Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 23.01.1963, Blaðsíða 23
þig hegninguna, verður skilnaður ykk- ar þó að minnsta kosti tímabundinn. Nú kemur snöggvast eins og undir- tónn örvæntingar í rödd hans. — Það er verst vegna mömmu, segir hann. — En, nei .... andlit hans afmyndast af þrjózkugrettu .... nei, ég sný ekki við til þess, að knékrjúpa fyrir Barða lög- regluþjóni, aldrei! Komi þá heldur það, sem koma vill. Aftur steinþagna þau bæði og allt hið ósagða og óskýra þeirra í milli kennist eins og sárt kvalræði. Enn hefur hann aldrei vikið að því með einu orði, að fyrir fimm árum síðan hét hún hon- um því, að bíða hans þangað til hann kæmi aftur. Og enn hefur hún ekki með einu orði beðið hann að fyrirgefa sér að hún hefur brugðizt þessu heiti. Hún þolir ekki þessa þögn, hún verður að fylla hana nýjum orðum, orðum sem beina athyglinni frá því eina sem þau eru bæði sífellt að hugsa um, en minnast aldrei á. — Heyrðu annars, segir hún. — Skýr- ingar Barða á orsökinni til árásar þinn- ar eru svo einkennilega háfleygar og ó- ljósar. Ef þú gefur þig sjálfur fram sann- ar þú í fyrsta lagi, að þú ert enginn hættulegur glæpamaður. Og í öðru lagi munu þá fara fram yfirheyrslur, sem ekki er víst nema gætu orðið Barða hættulegar, eftir þau ummæli sem hann hefur látið sér sæma að bera fram. Heima í mylnunni er farið að láta æði mikið í það skína, að raunverulega sé Barði alls ekki embætti sínu vaxinn. Hann mælir ekki orð frá vörum. Það er augljóst, að hann á í mikilli baráttu við sjálfan sig. — Hvers vegna réðst þú á Barða? — Við vorum að rífast, svarar hann og fer undan í flæmingi. — Út af hverju? A þessu andartaki missir hann stjórn á sjálfum sér. — Út af þér, æpir hann og sprettur upp. — Barði var með svíns- legar dylgjur um það, sem þú að hans áliti hefðir hafzt að með þeim Páli Glomp og Marteini Brunner .... og þá flaug ég beint á hann. Hann hefur naurnast lokið setning- unni, er hann snýr sér undan, og drjúg- langa stund stendur hann boginn í baki með hnýtta hnefa og hlustar á storm- inn og regnið fara hamförum úti fyrir. Hann andar þungt og erfiðlega. Svo það er þá allt mér að kenna, hugsar hún. Til þess að verja mig og heiður minn, hefur hann steypt sjálfum sér í glötun. Djúp viðkvæmni veitir hlýjum straumi til hjarta hennar og ósjálfrátt gengur hún einu skrefi nær. — Það er ósegjanlega'fallegt af þér að taka upp hanzkann fyrir mig, stamar hún hrærðum huga. Röddin bregzt henni og tár blika í augum hennar. Þessi óvænta hlýja í rödd hennar breytir í einu vetfangi hinum af- skræmdu harðneskjudráttum í and- liti hans. Hann lítur við og sér fram- réttar hendur hennar og heit tárin, sem hrynja niður kinnar hennar. — Kristín! Hann gleymir sjálfum sér algjörlega á þessu augnabliki. Hann grípur hend- ur hennar og dregur hana ósjálfrátt í faðm sinn. Allri þeirri þrá, sem hann hefur haldið í skefjum um fimm ára skeið, gefur hann nú lausan tauminn. — Ástin mín! Hann kreistir hana eins og daginn forðum, fyrir fimm árum síðan, þegar hann fór burtu. Hann rennir fingrunum ástúðlega gegnum ljósa hárið hennar. — Ef þú vissir, hvíslar hann, — hvern- ig ég hef hugsað til þín, æ og ævinlega .... vikum og mánuðum og árum sam- an..... — Nei. Hún reynir að losa sig úr faðmlögum hans með lempni, en hann heldur henni fastri. Hann tekur ekki eftir hlédrægni hennar, svo ofsalega er hann á valdi sinna eigin ástríðna. — Ó, guð minn góður, Kristín! Hið eina sem er mér nokkurs virði, er ást þín. Ég elska þig, og þú hefur þó víst ekki gleymt mér? Þér stendur alveg á sama um þenna Pál Glomp, er ekki svo? Og líka Martein Brunner? Kristín! Kysstu mig! Við skulum gera allt gott aftur. Ég skal þegar í stað gefa mig fram við Barða og þola minn dóm, ef aðeins allt getur fallið í samt lag aftur, okkar á milli. Hann sleppir henni ekki, þótt hún reyni stöðugt að losa sig. Andlit hans og hár, sem enn er rennvott, liggur niður á öxl henni. Hver taug í hinum þrekvaxna líkama hennar skelfur af hinni biðjandi þrá, sem altekur alla hans veru. — Kristín, ástin mín! Það er ekki fyrr en varir hans leita hennar án árangurs, að ótti hennar og andúð ná inn til vitundar hans. Þá hrekkur hann snöggvast við og sleppir henni þegar í stað. Hún lítur í augu hans. Sér ljóma þeirra deyja út. Hún sér drættina um munn hans verða harða og beiskjulega. Hún sér hann beygja höfuð sitt — af gremju og smán yfir því að hafa opinberað henni veikleika fáeinna ör- fleygra andartaka, hversu ástríðu- þrungna og örvæntingarfulla ást hann ber stöðugt í brjósti til hennar. — Marteinn, segir hún sorgbitin, — ég vildi svo gjarna hjálpa þér, en .... Hann þaggar niðri í henni með snöggri hiklausri handasveiflu. — Ég skil, segir hann kuldalega. — Þér er óþarfi að koma með skýringar. Hann gengur fram kofagólfið og snýr sér þá snöggt við. — Það er Marteinn Brunner, er ekki svo? Hún anzar ekki. Hún þarf ekki að Sjá næstu síðu. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.