Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 27
Gefið vinum yðar heitt brauð Það er hægt að útbúa fyrirfram, svo húsmóðirin geti notið gestanna. Nota má allskyns brauð bæði niður- sneitt, bollur og horn. Notið bragðlítið álegg á það brauð, sem kann að vera kryddað og svo öfugt. Annars er venju- legt hveitibrauð hlutlausast. Ristið brauðsneiðarnar annars vegar og leggið áleggið á þá hlið. Þá er síður hætta á því að áleggið bleyti brauðið og geri það ólystugt. Brauðið er hægt að steikja í venju- legum bakaraofni, við glóð eða á pönnu. Við notum aðallega pönnuna, ef við smyrjum brauðið sem samlokur og þá getur líka vöfflujárn komið að góðum notum. Hitinn í ofninum á að vera um 225—250°. Gætið vel að brauðinu. Sé ostur hafður ofan á á hann að eins að bránða unz brúnir hans eru orðnar gul- brúnar. Heitt ostabrauð með vínberjum. Heitt brauð. Smjör. Vínber. Ostsneiðar. Smyrjið brauðið og þekið það þétt með hálfum, útsteinuðum vínberjum. Leggið þykka ostsneið (helzt bragð- sterka) ofan á. Steikið í ofni. Borðað strax. Heitt ostabrauð með reyktu fleski. Hveitibrauð. 4 dl. rifinn ostur. 2 sneiðar af baconi. V\ tsk. þurrt sinnep. Nokkur korn af papriku. Ristið brauðsneiðarnar annars vegar. Leggið þykkt lag af rifnum osti á hina hliðina, stráið litlum baconbitum yfir, sinnepi og papriku. Steikt í heitum ofni, þar til osturinn er bráðnaður. Heitt ostabrauð með rækjum eða humar. Hveitibrauð. Rækjur, humar. Majones. Rifinn ostur. Skerið brauðið í litla þríhyrninga. Ristið þá annars vegar. Leggið á þá hlið blöndu af rækjum og majones. Stráið þykku lagi af rifnum osti ofan á. Steikt í heitum ofni. Ostadraumar. Hveitibrauð. 3 msk. smurostur. . 3 msk. gráðostur. Vz dl. saxaðar valhnetur. Skerið skorpurnar af brauðinu, hrærið saman báðum osttegundunum og hnet- unum. Smyrjið þessu milli tveggja brauðsneiða. Steikið þær á báðum hlið- um. Bornar fram heitar með soðsúpu eða tei. Heitt brauð með reyktu kjöti og osti. Hveitibrauð. 2 msk. rifinn ostur. 4 msk. smátt skorið, reykt kjöt. 2 msk. rjómi. 1 tsk. rifinn laukur. 1 msk. söxuð steinselja. Blandið öllu saman og kryddið með salti og papriku, ef þörf gerist. Smyrjið því milli tveggja brauðsneiða og steikið þær á pönnu á báðum hliðum. Síldarbrauð, heitt. Rúgbrauð. Smjör. 1 eggjarauða. Kryddsíld eða gaffalbitar. Laukur. Skerið út kringlóttar sneiðar, ristið þær annarsvegar, smyrjið þær hinsveg- ar. 1 Blandið saman eggjarauðu, smátt saxaðri síldinni og lauk. Smyrjið þessu ofan á. Steikt strax í heitum ofni. Bor- ið fram með vínblöndu eða ávaxtasafa. Heitt sardínubrauð. Hveitibrauð. Smjör. Sardínur í olíu. 1 msk. smjör. V2 tsk sinnep, þurrt. Brauðmylsna. Steinselja. Sítrónubátar. Ristið brauðsneiðarnar beggja vegna. Leggið 2 sardínur á hverja sneið, myrjið á þær smjöri, sem í hefur verið sett sinnep. Brauðmylsnu stráð ofan á. Sett inn í heitan ofn, þar til það er fallega gulbrúnt. Borið fram með sítrónubát og stein- selju. Heitt ostabrauð m. bacon. Heitt brauð m. reyktu kjöti og osti. Sardínubrauð. Heitt ostabrauð m. vínberjum. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.