Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1963, Qupperneq 28

Fálkinn - 20.02.1963, Qupperneq 28
LITLA SAGAN Framh. af bls. 24. — Eg hef megrazt, sagði hann skelfdur, ég get ekki dregið fram lífið á þessu fæði, sem við höfum haft síðustu mánuðina. Ég hef reynt að fara í allar mínar buxur, en þær eru alltof víðar. Yrsa lofaði Viggó hangikjöti, rjúp- um, súru slátri og harðfisk og tók gleði sína aftur. — Ja, svona auðvelt var það þá, hugsaði Yrsa með sjálfri sér, þegar hún stóð stuttri stund seinna fyrir framan spegilinn, — maður víkkar bara allar hans buxur um tvær tommur og þá verður strax lagt við heimilispeningana. WiIIy Breinholst. Svavar Gests Framhald af bls. 13. vettvangurinn og er ég hissa á að dæg- urlagasmiðir og STEF skulu ekki vera fyrir löngu búnir að koma því í kring að íslenzk lög verði leikin í útvarpinu í ríkara mæli. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir ágætu menn hjá út- varpinu mundu miklu fremur vilja leika góð íslenzk lög en þessa sístöðugu erlendu hávaðamúsik. Þetta mundi gefa mönnum byr undir báða vængi, fleiri færu að semja og meira kæmi fram af góðum lögum. — Þið leikið fyrir unga fólkið í Lídó. Hvað viltu segja mér um þá starfsemi, sem þar er rekin? — Fyrstu dagana sótti unga fólkið Lídó mikið en síðan hefur aðsóknin ekki verið nógu góð. Bæði er aðgöngu- miðaverðið of hátt fyrir unglingana og svo hitt, að þau eru enn ekki búin að læra að skemmta sér á svona samkomu- stað. Að mínu áliti tekur það ekki nokkra mánuði að kenna unglingum að skemmta sér á svona stað, heldur nokk- ur ár. Og auðvitað á bæjarfélagið að reka svona stað, hvort sem það er Lídó eða einhver annar staður. Æskan á að hafa sinn veitingastað, þar sem hún skemmtir sér ein og á sinn máta. Það ætti meira að segja að láta ungt fólk, félög eða klúbba sjá að einhverju leyti um reksturinn, unglingarnir mundu vinna þarna til skiptis, sjá um hljóð- færaleik og skemmtiefni. Verkefnin eru næg þegar af stað er farið. En að sjálfsögðu þyrfti slíkur rekstur að vera undir handleiðslu hæfra manna. * — Fæstu nokkuð við ritstörf? — Nei, það er enginn tími til þess. — Þig hefur kannski einhvern tíma dreymt um að verða rithöfundur? — Nei, svo slæmt var það nú aldrei. En þegar ég var auglýsingastjóri hjá Vísi fyrir nokkrum árum þá skrifaði ég fáeina þætti af léttara taginu, sem ég undirritaði, Spói. Þeir komu síðar út í bókarformi og seldust nokkuð vel. En ég var hálf seinheppinn þar eins og í Hálogalandi forðum. Til að bókin næði sæmilegri lengd þurfti ég að bæta við þremur þáttum. Ég vildi fella niður í próförk sex eða átta línur úr einum þættinum, en útgefandinn vildi endi- lega hafa þær með, hann gat þess meira að segja, að sér hefðu fundist þær mjög skemmtilegar. Nú það var ekki að sökum að spyrja þegar bókin kom út. Framh. á bls. 33. Allnr lieimurinii — Framhald af bb. 9. Halldór þagnar við og sýpur svo á teinu. — Veiztu af hverju ég varð svona hrifinn af henni? Það var af því hún er skáld eins og ég. En ég uppgötvaði ekki að ég væri skáld fyrr en 29. nóv- ember 1955. Þá fæddist dóttursonur minn Baldur. Þá fékk ég innblástur og orti: Rennur sól úr sæ, sumar verður. Birtir yfir bæ brosir ungbarn. Fætt í fagran heim framtíðar. Síðan hef ég ort jafnt og þétt, ég hef ort 80—90 sálma. Sjá næstu síðu. Á EG thnl ,»10 KveitJA í HCKMI FVftlR OIG

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.