsu og gat ekki lengur beitt sér eins og áður. Sumir töldu jafnvel, að veikindi Daða stöfuðu frá gerningum eða galdri Páls, en hann var talinn göldróttur eins og svo margir aðrir mennta og kunn- áttu menn þeirra tíma. Jón lærði Guð- mundsson, gefur í skin, að Páll hafi kunnað eitthvað fyrir sér og má það rétt vera. En hitt er annað mál, að veikindi Daða í Snóksdal hafa verið runnin af eðlilegri rót. Þó að Staðarhóll væri ágæt jörð og gott þar undir bú, fékk Páll augastað á annari jörð við Breiðafjörð, sem hann hugðist ná til eignar og ábúðar. Reyk- hólar á Reykjanesi er eitt glæsilegasta stórbýli landsins, og þar hafa oft búið voldugir og ríkir höfðingjar, frægir i sögunni og ágætir af rausn og dugnaði í búskap. í þenna mund sat Reykhóla síra Þorleifur Björnsson og átti hann jörðina og hafði tekið við henni af for- feðrum sínum. Síra Þorleifur var kynd- ugur maður, lítill prestur og lítt að / skapi sóknarbarna sinna. Hann var fljótmæltur og heldur um of, því að sóknarfólk hans kvartaði undan asi- mælgi hans, og kvaðst ekki hafa gagn af ræðum hans af þeim sökum. Slapp prestur þó frá því að missa kjól og kall. Prestur var kynlegur kvistur um fleira. Hann varð fyrir galdraáburði á dögum Gissurar biskups Einarssonar, og er það fyrsta galdramál á íslandi, Prestur komst einnig frá galdramálinu stór- slysalítið, og varð þar helzt til, að Giss- ur biskup var lítt gefið um hindurvitni og hjátrú og tók því vægt á um brot prests í þessu efni. Ennfremur var mál- inu ekki lokið til fulls, þegar Gissur biskup féll frá, og var ekki tekið upp eftir það. En síra Þorleifur var um sumt hæfi- leikamaður. Hann var hagur vel og kunni vel til margra verka. Hann var bókelskur og bókhnísinn og átti eitthvað af fornum bókum. En hins vegar var hann lítill fjárgæzlumaður og hélzt mjög illa á fé, enda stórgekk af honum. Þetta vissi Páll Jónssbn mætavel og jafnframt, hvaða orð fór af presti um galdur hans og kyndugheit. Páll Jónsson var allra manna kænst- ur og einhver mesti lagamaður, er uppi var á íslandi á 16. öld. Á seinni hluta 16. aldar var farið að brydda talsvert á galdratrú á landi hér, þó að um þverbak keyrði síðar. Með afnámi klausturskólanna og fleiri menningar- stofnana varð mikil hnignun í menntun og lærdómi. Siðaskiptamenn sumir hverjir börðust gegn því, að al- þýðan læsi gamlar bækur og fornleg- ar, héldu því óspart að fólki, að þær innihéldu galdur og aðrar forneskju, en sérstaklega kaþólskar trúarkenning- ar. Þetta hafði þær afleiðingar, að lestr- arkunnátta almennings stórhnignaði, og jafnframt virðing á fornum skinn- bókum. Enda urðu bráð umskipti í þessum efnum, þrátt fyrir að hafið var að prenta bækur í landinu. Margar bækur fornlegar, sem ekki voru lengur lesnar af alþýðunni, sakir kunnáttu- skorts, voru álitnar skaðlegar og jafn- vel hreinar galdrabækur. Sumir sér- vitrir menn og gamaldags, er ást og yndi höfðu af slíkum bókum, urðu að varðveita þær vel, jafnvel á huldum stöðum. Prestar notuðu til felustaða gjarna altarisskápa í kirkjum, því að óvígður maður mátti ekki ganga inn fyrir grátur altaranna. Var þar því til- valinn staður til geymslu slíkra hluta. Páll á Staðarhóli leitaði eftir í margan tíma að fá Reykhóla keypta af síra Þorleifi. En hann var ófáanlegur til að selja höfuðból sitt. En Staðarhóls 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.