Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 29.05.1963, Blaðsíða 24
JarðskjáUtariiir Framh. af bls. 13. Næstur kom Hrunamanna- og Stokks- eyrarhreppur með rúm 13.000 hvor. Jarðspell af landskjálftanum voru met- in á 27.500 krónur, mest í Landmanna- hreppi. Það var ekki komið í móð þá að hið opinbera hlypi undir bagga þegar .slík áföll bar að höndum. Stjórnarvöldin sátu hjá og höfðust ekki að. En sam- skot voru hafm um allt land. Það munu ekki þykja stórar upphæðir nú, sem gáfust til jarðskjálftafólksins. Rausnar- legastir urðu Norðmýlingar og Seyðfirð- ingar, sem gáfu samtals 4.150 kr. Úr Reykjavík gáfust 3000 krónur, en eins Vinnufata- búðin Laugaveg 76 LEE SMEKK BUXUR AKIar stærðir Vinnufata- búðin Laugaveg 76 24 FÁLKINN og áður segir veittu Reykvíkingar aðra hjálp meiri. Úr Gullbringu-og Kjósar- sýslu komu 150 krónur og Þingeyjar- sýslum 600. Meginhluti samskotafjárins kom frá Danmörku, þar sem Kristján IX. gekk á undan með stórgjöf. Þar söfnuðust um 100.000 kr. og dálítið í Englandi og Svíþjóð. Alls urðu erlendu samskotin 117.000 kr. og 4.600 frá íslendingum vestan hafs. Ásamt innlendu samskot- unum urðu þetta 144.000 krónur, og til útbýtingar komu um 138.000 krónur eða um 60% af tjóninu. Jarðskjálftinn 1896 varð ægilegri i augum fólksins fyrir það, að langt var um liðið síðan verulegur jarðskjálfti hafði gengið yfir suðurland. Frá síðasta stórjarðskjálftanum voru liðin 112 ár, og hræringarnar í sambandi við Heklu- gosið 1845 og Krakatindagosið 1878 voru litlar og gerðu ekki teljandi skaða. Þeir menn voru til, sem höfðu orð á því að flýja býli sín, en þegar frá leið urðu þeir afhuga þeim ásetningi. Þeir byggðu upp aftur, eins og „Bónd- inn á Hrauni.“ En ekki varð séð á þeim byggingum að reynt væri að varast vítin og leitast við að byggja sterkar en áður. Reynslan af jarðskjálftanum hafði yfirleitt orðið sú, að timburhús stóðust hann, en hin þungu torfþök sliguðust og veggir úr torfi og grjóti gengu út og inn og hrundu. Túngirð- ingar úr hraungrýti jöfnuðust víða við jörðu, og kann það að hafa ýtt undir notkun gaddavírs, sem fór að flytjast litlu siðar. Það varð líka algengara eftir jarðskjálftann að nota bárujárn á þök, en tyrfa þó ofan á til að varna kulda. Skúli Skúlason. Blaðsölubörn í öthverfum! takið eftir! Framvegis verður FÁLKINN af- greiddur á hverjum þriðjudegi kl. 13.00 á eftirtöldum stöðum til hægðarauka fyrir ykkur: Tunguvegi 50, sími 33626. Langholtsvegi 139, kjallara, sími 37463. Kleifarvegi 8, kjallara, sími 37849. Melgerði 30, Kópavogi, sími 23172. Fálkinn flýgur út \ ú hngsar . . „ Framhald af blj. 9. — Er ekki mikið verk að semja re- výu? — Jú, það er miklu meira verk en nokkurn grunar, sem ekki hefur reynt það sjálfur. Mér hefur talizt svo til að það þurfi eina og hálfa vélritaða blað- síðu á móti hverri mínútu. Svo er það líka oft þannig að þegar til kemur verð- ur að fella margt burtu vegna þess að það er ekki framkvæmanlegt og þá verður að finna annað staðinn. Á bak við eina revýu liggur svo mikil vinna að ótrúlegt má kallast. Og stundum getur maður orðið leiður á þessu öllu saman. Þetta er ekki tómur leikur. — Og þú ert alveg hættur öllu leik- standi? — Já nema ef til vill einu sinni á ári að ég þá skemmti fyrir Lions í góð- gerðaskyni. Núna hef ég það rólegt og horfi bara á sjónvarpið. Sjónvarpið er mitt líf og yndi og þegar ég kem heim á daginn kem ég mér vel fyrir og horfi á það langt fram á kvöld. Maður sér kannski allt uppí 90 filmur á viku fyrir utan alla skemmtiþættina. Fyrst eftir að ég fékk sjónvarpið var ég hálf hræddur um að hjónabandið mundi fara út um þúfur því konan varð hálf afbrýðissöm. Ég sat yfir sjónvarpinu frá klukkan fjögur á daginn til ellefu á kvöldin en núna kemur þetta öðruvísi út. Núna veit ég á hvað ég á að horfa. — Finnst þér að við ættum að hafa sjónvarp hér? — Tvímælalaust. Sjónvarpið er bæði fræðandi og skemmtilegt. — Sumir hafa verið hræddir við glæpahneigð í kjölfar sjónvarpsins. — Fólk getur farið í kvikmyndahús til að sjá glæpamyndir og því má það ekki eins sitja heima í stofu og sjá þær? Ég skal segja ykkur að mottóið í þess- um myndum er: Glæpur borgar sig aldrei. Glæpamaðurinn næst alltaf. Og svo allir grínþættirnir, maður. Ég þekki mann sem heitir Ben Lion og fyrir nokkrum árum sá hann um skemmti- þætti í sjónvarpinu. Nú hef ég ekki séð hann í nokkur ár fyrr en um daginn fyrir hreina tilviljun. Ég var hérna við sjónvarpið mitt og horfði á þátt og þessi þáttur hefst venjulega á því að stjórn- andinn bendir á einhvern í salnum og biður hann að standa upp og kynna sig. Og hver ætli hafi staðið þarna upp nema vinur minn, Ben Lion. Núna ætla ég að skrifa honum og segja frá þessu skemmtilega atviki. Já það hefur mikið verið rætt um sjónvarpið og margir góðir brandarar fokið. Það er húmör í þessum Ameríkönum, maður. Um daginn sagði Bob Hope til dæmis, er hann var að tala um geim- för: „Ameríkumenn komast aldrei til tunglsins fyrr en Rússar hafa flutt eitt- hvað af kvenfólki þangað.“ Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.