Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 10
4 Drengurinn bak við dyrnar DRENGURINN með dapurlega andlitið gekk inn í kjörbúðina og tók að róta í vösum sínum. Hann sneri við báðum vösum á hvítum bómullar- buxunum og fiskaði síðan í brjóstvasanum á hvítu skyrtunni, sem var óhneppt, en hnýtt um mittið. „Nú, hvar í fjandanum lét ég hann?“ sagði hann. „Léztu hvern?“ spurði Angie vinur hans, ber- fættur í vinnubuxum. „Hérna er hann,“ sagði hann og dró pappírs- miða upp úr einum vasanum. „Heyrðu,“ sagði hann við Angie, „þú ferð og pantar flöskurnar. Ég ætla að líta inn í matardeildina.“ „Matardeildina?“ sagði Angie. „Já. Fáðu þrjár flöskur af bourbon. Hafðu þær fjórar.“ Hann gekk í áttina til gangsins, sem var merktur „Matardeild“, og Angie rölti yfir í áfengis- deildina. Tvær konur, léttklæddar og litfríðar, voru sem dolfallnar yfir vöruvalinu í matardeildinni, skoð- uðu krukkur í hillum, hristu þær, athuguðu mið- ana og létu þær aftur á sinn stað. Drengurinn tvísteig fyrir aftan þær andartak, gægðist yfir axlir þeirra, og gaf frá sér lágt suð milli tannanna. „Viltu komast að hérna?“ spurði önnur konan og sneri sér að honum. „Nei, takk.“ Hann skundaði niður ganginn áleiðis til brauðgerðarinnar. Þegar hann hitti Angie aftur í áfengisdeildinni, hafði hann kökukassa og tvær stengur af sælgæti meðferðis. „Héma“, sagði hann við afgreiðslumann- inn. „Bættu þessu við.“ Hann leit á það, sem Angie hafði pantað. „And- skotinn, maður. Hún vill ekki þetta ódýra rusl. Kaupir þú svona lagað? Hún vill þetta góða, þarna. Fjórar flöskur,“ sagði hann við afgreiðslumanninn, sem tók flöskurnar og kom með hinar í staðinn. „Er þetta allt?“ Drengurinn kinkaði kolli. Afgreiðslumaðurinn lagði saman á vél, bætti kökunum og sælgætisstöngunum við, og sýndi dökkleita drengnum miðann. Drengurinn skoðaði hann, blístraði, og dró síðan samabrotna ávísunina upp úr vasa sínum, slétti úr henni, og tók upp svarta kúlupennann, sem lá á borðinu. Nafn móður hans, Alice C. Amis, var prentað á ávísunina, og 10 FÁLKINN Smásaga eftir Stephen Birmingham

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.