Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 23
reyndi við og við að koma innilegri
blíðu inn í samband okkar, að minna
hann á allt, sem á undan var gengið
og endurlífga hinn sanna elskhuga í
honum. Aftur og aftur mistókst mér.
Hann gaf sig ástríðu sinni á vald, girnd-
in var honum allt. Allan tímann var
hann fjarlægur, og ég sperrti augun í
myrkrinu til að sjá, hvort hann horfði
á mig. Hann gerði það.
Ef ég hefði ekki elskað þennan undar-
lega og hræðilega unga mann, hefði
ég hatað hann vegna þessarar nætur.
Það eru til tvær tegundir manna og
tvær tegundir karlmannlegrar heim-
speki — önnur lítur á ástaratlot sem
leið til að auðmýkja konuna og refsa
og hin er lofgjörð til kveneðlisins. Ég
hafði aldrei séð karlmann breytast úr
einni tegund í aðra, hvað snertir sama
kvenmanninn. En það gerði Alexis, og
ást hans þessa nótt var löng og grimmi-
leg refsing fyrir slæmt sár, sem ég vissi
ekki til að ég hefði veitt.
Það var næstum runninn upp dagur,
þegar hann skyndilega fór á fætur og
yfirgaf herbergið. Ég lá kyrr. Allur lík-
ami minn æpti af kvölum og þrá. Ég
skildi, hvernig það hlýtur að vera að
ganga í gegnum lífið óelskuð og leita
eftir fullnægju. Á fáum klukkustund-
um virtist Alexis hafa þurrkað út allan
fjársjóð, ástar, gleði og fegurðar, sem
hann hafði deilt með mér.
Svo byrjaði ég að furða mig á þess-
um degi og hverju hann hefði reynt að
ná með því að fara með mig fyrst á
Montmartre til að sjá fullkominn Eden-
garð í smækkaðri mynd og svo á þessa
köldu og oflátungslegu kvöldsýningu í
safninu. Var boðskapur í þessum and-
stæðum, sem ég ekki skildi? Óskaði
hann kannski eftir að sýna muninn á
sínu lífi, sem ég gat tekið þátt í, og
lífi mínu og Thanosar? En ef hann vildi
mig, hvers vegna tók hann þá ekki það
sem gat verið hans? Hvers vegna lét
hann ást okkar renna út í sandinn hljóð-
laust?
Hvað var hann að refsa mér fyrir?
Sx>íidilega varð mér ljóst, hversu lítið
ég vissi um hann. Hann var barn Than-
osar og barn kaldlyndrar enskrar hefð-
arkonu. Hann var ungur og myndar-
legur, listamaður. Hann var bæði veik-
ur og sterkur, gæddur hugmyndaflugi
og raunsæi sem faðir hans hafði ekki.
En hvers konar maður var hann? Var
hann blendinn eða feiminn? Var hann
hneigður til þunglyndis? Var hann fær
um að vinna stöðuga og erfiða vinnu
af hendi? Var hann eins hraustur og
hann leit út fyrir að vera eða hafði
hann einhverja leynda líkamsgalla?
Hvernig hafði bernska hans verið?
Ég þráði að kynnast honum, jafnvel
þótt ég ætti ekki eftir að sjá hann
framar. Það var svo margt, sem við
höfðum hvorki sagt né gert. Það var
svo margt, sem komast þurfti að.
Ég stóð á fætur og fór að leita að
honum. Einmitt um leið og ég gekk
gegnum dyrnar, sá ég hann koma aftur.
í daufu gráu Ijósi dagsbirtunnar bar
hann við hina háu glugga dagstofunnar.
Hann virtist minni og grennri en hann
virkilega var. Hann sá mig ekki og ég
vék til hliðar til að hleypa honum fram-
hjá. Svo tók hann eftir mér. Hann
staðnæmdist og kom svo og kyssti mig
mjög blíðlega. Það var áfengisþefur úr
vitum hans.
„Þú ert mín fyrsta ást,“ hvíslaði hann
mjög nærgætnislega. „Ég er ruddi. Fyr-
irgefðu mér.“ Um leið og hann sagði
þessi orð hallaði hann höfðinu á öxl
mér og stóð í þessum stellingum í nokkr
ar mínútur. Ég stóð grafkyrr og þorði
ekki að taka utan um hann. Ég hélt, að
hann væri að gráta. Axlir hans kipptust
til einu sinni eða tvisvar. Svo fórum við
aftur í rúmið og sofnuðum í björtu her-
berginu, örmagna.
Ég yfirgaf París þetta kvöld. Síðustu
klukkustundirnar voru tómlegar og dap-
urlegar, er við sátum í dagstofunni og
biðum eftir að tíminn liði og hreyfð-
um okkur ekki af ótta við, að hið við-
kvæma jafnvægi tilfinninga okkar rask-
aðist. Ég þráði enn ákvörðunarorð. Ég
leit á hið föla, þreytulega andlit hans
og leitaði að krafti í því til að gefa
mér von. Oftar en einu sinni hrópaði
ég næstum: Láttu mig ekki fara!
Nefndu orðið og ég verð kyrr. En hann
var áfram önuglyndur og þögull.
Það var ekki mitt að segja það. Hann
varð að vera maðurinn og taka það,
sem gat verið hans. Ég var ekki aðeins
of stolt til að taka að mér slíkt hlut-
verk, hrædd við hvað slík endurminn-
ing gæti gert við líf okkar og ást, held-
ur var ég einnig meðvitandi um það,
að ég gæti ekki borið virðingu fyrir
manni, sem væri of veikgeðja til að
sigrast á einhverju því, sem stóð á
milli hans og þeirrar leiðar, sem hann
valdi. Hann var ófær um að sýna styrk-
leik, þar sem ég áleit það nauðsynleg-
ast.
Ég var særð og full af þrá, þegar ég
fór. Hann fylgdi mér og er ég gekk
upp stigaþrepin að flugvélinni, leit ég
til baka og sá hann, einmana í kaldri
birtu ljósanna. (Framhald).
^ALKINN 23