Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 6
SÆTON BORGARTON VHJSKIPT A VINI vora, gamla sem nýja, bjóðum vér velkomna í hið nýja aðsetur vort, að BORGARTÚNI 1. — I þess- um nýju húsakynnum batnar öll aðstaða vor, til bættrar þjónustu, til mikilla muna. Eins og áður, bjóðum vér yður allar hugsanlegar tryggingar með beztu fáanlegum kjörum. VÁTRYGGINGAFEIAGIÐ V Borgartúni 1 — Sími 11730 — Reykjavík 6 FÁLKINN Enn xun uppeldi barna. Til Pósthólfs Fálkans, Reykjavík. Ég var nokkra stund að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að haga ávarpinu í upphafi þessa bréfs. Mér fannst dálítið væmið að skrifa Kæri Fálki og uppskrúfað að skrifa Háttvirta blað. Þetta ávarp varð því fyrir valinu. í kvöld gefst mér tækifæri á að skrifa ykkur stutt bréf sem ég hef verið að hugsa um síðan í matartímanum í dag. þetta á ég þremur aðilum að þakka. Fyrst er að nefna börnin mín. Þau eru nú sofn- uð og lofa pabba sínum að eiga svolitla stund til eigin þarfa. Þá er að nefna konuna mína elskulegu en hún fór á bíó með vinkonu sinni svo hér er allt mjög rólegt. Og svo er það bráðókunnugur maður úti í bæ sem ég hef aldrei séð og veit það eitt um að hann skrifaði ykkur bréf ekki alls fyrir löngu og kall- aði sig J. H. Þessum aðilum öllum færi ég mínar beztu þakkir. Það er oft gaman að lesa Pósthólfið. Þar sér maður hin furðulegustu bréf. Það eru stutt bréf og löng bréf, heimskuleg bréf og gáfuleg bréf og vel skrifuð bréf og þannig mætti lengi telja. Eitt er þó einkenni þeirra flestra: Þau eru flest skrifuð af reið- um mönnum og stundum af mjög reiðum mönnum. Þeir hafa allt á homum sér og það er allt öllum að kenna nema þeim. í þeirra kálgarði vex ekki nokkurt það illgresi sem umræðu er vert. Það er svo sem allt í lagi og ánægjulegt til þess að vita að einhver skuli þó vera ánægður með sig og sinn garð á þessum síð- ustu og verstu tímum sem ætla má að séu voðalegir ef dæma á eftir skrifum þessara manna. Nýlega voru í Pósthólfinu tvö bréf með stuttu millibili sem vöktu áhuga minn. Annað var frá manni sem kallaði sig Sig. Sig. Það fannst mér gott hjá honum. Hann skrifaði um að nauðsyn- legt væri að foreldrar kynnu að beygja nöfn barna sinna rétt. Ég var honum hjartan- lega sammála. Mér fannst þetta gott bréf, bæði vel skrif- að og mikil nauðsyn á að hreyfa þessu máli. Hitt bréfið var frá einhverjum sem kall- aði sig J. H. Það er þetta bréf sem ég vil gera að sér- stöku umræðuefni í þessu bréfi mínu. Það er einkennileg árátta eða ástríða sumra manna að vera alltaf að finna að upp- eldi annarra manna barna Þá er það alkunna að sumir menn eiga í stöðugum útistöð- um og baráttu við börn. Flest- ir eiga þessir menn það sam- eiginlegt að eiga engin börn sjálfir. Þeir hafa því enga reynslu í uppeldi barna en samt sem áður telja þeir sig réttkjörna dómara í þessum efnum og eru sýknt og heilagt að halda fram skoðunum sín- um. Venjulega breytast þessi sjónarmið með fyrsta barn- inu. Það er eins og raddir þeirra hljóðni þegar á hólm- inn er komið. Mér virðist H. J. vera dæmigerður full- trúi þessara manna. Hann er í bréfi sínu að tala um að for- eldrar eigi að vanda um orð- bragð barna sinna. Það er nú svo. Ég fyrir mitt leyti dreg ekki í efa að það munu flest- ir foreldrar gera. En það eru margar hliðar á hverju máli. Nú má ennig skilja þetta svo að mér sé ekki sama þótt einhverjir séu að svala geð- illsku sinni með því að tala um hiuti sem þeir hafa ekkert vit á. Það er hverjum manni frjálst. En síðan ég las bréf J. H. í hádeginu í dag hef ég verið að velta nokkrum spurningum fyrir mér sem ég var að hugsa um að spyrja J. H. að. Hvar heldur J. H. að börnin læri fyrst og fremst ljótt orðbragð? Ætli orsakar- innar sé ekki fyrst og fremst að leita hjá þeim fullorðnu sem hafa þetta allt of oft fyr- ir börnunum. Og það er rétt að spyrja J. H.: Er þá ekki nær að kenna þeim fullorðnu sæmilegt orðbragð? Ég held að sumar sakirnar í „upp- eldismálunum“ sé fyrst og fremst að finna hjá þeim full- orðnu. Ég held að menn ættu að vanda betur málfar sitt heldur en þeir oft gera þegar börn hlusta á. Það getur verið að þeir sem ekki eiga börnin séu eins áhrifamiklir í upp- eldinu eins og foreldrarnir. Þetta ætti J. H. að hugleiða. Svo hef ég þetta bréf ekki lengra en kveð ykkur og þakka fyrir birtinguna. Þriggja barna faðir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.