Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 12
heldurðu það ekki? Það er skynsamlegt, og maður veit aldrei. Veiztu hvað ég á við?“ Angie kinkaði kolli. „Vissulega,“ sagði hann. „Ég hef raunar verið að hugsa um að láta gera það,“ sagði drengurinn. „Þetta er samt armband.“ „Ekta silfur. Ég hugsa — ó, ég hugsa, að það hafi líklega kostað pabba nokkur hundruð spírur; heldurðu það ekki? Að minnsta kosti.“ „Slæmt, að nafnið þitt er ekki á því.“ „Andskotinn, ég var rétt að segja þér, að ég ætla að láta setja nafnið mitt á það. Ég hef verið að hugsa um það, satt að segja.“ „Ætla þau virkilega að skilja?“ spurði Angie hann. Hann kinkaði kolli. „Uh-huh.“ Hann ók nú með aðra hönd á stýri, og með hendinni, sem var laus vafði hann utan af annarri sælgætisstönginni. „Jæja,“ sagði Angie. „Ég geri ráð fyrir, að þau verði að gera það. Mamma og pabbi gerðu það, þú veizt. þau hafa verið skilin — ég veit ekki hve lengi. Það gengur sæmilega.“ „Já,“ sagði hinn drengurinn og kink- aði aftur kolli. „Það gengur. Það gerir það raunar. Ég meina, sem stendur, sjáðu, David bróðir minn er hjá pabba, og það gengur. Ég meina, hann og pabbi komast sæmilega af. Og ég er hjá mömmu, þá fer ég að heimsækja pabba, og þetta gengur allt. Já,“ sagði hann, alvarlegur á svip, „það er eina svarið, hugsa ég. Það er skynsamlegt. Þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði hann og kinkaði kolli dauflega, „er það bezt.“ Hann beit fast í sælgætisstöngina, stýrði bílnum óaðfinnanlega með hinni hendinni, og sagði: „En — aðeins ef ...“ Og þá kom undarlegt fyrir. Tvö þrálát og alveg óvænt tár komu fram í augu hans, og andartak óskýrðist vegurinn fyrir framan hann og hann heyrði hægra framhjólið spýta reiðilega í á beygjunni. „Hæ, gættu þín!“ sagði Angie. „Fjand- inn hafi annarrar handar akstur, mað- ur. Löggan lætur þig fá miða fyrir þetta.“ „Fyrirgefðu. Ég missti takið.“ Angie byrjaði langa frásögn af slysi, sem hafði orðið á Norðurvegi tveim kvöldum áður, þegar stúlka, sem þeir þekktu báðir, á lánuðum Thunderbird, hafði ekið á steinvegg, valdið talsverð- um skemmdum framan á bifreiðinni, en enginn hafði slasazt. Angie hafði verið meðal farþega í bílnum, og hann lýsti slysinu í smáatriðum — hvað hefði komið fyrir rétt áður, hvað hefði komið stúlkunni til að líta við og segja eitt- hvað við einhvern í aftursætinu, hvern- ig bíllinn hafði hagað sér, hvernig förin hefðu komið á götuna, og hverju fram- koma stúlkunnar hefði verið lík á eftir. Dökkleiti drengurinn hlustaði. „Át hún gras?“ spurði hann allt í einu. „Maður, hún var móðursjúk. Ég meina, þú getur ekki ásakað hana. þetta var ekki hennar bíll. Fólkið, sem hún passaði krakka fyrir, átti hann, og maðurinn hafði lánað henni hann. En það var ekki gert ráð fyrir, að hún byði neinum í bíltúr. Hún varð hálf- brjáluð! Móðursjúk. Lagðist á fjórar fætur fyrir utan veginn og fór að moka upp í sig grasi! Við sögðum við hana: „Heyrðu, þú þarft aðeins að borga tvö þúsund kall, tryggingarnar borga af- ganginn.“ En hún sat þarna æpandi: „Drepið mig! og tróð upp í sig grasinu. Ég held að sumt fólk láti, eins og það sé brjálað.