Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 18
SMASAGA EFTIR MARGARET CARTER » Allt iyrir iridskiptavi Ég heiti Árni Vilhjálms. Ég verzla með smádót og notuð húsgögn og ég hjálpa fólki að flytja. Fjarlægðir engin hindrun! Allt fyrir viðskiptavinina! Þar að auki get ég bætt því við, að ég er piparsveinn og hef hugsað mér að vera í því ásigkomulagi þangað til ég dey. Ég rölti um og hafði það notalegt í búðinni, þegar hún unga frú Lárusson kom inn. „Herra Vilhjálms,“sagði hún andstutt. „Þér flytjið líka húsgögn, fyrir utan að selja þau, ekki satt?“ „Jú, það geri ég, frú Lárusson. Hvern- ig get ég orðið yður að liði?“ „Ég á dálítið af húsgögnum, sem ég vildi gjarnan fá flutt.“ Hún var mjög bein í baki, þegar hún sagði þetta. „Það væri mér mikil ánægja. Og þau eiga að fara upp í íbúðina?“ „Þau eiga að fara út úr íbúðinni,“ sagði hún. Rödd mín var fagleg og viðskiptaleg þegar ég spurði: „Eiga þau að fara langt?“ „Það veit ég ekki,“ sagði hún og virt- ist skyndilega verða mjög óörugg. „Ég er ekki búin að fá herbergi enn .... En ég skal samt fljótlega ná í eitthvað," hélt hún þrjózkulega áfram. „Og þá ætlið þér að flytja dótið fyrir mig, — er það ekki, herra Vilhjálms?“ „Auðvitað. Þér segið bara til, hvenær það á að vera. Þá lít ég upp og skrifa upp.“ „Skrifa upp?“ sagði hún spyrjandi, „Er það nauðsynlegt? Þér þekkið þó flesta hlutina þegar.“ „Það er vani,“ frú Lárusson. Fótatak hennar var ekki nærri því eins hratt og ákveðið, þegar hún fór út úr búðinni, og þegar hún kom. Ég fór að flytja vörurnar inn af gangstéttinni og á meðan hringsóluðu hugsanirnar í höfðinu á mér .... Þrír mánuðir voru nú liðnir síðan ungu hjónin fluttu inn í litlu íbúðina, •----og þrír mánuðir höfðu líka liðið síðan ungfrú Vera, sem brosti eins og sól í heiði varð frú Lárusson. Þegar þau voru trúlofuð, höfðu þau komið í verzl- unina mína nærri því á hverjum laug- ardegi; öðru hvoru keyptu þau eitthvað, stundum komu þau bara til að skoða. En alltaf töluðu þau í ákafa — saman og við mig. „Ó, hvað þetta gæti orðið yndislegur lampi,“ átti hún það til að segja og dáðist að gamalli leirkrús, sem árum 18 FALKINN saman hafði staðið úti í horni og safn- að ryki. „Já, en áður en við erum búin að ákveða, hvaða litir eiga að vera í stof- unni .... “ „Hvaða stofu?“ „Stofunni, sem við myndumláta lamp- ann í, ef við keyptum krukkuna, og ættum stofu.“ Með það keyptu þau krukkuna með silkigljáandi glerhúðuninni og fóru aft- ur. Hann hafði krúsina undir annarri hendinni, hina lagði hann um axlir henni. Þar fóru þau, hafði ég oft hugs- að, lífið beið þeirra; stað til að búa á höfðu þau ekki, en þau áttu nóg af draumum og nú líka krukku, sem ein- hvern góðan veðurdag átti að breyta í lampa og standa á heimili þeirra. Og nú kom hún og bað mig að flytja fyrir sig. „Út úr íbúðinni, herra Vilhjálms.“ Það leit ekki vel út. Það leit alls ekki vel út, og ég felldi mig ekki við ástand- ið. Mér virtist það óþægilegt og öfug- snúið. Mér var þungt um hjartaræturn- ar meðan ég bar síðustu kassana inn. En það er erfitt að finna stað til að búa á á okkar dögum, og næsta morg- un fékk ég frú Lárusson aftur í heim- sókn. „Herra Vilhjálms,“ sagði hún, „haldið þér að þér getið geymt nokkur húsgögn fjorir mig dálítinn tíma?