Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 32
Dálciðslan ... Framh. af bls. 31. ans, sem þá hefur ekki lengur neitt til að byggja á. Stöðvast þá einnig öll hans starfsemi með hreyfingarleysi og með- vitundarleysi að afleiðingum. (Oft hætta rafstraumarnir ekki alveg og koma þeir þá fram í draumum). í dáleiðslu á sér stað svipuð minnk- un starfsemi neðri heilans, og þess vegna berast efri heilanum ekki nægilega margar upplýsingar til þess að hann geti dregið réttar ályktanir. Til dæmis þegar dáleiddum manni er sagt: „Þú sérð kött,“ jafnvel þótt köttur sé hvergi nálægur, þá sendir bókasafn neðri heil- an.s efri heilaum ekki nógu margar upp- lýsingar til þess að hann geti „skilið“, að um lygi sé að ræða. Þess vegna „sér“ hann kött, þar sem öll hans viðbrögð byggjast á talfræðilegum lögmálum. Þegar slíkt kerfi tekur á móti: „Þú sérð kött“, án nokkurra annarra upplýsinga, viðurkennir það það á stundinni. Hið aukna minni, sem oftast á sér stað hjá dáleiddum mönnum, er af öðr- um orsökum. í efri heilanum hefur „at- 'hyglin11 aðsetur sitt og fylgist hún venju- legast með einu atriði í einu. Hún vakir yfir hinum fjölmörgu rafstraumum, sem berast frá neðri heilanum, innihaldandi upplýsingar: — gamla reynslu eða at- burði, eða upplýsingar um það, sem er að eiga sér stað, — og er athyglin oft- kih _K FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentun á bókiun blöðum tímaritum. Alls kona eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. ast hremmd af sterkustu straumunum. Hið isama á sér stað, þegar um sárs- auka frá tveim mismunandi stöðum lík- amans er að ræða. Sársaukarnir tveir leggjast aldrei saman til að mynda einn kröftugan sársauka, heldur þekur sá stærri venjulega þann minni, svo hann finnst ekki. Athyglin er með öðrum orð- um einungis bundin af þeim stærri. Rafstraumarnir frá neðri heilanum eru, eins og áður hefur verið sagt, fjöl- margir, ,svo samkeppnin um athyglina er oftast mjög hörð. Veikir rafstraumar með gamlar minningar hafa t. d. enga möguleika til þess að verða veitt at- hygli, jafnvel þótt þeir geti aðstoðað efri heilann til þess að taka ákvarðanir. Verknaðir gerðir af eðlishvöt, eru af þessum uppruna. Hin harða samkeppni, sem sífellt á sér stað um athyglina, veldur því, að maður í venjulegu sálarástandi man ekki eftir mörgum gömlum atburðum, jafnvel þótt hann geti sagt frá þeim í dáleiðslu. Hvernig stendur á því, að hann man frekar eftir þeim í dáleiðslu? Svarið liggur í hinni minkuðu starfsemi neðri heilans með þar af leiðandi færri rafstraumum. Samkeppnin verður minni og veikir rafstraumar hafa meiri mögu- leika til að komast inn á sjónarsviðið. Flutningur aftur í tímann til yngri ára (regression) er af sömu ástæðum. Ég vil minna á, að það, sem nú hefur verið sagt um dáleiðslu, á fyrst og fremst við um P.P.-heilann. Er ég vann að kenningu minni um hann á sínum tíma, dró ég þá ályktun, að ef hið aukna minni dáleidds manns væri af orsökum minni samkeppni um athyglina, ætti dá- leiddur maður einnig að sjá betur til hliðanna, heldur en þegar hann væri í venjulegu ástandi. Það, sem ég á við, er þetta: Ef ég léti mann festa augun á einhverjum punkti inni í blaði og segði 'honum síðan að skýra mér frá merkingu ýmissa orða í ákveðnum fjar- lægðum frá punktinum, ætti honum að veitast það auðveldar í dáleiðslu heldur en í venjulegu ástandi. Ég hef gert til- raunir með þetta og komizt að raun um, að svo sé. Hæfileikinn er meira að segja mjög mikill. En hver er þá orsökin fyrir hinni auknu afkastagetu dáleiddra manna? Svarið er ennþá að finna í hinni minnk- uðu starfsemi neðri 'heilans. Þar sem efri heilinn fær færri upplýsingar til þess að vinna úr, er hann fljótari að finna svarverknaðinn, og leiðir það auð- vitað til aukinna afkasta. Þetta hefur hins vegar í för með sér, að starfsemi heilans 1 heild verður ekki eins áreið- anleg og áður. Hin auknu afköst dá- leiddra manna hafa líka sýnt sig að vera í öfugu hlutfalli við fjölbreytni verknaðanna eða starfanna. Því meiri fjölbreytni, því minni afkastaaukning. í erfiðum gáfnaprófum er venjulega um minnkun á afköstum að ræða. Þótt dáleiðsla sé árangursríkust, þeg- ar dásvefni er beitt, er hann ekki alltaf nauðsynlegur. Sérstaklega á þetta við um börn, því móttækilegastur er mað- urinn við átta ára aldur. Þetta er í raun og veru aðeins eðlileg afleiðing af hinni talfræðilegu starfsemi efra heilans. Hann verður stundum að taka við ábending- um eða upplýsingum, sem reynast nógu þungar á metum, talfræðilega séð, til þess að verða viðurkenndar, jafnvel þótt þær í raun og veru séu rangar. Ef P.P.-heilinn er fær um að útskýra ýmis atriði mannlegs lífs, eins og til dæmis dáleiðslu, hvernig stenzt hann þá samanburð við hinn raunverulega heila mannsins? Þar sem mér hefur ekki unnizt tími til að gera P.P.-heilanum skil í þessari grein, verð ég að láta mér nægja að segja, að mannsheilinn gæti verið P.P.-heili. Efri heilinn er þá aðal- lega heilabörkurinn og neðri heilinn að- allega heilastofninn. í heilastofninum er mikill fjöldi samanþjappaðra tauga- fruma, sem hafa þéttriðið net greinóttra þráða, og í þetta net eru minningarnar og öll reynsla skráð. (Heilasérfræð- ingar nútímans eru ekki sammála um, hvar minnið er staðsett. Hefur heila- börkurinn verið álitinn líklegasti stað- urinn, en nú eru menn smám saman að skilja, að hann hefur verið ofmetinn. Lægri heilastöðvar eru enn þær þýð- ingarmestu, jafnvel þótt það sé stærð heilabarkarins, sem gerir muninn á manni og mús. Eftir neti heilastofnsins renna raf- straumar, sem síðan flytja upplýsingar sínar eftir þar til gerðum taugum til heilabarkarins. Menn hafa komizt að raun um, að straumarnir í þessum taug- um eru sterkir í vöku, en sama og engir í svefni. Nú er það þannig, að taugafrumurnar í heilastofninum eru aldrei í fullkominni snertingu hverjar við aðra, svo að allir rafstraumar á milli fruma þurfa að komast yfir viss „gil“ með aðstoð sérstakra efnafræðilegra „miðla“. Það fer eftir samþjöppun og fjölda þessara miðla, hve rafstraumarn- ir renna greiðlega í heilastofninum. Starfsemi neðri heilans er stjórnað með þessum efnafræðilegu miðlum. f svefni og dáleiðslu orsaka þeir, að starf- semi hans minnkar með þeim afleiðing- um, sem áður hefur verið skýrt frá. Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gef- ið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. Fálkinn flýgur út 32 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.