Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 11
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREIINIHOLST GAMLI JAKKINN Hundurinn er bezti vinur mannsins. En þeim mun oftar, sem ég fjarlægi leifar þær, sem nágrannahundurinn skilur eftir fyrir utan dyrnar hjá mér, þeim mun ófúsari er ég að samþykkja þetta slagorð. Ég veit hvað er bezti vin- ur karlmannsins. Það er gamli, góði sunnudagsjakkinn hans. Ekki líður mér eins vel í nokkurri flík og gamla, gráa tweedjakkanum mínum. Hann er ægilega víður og fylg- ir eftir hverri hreyfingu, manns, þar sem hann er svolítið farinn að láta á sjá, gerir ekki svo mikið til, þótt mað- ur óhreinki sig endrum og eins í hon- um. Hann hefur þjónað húsbónda sín- um dyggilega í fjöld ára. Ef sett er leð- ur á ermarnar, þar sem hann er svolít- ið farinn að trosna, burstar hann upp og setur nokkrar tölur á, getur hann vel þjónað manni í nokkur ár í viðbót. Marianna þolir hann ekki. Ég' skil ekki hvað hún hefur á móti honum, en hvert skipti, sem ég smokra mér í hann get ég verið handviss um, að hún hreyfir mótmælum. — Fyrirgefðu góði. Ætlarðu virkilega að fara í þessum gamla jakka í bæinn? — Hvað er að þessum jakka? Hún fyrirbauð mér að yfirgefa húsið í þessum jakka. Ég varð satt að segja að viðurkenna, að það var ekki laust við, að hún væri svolítið móðursjúk út af jakkanum. — Allt í lagi, sagði ég og gafst upp. Síðan hólkaði ég mér í nýja tvöfaltvafða jakkann minn, sem var svo stífur, að maður hefði haldið, að hann væri gerð- ur úr stífelsi. Síðan lagði ég af stað. Um leið og ég var kominn heim aftur, fór ég í gamla jakkann minn og fannst á sama augna- bliki, að ég væri orðinn nýr og betri mað- ur. Þetta var dýrlegt. Við vorum óað- skiljanlegir, jakkinn og ég, en verst var hvað hann var slitinn á olnbogun- um. Ég fór með hann til skraddara og fékk talið hann á að setja leður á jakk- ann þar sem hann væri mest slitinn. Það kostaði næstum því eins mikið og stíf- elsisjakkinn. Eftir þessa yngingu var jakkinn orðinn sem nýr og ég fékk að fara í honum í vinnuna nokkurn veg- inn orðalaust. En dag nokkurn, þegar ég ætlaði að taka hann út úr skápnum var hann ekki á herðatrénu. — Hvar er jakkinn minn? spurði ég Mariönnu. — Jakki, endurtók hún, — ég þoli ekki, að þú kallir þetta jakka. Þú ert að meina pjötluna, sem þú ert vanur að fara í vinnuna í, þá gaf ég klútasafnara hana. Það var betra en....... Ég rauk á dyr og niður eftir götunni, þar sem ég að lolrum rakst á klútasafn- arann á hjólinu sínu. — Hafið þér jakkann minn? spurði ég lafmóður og byrjaði að róta í tusku- búnkanum. — Svona, svona, herra minn. Ekki svona ákafur. Allt sem hér liggur hef ég fengið heiðarlega gefið við dyrnar á húsunum hér. — Þér fáið dal, ef þér finnið jakkann minn. Þetta bjargaði málinu. Andartaki síð- ar stóð ég með jakkann í höndunum. — Einn dalur fyrir eina tusku, alls elcki svo slæmt, herra minn, sagði klúta- safnarinn og rétti út lófann til þess að taka á móti upphæðinni. En ég gekk ánægður heim með jakkann og var fljótur að fara í hahn. Af óskiljanlegum ástæðum talaði Marianna ekki við mig, það sem eftir var dagsins. Ég dustaði jakkann á erm- unum, burstaði hann með hendinni og fjarlægði nokkra bletti með volgu vatni inni í baðherberginu — og jakk- inn minn leit aftur út sem nýr væri. Hálfum mánuði síðar var hann horf- inn. — Hvar er jakkinn minn? hrópaði ég svo að þakið var næstum farið af hús- inu. Næstum því um leið kom ég auga á hann. Hann hafði verið hengdur á fuglahræðuna við jarðarberjabeðið. Ég flýtti mér að taka hann niður, dustaði af honum fuglaskít og strá og fór í hann. Það sem, eftir var dagsins talaði ég ekki við Mariönnu, bauð henni einu sinni ekki góða nótt. Nokkru seinna gerðist hinn hræðilegi atburður. Ég opnaði dyrnar að klæða- skápnum. Herðatréð var autt. — Jakkinn nrinn, hrópaði ég. Ilvar er jakkinn minn? Ég heyrði ekki bofs. Ég leitaði um allt húsið. Ég komst í mikla geðshræringu og að lokum fann ég hann. Hann var í öskutunnunni, brunninn upp til ösku. Ég rótaði í öskunni, hún var glóandi enn, en það var lítill bútur af gráu tweed, sem sagði mér hvernig komið var. Þegar ég gekk inn i eldhúsið nokkru síðar, þá var mér næst að myrða mína ektakvinnu, svo reiður var ég. Marianna hnipraði sig saman í einu horni eldhússins, lafhrædd. Framh. á bls. 36. FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.