Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt
Hann er fallegur hellirinn sá arna, og vafalaust er reimt þarna.
En siður er í héraði að geyma hauskúpur og bein í einu stóru graf-
hýsi. Hvert bein og hver kúpa er vandlega merkt og geta ættingjar
áttað sig strax, hvar bein vandamanna sinna er að finna. Hellir
þessi er í Austurríki og það er umsjónarmaðurinn sem stendur
hjá einni hillunni.
TÓBAKH).
í Bandaríkjunum eru nokkrir skólar, sem eingöngu eru ætlaðir
indíánum. í slíkum skóla kom kennari nokkur að nemanda, þar sem
hann sat á bekk úti í garði og las blað. Öðru hverju rak hann upp
hláturrokur. Kennarinn gekk því til hans og spurði hann hvað
það væri, sem hlægi hann svo mjög. Nemandinn benti á grein í
blaðinu, þar sem sagt var frá þeim aragrúa fólks, sem árlega dæi
af völdum lungnakrabba, er orsakaðist af reykingum.
— Hvíti maðurinn, sagði nemandinn, tók landið okkar undir
sig — og við gáfum honum tóbakið. Allt sem við indíánarnir þurfum
nú að gera, er að bíða þéss að hvíti maðurinn verði sjálfum sér að
bana með tóbakinu — og þá munum við taka við landinu okkar
aftur. Allt það, sem hvíti maðurinn hefur gert, er ekki nema
miðlungs vextir.
Barbara Hutton hefur um
rúmlega árs skeið dvalizt í
höll, sem hún á í Alsír — og
mun hún hafa notið þeirrar
dvalar vel, því að gítarleik-
arinn Franklin Lloyds hefur
stytt henni stundirnar. Bar-
böru hefur þótt mjög vænt
um hljóðfæraleikara þennan
en samt hefur hún ekki
viljað giftast honura. Nú
herma sagnir, að Barbara
Hutton hafi gefið þennan piltung upp á bátinn, og sé á höttum
eftir 46 ára gömlum, indóneskum verkfræðingi, Raymond Dvan
Vinh að nafni. Ef til vill verður hann 7. eiginmaður hennar?
ÆSKAN.
Vinur okkar fékk sér fyrir skömmu kvöldgöngu í einu af út-
hverfum borgarinnar. Kemur þá allt í einu strákhnokki hlaupandi
til hans og kallar:
— Hjálpaðu mér manni, hann pabbi og maðurinn í næsta
húsi eru að slást.
Vinur okkar fór með drengnum. Hann hafði haft rétt fyrir sér.
Það voru tveir fullorðnir karlmenn að slást á túnbletti fyrir framan
lítið einbýlishús. Áður en vinur okkar gekk á milli þá spurði hann
drenginn:
— Hvor er pabbi þinn?
— Veit það ekki, svaraði drengurinn, það er einmitt það, sem
þeir eru að slást um.
4 FÁLKINN
Kunningi Picassos segir þessa sögu í víð-
kunnu tímariti:
— Dag nokkurn kom listmálari í París til
mín með málverk eftir Picasso og vildi selja
mér það. Ég bað hann að skilja málverkið
eftir hjá mér. Daginn eftir fór ég með það
til Picasso, sem er góður kunningi minn og
bað hann um að segja mér, hvort málverkið (
væri ófalsað. Hann leit á verkið og sagði
byrstur:
— Það er falsað.
Næsta dag kom málarinn til mín og þegar •
hann heyrði hvað Picasso hefði sagt, mót-
mælti hann því og sagðist fullviss um, að
málverkið væri eftir meistarann sjálfan. En
nú var ég sjálfur orðinn efins um, að mál-
verkið væri falsað, svo að ég tók eitt af
mínum Picasso málverkum með mér heim til
meistarans. Ég fékk dóm hans strax.
— Það er falsað.
Mér fannst þetta vera illa gert af meistar-
anum, svo að ég sagði:
— En ég hef þó sjálfur séð þig mála þessa
mynd.
— Hvað með það? spurði meistarinn. —
Ég geri stundum |alskar Picasso myndir.
★
Winston Churchill
var eitt sinn beðinn
um að halda ræðu
í veizlu nokkurri.
Ræðan mátti ekki
taka lengri tíma en
tíu mínútur, svo að
nógur tími var til
stefnu að áliti for-
stöðumanna fagnað-
arins.
— En ég verð að minnsta kosti að fá hálfan
mánuð til að undirbúa mig, sagði Churchill.
— 14 daga, sögðu veizlustjórarnir, hvað
þurfið þér þá langan tíma til að undirbúa •
klukkustundarr æðu ?
— Þrjá daga, svaraði Churchill.
— En ef þér haldið þriggja stunda ræðu,
spurðu þeir enn. *
— Já, þá gæti ég alveg eins byrjað strax,
svaraði gamli maðurinn og brosti breitt.
Nýkosinn þingmaður í Neðri Málstofunni
sat eitt sinn í reykingaherbergi hússins, þegar
Winston Churchill kom þar inn, þungur á
brúnina.
Hann settist í næsta stól við hinn nýkjörna
og sat lengi og tottaði vindilinn án þess að
mæla orð af vörum. Skyndilega sneri hann
sér að þeim nýkjörna, leit hvasst á hann og
sagði:
— Ungi maður, hafið þér ekki stundum
undrast yfir hvers vegna ég fór út í það að
verða stjórnmálamaður?
Hinum nýkjörna lék auðvitað forvitni á að
heyra það, og gamli maðurinn svaraði:
— Metnaður, ungi maður. Ofsalegur metn-
aður.
Churchill tottaði aftur vindilinn og þagði
um stund, en spurði svo:
— Og hvað haldið þér að hafi verið þess
valdandi, að ég hef tollað í pólitíkinni öll
þessi ár? reiði, ungi maður, ofsareiði. Að svo
mæltu gekk hann út úr reykklefanum.