Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 13
og sátum svo úti á eldhúsvegg og höfð- um þar skarplegar umræður um málið; þær snerust einkum um það hver or- sökin væri til jarðskjálftans. Sumir héidu því fram að jörðin hefði rekist á einhverja ósýnilega stjörnu. En Gunn- ar gamli blindi, sem hafði verið þrettán ára þegar Hekla gaus 1845, sagði að Heklugos væri nú ekki nema smáræði hjá þessum ósköpum, en Heklu væri það nú samt að kenna. Hann hafði einu sinni hrokkið útbyrðis af skipi í lend- ingu og legið góðan tíma í botni og verið staðráðinn í að deyja. „En þá leið mér vel en ekki núna“, sagði hann, því að „sætur er sjódauðinn“. Það gengu líka ýmsar sögur um, að spáð hefði verið heimsendi um þessar mundir, og ýmsir tóku þær trúlegar. Reykjavík var þá átta sinnum minni í þá daga en hún er nú, en fleira fóik austan fjalls. Höfuðstaðurinn slapp við jarðskjálftaskemmdir en bæjarbúar tóku þegar að starfa að því að hjálpa fólkinu í neyðinni. Þá var erfiðara um samgöngur austur yfir fjall en nú er og ekki einu sinni fært fyrir kerrur austur í Rangárvallasýslu. En matgjaf- irnar komust samt úr Reykjavík og austur og yfir hundrað börn tóku Reykvíkingar og nærsveitir Reykja- víkur til fósturs meðan verið væri að byggja upp heimili þeirra. Nokkur þessara barna ílentust hjá fósturfor- eldrum sínum í Reykjavík, einn til tvo mánuði. Tilboð komu norðan úr Skaga- firði urn að taka börn, en ekki þótti það tiltækilegt eins og samgöngurnar voru þá. Það þótti nógu erfitt að koma börnunum þó ekki væri nema til Reykjavíkur. Sum þeirra voru flutt þangað í kláfum! Einn maður öllum öðrum fremur varð bjargvættur jarðskjálftafólksins á þessum hörmungartímum, — Björn Jónsson ritstjóri. Hann fór þegar eftir fyrri jarðskjálftann austur í sveitir, ferðaðist þar um og kynntist ástandinu af eigin raun. Frásagnir hans af jarð- skjálftunum, í ísafold 1896-—-7, gefa lifandi hugmynd um hvernig þessir atburðir gerðust, og ég efast um að betri fréttalýsingar hafi nokkurn tíma verið ritaðar í íslenzkt blað. Ég sá þennan merka mann í fyrsta skifti 6. september þetta sumar, er hann skaut sér út um svefnherbergisgluggann í kippnum þá um morguninn. Hafði hann komið kvöldið áður ásamt Halldóri bók- bindara Þórðarsyni og síra Ólafi á Stóra-Hrauni. Björn ritstjóri var aðalmaðurinn í hjálparstarfinu í Reykjavík og greinar hans voru lesnar um land allt og höfðu áhrif, jafnvel á Þjóðólfsmenn, en ísa- fold og Þjóðólfur voru þá aðalöflin í stjórnmálalífinu. En ísafold sýndi þá, að Björn Jónsson gat um fleira ritað en stjórnmál. Og lengi verður hans minnst austanfjalls fyrir það, sem hann gerði þá. Hann sat í fjársöfnunarnefnd- inni ásamt Jóni Helgasyni þá dósent, Júlíusi Hafstein amtmanni, Tryggva bankastjóra og Birni Olsen, og safnaði þessi nefnd ekki aðeins hjálparfénu heldur jafnaði hún því niður á hrepp- ana, en það var erfitt verk og van- þakkað. Skýrslum var safnað á öllu jarð- skjálftasvæðinu um skaða á húsum og lausafé, en matið mun ekki hafa verið í góðu samræmi, sums staðar of hátt en annars staðar of lágt. Sum heimili þóttu telja fram grunsamlega mikið af brotinni glervöru — meira en þau höfðu nokkurn tíma átt, og margir þóttust verða útundan. En annars munu menn brosa nú, er þeir sjá reikningana yfir jarðskjálfta- tjónið. Þeir mundu líta öðruvísi út ef jarðskjálftinn hefði orðið í ár. Allur skaðinn var sem sé metinn á 236.841 krónur — eða innan við fjórðung úr milljón! Um 100.000 krónur í Rangár- vallasýslu og rúm 130.000 í Árnessýslu. Mestur skaði í Rangárvallasýslu varð í Lambamannahreppi, rúm 30.000 og í Holta-, Ása- og Rangárvallahreppi. En í Árnessýsluhreppum var Ölfusið verst úti þar var tjónið metið á tæp 40.000 kr. Framh. á bls. 24. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.