Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 38
Töírar leiksins Framhaid af bls. 21. kværnd með þeim hætti að stærsti strák- urinn sparkaði eftir endilöngum vell- inum og það var með mestu herkjum að markmanninum tókst að verja. Við dvöldum þarna nokkra stund og horfðum á leikinn. Það var sótt og var- ist af miklu kappi. Alltaf fjölgaði þátt- takendum og þetta var orðin ein iðandi kös. Svo héldum við í burtu en hróp og köll fylgdu á eftir okkur. LGYXDARMÁL . .. Framhald af bls. 17. — Þú gætir hugsana þinna og gerða, Cristel, sagði hún. Þú veizt að ég vil, að þú verðir stúlka, sem strákar bera virðingu fyrir. Enginn strákur ber virðingu fyrir stúlku, sem lýtur í einu ■og öllu vilja þeirra. H.efyr nokkur gerzt nærgöngull við þig, CfiStel? Enginn hafði gerzt nærgöngull við hana og hún velti því fyrir sér hvað það eiginlega væri, sem móðir hennar væri að vara hana við. Engar freisting- ar urðu á vegi hennar. Þær höfðu lifað einangraðar, móðirin og dóttir hennar, eftir að faðir hennar dó. í skólanum voru vinkonur hennar fyrir löngu orðn- ar vanar því, að hún færi heim strax og síðasti tíminn var úti. Og svo var hún skyndilega orðin ein með strák, og grænleitt húmið undir háu þakinu gerði það að verkum, að henni fannst eins og hún svifi í tíma- lausu rúmi. Hún mundi það eins og það hefði gerzt í gær, spenninginn yfir að vera nú loksins með einum af þess- um strákum, sem móðir hennar var alltaf að tala um og sem hún hingað til hafði orðið að láta sér nægja að virða fyrir sér í kennslustundunum. Þessi strákur var stærri en hinir stákarnir í bekknum, þrekvaxnari, lag- legri útlits með kolsvart hár og breiðar axlir. Hún hafði séð hann öðru hverju, þegar hann var í skóginum og vann við að handlanga tré. Og nú var hann hjá henni! Það var hún sem hann hafði viljað hafa með sér í hlöðuna. Svo gersamlega grandalaus hafði hún verið, að hún hafði þegar í stað samsinnt, þegar hann hafði beðið hana að koma með sér í hlöðuna, til að spjalla svolítið saman. Hana hryllti við tilhugsunina um það, sem síðar gerðist. Það var ein óslitin martröð og hún skildi ekki hvernig hún hafði lifað það af. Hún vissi ekki lengur hvernig henni hafði tekizt að gabba móður sína, hvernig henni hafði upp á eigin spýtur tekizt að afla sér með lestri bóka á bókasafninu þeirra vit- neskju, er móðir hennar hafði illu heilli aldrei sagt henni. Allt sem hún gerði, hafði hún gert í eins konar til- finningarlausri örvilnan. Hún hafði log- ið og blekkt frá fyrstu stundu til hinn- ar síðustu. En það hafði tekizt. Hún, hafði neyðzt til að fá sér stöðu sem vinnukona langt í burtu frá stöðvar- þorpinu, þar sem hún var fædd og upp- alin. Henni hafði tekizt að leyna því mánuð eftir mánuð hvernig hún var á sig komin, meðan hugur hennar glímdi dag og nótt við vandamálið. Og snemma vornótt eina hafði hún alið sitt barn, stúlkubarn, sem átti að vera fimm ára núna, sem var fimm ára núna. Sjálf hafði hún verið aðeins sautján ára..... Framh. í næsta blaði. iY ú lingsar ... Frh. af bls. 36. danskennarans. Hafði stolið honum á sínum tíma. Þannig vill þetta oft fara. Já, það er margt skrýtið í lífinu og það er kannski ekki alltaf skemmtilegt. Hann leit út um gluggann og út á Sundin og Esjuna. Strauk aðeins skegg- ið og geispaði svo stórum geispa. Ég lét sem ég tæki ekki eftir geispanum og spurði: — Hvert var fyrsta hlutverk þitt á sviði? — Ég skal segja þér það á morgun, vinur minn. Við skulum fara út og borða saman og þá segi ég þér allt, sem þú hefur ekki fengið að vita í dag. Við gengum niður og kvöddum. — Verður instrumentmaðurinn með þér á morgun? — Nei á morgun verð ég einn. Or. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.