Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI Þeir störðu undrandi á bátinn. „Honum hlýtur að hafa verið stýrt, en það er enginn um borð,“ sagði Jollipop. „Kannski hann hafi rekið hingað með straumnum. Við skulum rannsaka málið,“ sagði Panda. „Ég ætla að benda þér á að það er háflóð svo að hann getur ekki hafa rekið hingað með sjávar- föllum,“ sagði Jollypop um leið og hann steig upp í bátinn á eftir húsbónda sínum. „Þetta er dálítið ein- kennilegt, hér er logandi á lampa eins og einhver hafi kveikt á honum,“ sagði Panda. „Það er þó ein- kennilegra," sagði Jollypop og lyfti upp kaffikönnu, sem stóð á lágu borði, „að kaffið er enn heitt.“ Panda var farið að finnast dálítið óþægilegt um borð í skrítna bátnum. „Ég get ekki skilið, hvernig hann getur siglt, ef enginn er um borð,“ tautaði hann. „Og hvernig getur logað á lampanum... og hvernig gat þetta heita kaffi komizt hingað?“ „Ágætis endurtekn- ing hinna undarlegri hluta málsins,“ sagði Jollypop og leit taugaóstyrkur í kringum sig. „Við skulum fara héðan,“ stundi Panda hræðslulega. „Mér finnst ég ekki öruggur.“ En þegar þeir fóru út úr klefanum, kom annað þeim óþægilega á óvart, sem raskaði jafn- vel hinni venjulegu rósemi Jollypop. Því að ... meðan þeir höfðu verið inni í klefanum hafði skipið runnið hljóðlega út á sjó .. til óþekkts ákvörðunarstaðar. Hinn dularfulli bátur leið hljóðlega yfir öldurnar til til óþekkts ákvörðunarstaðar. „Hvert skyldum við vera að fara?“ spurði Panda skelfdur. „Það veit ég ekki, herra Panda,“ svaraði Jollypop, sem hafði náð sér. „Þessi skrítni bátur er að ræna okkur,“ sagði Panda. „Það er óeðlilegt.“ „Það er einmitt dálítið óvenjulegt," samþykkti Jollypop rólega. „Verið ekki hræddir," sagði málmkennd rödd frá klefanum. „Fáið ykkur kaffibolla. Mér er enn heitt.“ „Sagðir þú þetta, Jollypop?“ spurði Panda vonglaður. „Nei, herra Panda,“ svaraði þjónninn hans rólega. „Þetta boð kom frá ... kaffikönnunni." 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.