“ Dökkhærði drengurinn kinkaði kolli til samþykkis. Þegar hann kom að heimili Angies, hægði hann ferðina og ók bílnum út fyrir veginn. „Jæja, ég sé þig, Angie,“ sagði hann. „Sé þig kannski á ballinu á strönd- inni í kvöld?“ „Kannski. Ég veit ekki.“ „Jæja,“ sagði Angie, um leið og hann opnaði dyrnar, „sé þig.“ „Vertu rólegur.“ Angie fór að fikra sig út og vinur hans mælti hratt: „Angie — þegar foreldrar þínir skildu. ..“ „Já?“ sagði Angie. „Hvað um það?“ „Skiptir ekki máli. Sleppum því. Bless, Angie.“ Angie sté út, og dökk- hærði drengurinn setti bílinn aftur í gang og ók heimleiðis. Hann beygði hægt inn á veginn heim, ók upp hæðina og lagði bílnum í hringnum fyrir framan húsið. Hann sat stundarkorn undir stýrinu, lauk við seinni sælgætisstöngina og sleikti fing- urna. Síðan fór hann út úr bílnum á óvenjulegan hátt — það er að segja óvenjulegan fyrir flesta, en ekki óvenjulegan fyrir hann; það var vani hans að fara þannig út úr bíl, þegar hann var einn. Hann fór út um glugg- ann, höfuðið fyrst, renndi sér út fyrir rúðubrúnina með fæturna upp undir þaki bílsins, unz hendur hans snertu jörðina úti. Síðan stóð hann á höndum, tók heljarstökk aftur yfir sig og stóð upp. Þegar hann var heima, í íbúðinni í New York, skemmti hann við að fara upp með lyftunni standandi á höndum, þegar hann var einn. Það var eitthvað við það, að vera einn í lyftum og bíl- um, sem kom upp í þér löngun til að grípa til ólíkindabragða, en þar sem aldrei var neinn til að horfa á þig, voru þessi afrek ævinlega unnin í eins konar tómi. Hann sótti farangurinn í framsæti bifreiðarinnar og gekk upp að húsinu. Dagstofan var full af fólki og reyk, nokkur þekkt andlit, öll þeirra kunnug, vinir móður hans. „Ah, týndi sonurinn kominn heim!“ hrópaði kvenrödd til hans. „Sonurinn kominn heim, komdu og fylltu tóm glösin hjá okkur! Fljótt, fljótt, við erum að deyja úr þorsta.“ „Móðir hans var í ljósbláum silkikjól og ljósbláum skóm með mjóum tám og háum örmjóum hælum, og andlit henn- ar var rjótt og brosandi, og dimm, falleg augu hennar voru dauf af hlátri. Framhald á bls. 28. 12 FALKINN Islenzk upp — Aðferðin er í stuttu máli sú að þunnir málmrenningar eru festir á pappír sem síðan er plasthúðaður. Að því búnu er þetta tilbúið til uppsetn- » ingar og er fest á loftið og síðan klætt yfir. Þegar rafmagnsstraumnum er hleypt á hitna málmþynnurnar og hita út frá sér. 1 Við erum staddir í verksmiðju Raf- geislahitunar við Grensásveg og Gunn- laugur Jónsson framkvæmdastjóri er að útskýra fyrir okkur hvernig raf- geislahitun er framkvæmd. — Er langt síðan þetta fyrirtæki tók til starfa? — Nei, það eru ekki nema níu ár síðan. — Hvaðan er þessi hitunaraðferð upphaflega? — Upphaflega er þetta norsk upp- finning, en við höfum endurbætt hana á ýmsa vegu og fengið einkaleyfi fyrir þeim endurbótum og nú stendur til að hefja útflutning á þessu. Við höfum kynnt þessa framleiðslu okkar á vöru- sýningum erlendis og borizt nokkur til- boð, sem við erum að athuga. — Er rafgeislahitun komin víða í hús? — Hún mun nú komin í um fjögur hundruð íbúðir víða um land, en þó

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.