“ „Það ætti að vera hægt,“ sagði ég. „Það er bara þangað til ég er búin að finna herbergi,“ sagði hún. Það voru dökkir baugar undir augun- um og hún var þreytuleg. „Ég á kunningja," byrjaði ég varfærn- islega, „herra Aron, hann hefur tvö her- bergi uppi, sem eru auð.“ Þegar hún fór, fimm mínútum seinna, hafði hún heimilisfang Arons og ég var með lykilinn að íbúðinni. Fallega stofan þeirra Lárusson hjón- anna var eins snyrtileg og hreinleg og búðargluggi. Engin blöð eða bækur lágu á glámbekk, engar gamlar pípur sáust, undir hægindastólnum sáust engir inni- skór. Allt það, sem meiningin var að ég sæi um, var merkt með krítarkrossi .... og það var búið um í sófanum. Þar stóð það allt, húsgögnin og allir skrautmunirnir, sem þau höfðu keypt hjá mér, litla kringlótta borðið, fótskem- illinn, krukku-lampinn og svo auðvitað skrifborðið .... Það var alveg einstakt húsgagn. Það höfðu verið lagðar tilfinningar í, þegar það borð var búið til, og tilfinningarn- ar voru líka með í kaupunum. Hún hafði komið auga á það einu sinni seinni hluta laugardags, þegar það byrjaði að dimma fyrir utan. „Ó, herra Vilhjálms, þetta borð þarna ....“ hafði hún sagt og lagzt um leið á hnén fyrir framan það. „Hvað það er fallegt! Er það .... er það hræðilega dýrt?“ Það var dýrt. Ég nefndi eina verðið, sem ég hafði og hún andvarpaði. „Ég hélt það líka,“ sagði hún. „Það er auðskilið .... “ Hún gekk hægt um- hverfis það, kom við það og dró skúff- urnar varlega út. Og allan tímann stóð hann og horfði ástúðlega á hana. „Það er útilokað,“ sagði hún að lok- um, „við höfum alls ekki ráð á þessu.“ Hún hafði smeygt hendinni undir arm hans, og þau voru farin aftur. Á mánu* dagsmorgun kom hann aleinn inn í verzlunina og greiddi fyrstu afborgun af borðinu. Þegar hann var búinn að borga það, voru þau búin að gifta sig og höfðu fengið íbúðina, og hann hafði beðið mig að koma því upp og koma því þannig fyrir, að hún gæti séð það um leið og hún opnaði dyrnar. Á borðinu lá nú seðill með krossi á; hún vildi hafa það með sér, og það var það eina uppörvandi í þessu öllu saman. Það var henni einhvers virði, þetta borð; það var ennþá einhver ást eftir, og þar með líka von. * Ég settist og starði upp í loftið, með- an ég barði úr pípunni minni og braut heilann eins og vitlaus maður, en loks- ins myndaðist svo áætlun. Ég byrjaði með að láta frú Lárusson vita, að ég væri tilbúinn að flytja dótið hennar á næsta laugardag. „Laugardag!" segir hún. „Ég kysi heldur einhvern annan dag í vikunni." „Því miður, frú Lárusson. Ég get það aðeins á laugardag.“ Hún vildi vera laus við hann á með- an, það vissi ég vel, og hann átti frí á laugardögum; en það var ekki í sam- ræmi við mínar áætlanir, og laugardags- morgun kl. 11 mætti ég með flutnings- bílinn minn. Þegar hún opnaði fyrir mér og ég sá herra Lárussson standa inni í stof- unni með hendurnar djúpt grafnar í buxnavösunum, dró ég djúpt andann og varpaði mér út í það. „Jæja, við flytjum í dag, ha?“ Ég gekk inn í stofuna; varir mínar drógust frá tönnunum í krampakenndu brosi. „Nú hafið þér líklega hugsað yður vel um, ekki satt? Ég meina — með tilliti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.