Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.06.1963, Blaðsíða 8
Hvítir og Kynþáttavandamálin hafa löngum verið stjórnmálamönnum og þjóðhöfð- ingjum erfiður ljár í þúfu. Hinn þel- dökki maður hefur mátt þola yfirráð og kúgun hins hvíta kynstofns, og það er ekki fyrr en nú á síðustu árum, að hann hefur að nokkru leyti fengið jafn- rétti á við hinn hvíta. Víðast hvar hef- ur þetta jafnrétti verið viðurkennt, en þó ekki fyrr en eftir mikla og erfiða baráttu. Það hefur til dæmis átt sér stað nú með skömmu millibili, að kyn- þáttadeilur hafa blossað upp í Banda- ríkjunum, Suðurríkjunum. Svertingj- um hefur verið meinuð skólaganga, þeim er enn þann dag í dag meinaður aðgangur að vissum kaffi- og veitinga- húsum, verzlunum og kvikmyndahús- um. Allur þessi ágreiningur hlýtur að eiga sér djúpar rætur, enda hafa kyn- þáttavandamálin löngum þótt hin við- kvæmustu mál og mjög erfið viður- eignar. Það er því erfitt fyrir þann, sem ekki hefur alizt upp meðal þess- 8 ara vandamála, að gefa nokkra skýr- ingu á því, hvað þarna á sér stað. Það er einnig mjög hæpið fyrir áhorfand- ann, að feila dóm í þessum efnum. Þegar rætt er um kynþáttavandamál, og menn vilja sýna sem ömurlegasta mynd af afleiðingum kynþáttamisréttis, er Suður Afríka oftast tekin sem dæmi. Þar eru þeldökkir menn margfalt fleiri en hinir hvítu, þar er skiptingin fram- kvæmd með lögregluvaldi, og leiðtog- ar þjóðarinnar halda því fram, að eina lausnin á vandamálunum sé algjör skipting og aðskilnaður hins hvíta og svarta kynstofns. Aðalráðamaður þjóðarinnar er Ver- woerd nokkur, Frensch Hendrik Ver- woerd, 61 árs gamall, sem oft hefur verið nefndur einvaldur Suður-Afríku. Hann varð ráðherra 1950, og undir hans stjórn heyrðu mál innfæddra. Hefur Verwoerd þótt harður í horn að taka, og neitað öllum beiðnum og kröf- um vestrænna þjóða um að létta okinu af svertingjunum. Við íslendingar höfum aldrei kynnzt þessum vandamálum, og aðeins fylgzt með þeim úr fjarlægð. Þó hefur einn íslendingur verið kjörinn í nefnd, sem stúdentar frá ýmsum þjóðum skipa, en verkefni hennar er að kanna ástand- ið í Suður-Afríku. ★ Um þessar mundir er hér á landi ungur Englendingur, sem er fæddur og uppalinn í Suður-Afríku. Forfeður hans, sem voru bændur, komu þangað árið 1820. Þessi maður, sem er 21 árs gamall, er háseti á einum togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur, og er hinn ánægðasti með lífið hér. Hann verður hér til haustsins, en fer þá að öllum líkindum aftur heim til Suður-Afríku. Hann heitir R. M. Bradfield, og er fæddur í lítilli borg í S-Afríku, sem heitir Grahamstown. Faðir hans er eftirlitsmaður í demantanámu, sem er skammt frá borg sem heitir Jagersfon- tein, en þangað flutti fjölskyldan skömmu eftir fæðingu Bradfields. Fað- ir hans á að sjá um, að enginn verka- maður, sem í námunum vinnur, geti smyglað út demöntum. I kringum nám- urnar eru háar girðingar, og fjöldi varð- manna gætir þeirra, og leitar vandlega á hverjum þeim manni, sem fær út- gönguleyfi. í námunum, þ. e. við sjálfar boranirn- ar og gröftinn, vinna eingöngu svert- ingjar. Allir yfirmennirnir eru hvítir. Svertingjarnir fá laun, sem eru yfirleitt helmingi lægri en laun hvíta manns- ins. í námunum fá þeir húsnæði og fæði, og þeir þurfa sérstök leyfi og vegabréf til að komast út fyrir girð- ingarnar. ★ Forfeður Bradfield komu til S-Afríku árið 1820. Þeir voru í hópi fjölda inn- flytjenda, sem yfirleitt hafa verið nefndir „Innflytjendurnir 1820“. Allt voru þetta bændur, sem komu frá Bret- landi, en þar voru þá erfiðir tímar. Bændum var lofað öllu fögru, styrkj- um frá brezka ríkinu og annarri hjálp. En raunin varð önnur. Búskapurinn gekk erfiðlega, og bændurnir áttu í sífelldum skærum við óvinveitta frum- byggja landsins. Það varð þeim eðli- legra að nota byssuna en jarðyrkju- verkfærin. Fjöldi þessa fólks sneri aftur til Bretlands, en nokkur hluti varð eftir. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.