Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 23
voru að klæða sig, og Ariadne kom inn í herbergi mitt til að sýna mér nýjasta kjólinn sinn. Hún virtist föl undir and- litsfaðranum og ég velti því fyrir mér, hvað amaði að henni. í þetta skipti stríddi ég henni ekki eða hæddi hana, heldur lét hana setjast við hlið mér. „Þú ert þreytuleg, Ariadne. Nei, ég er ekki að stríða þér, bætti ég við þeg- ar ég sá blikið í augum hennar, eins og hún væri reiðubúin að skirpa á mig. „Ég hef áhyggjur vegna þín. Er það Ercy? Er eitthvað að?“ Hún sneri höfði sínu undan augna- biik og tók eftir, að Anna leyndist í skápunum, og hengdi upp og hagræddi hlutunum. „Anna, farðu niður og gáðu, hvort allt er í lagi með borðin. „Ég vissi að Ariadne vantreysti gömlu konunni, og ég vildi sýna henni reglulega um- hyggju. „Þú ert mjög athyglisöm, kæra systir, sagði hún þurrlega án þess að líta á mig, þegar við vorum orðnar einar. „Hvað er að?“ „Ekkert, sem tíminn læknar ekki, kæra systir, og ekkert, sem hægt er að komast hjá. En það ert þú, sem ættir að hafa áhyggjur — þú virðist hafa lif- að á einhverju fjarlægu skýi í þó nokk- urn tíma......“ Hún horfði á mig núna, höfuð hennar hallaðist aftur á bak og augu hennar voru kuldalega skásett. „Ég ætla ekki að fara í neinn gátu- leik við þig, kæra systir,“ sagði ég við hana og notaði hinn þurra, kaldhæðna tón hennar. ,,Ég hélt, að þú litir dálítið þreytulega út og reyndar gerir þú það. En ég læt þig ekki segja mér^ neitt ó- merkilegt samkvæmisslúður.“ Ég stóð á fætur og gekk að opnum glugganum. Sólin var um það bil að setjast i sjó- inn, sem var eins og brætt stál, og það var ekki ský á himni til að endurvarpa deyjandi geislum hennar. Kaldur and- vari kom skyndilega og lét mig skjálfa í hinum þunna silkikjól mínum. „Það er ekki ómerkilegt samkvæmis- slúður, Phaedra, það var raunverulegt og alvarlegt. Pabbi er ákveðinn í að mala manninn þinn, ef Alexis verða fengin of mikil völd í Kyrilisveldinu. Hefurðu ekki enn hugsað um þetta? Hvar hef- urðu verið allar þessar vikur?“ Rödd hennar hækkaði og hvesstist á síðustu spurningunni. Ég sneri mér ekki til að horfa á hana. Ég gat séð hana eins greinilega eins og ég hefði augu í bakinu — sömu Ariadne hinnar útþvældu hollustu, sem sat rétt og tilfinninganæm í stífri spennu. Ég vissi, að hún sagði sannleikann. Um hana togaðist á hollusta hennar við Andreas, hin gamla ást hennar til Thanosar og hinn mikli og hræðilegi skuggi Dimitri gamla. Arum saman hafði hún setið í netinu miðju, gert áætl- anir, dreymt og þráð. Kannske var það að segja sannleikann hluti af áætlun- inni, en það stóð á sama. „Tbanos er sinn eigin herra,“ sagði ég að lokum. „Hann verður ekki yfir- bugaður:“ „Og þinn eigin sonur? rödd hennar var gjallandi núna. Ég velti því fyrir mér, hvers vegna hún léti sér annt um þetta. „Hefurðu alls engar tilfinningar?“ Ég sneri mér snöggt. Hún sat enn nálægt náttborðinu, háls hennar var teygður fram eins og til að ná betur til mín með röddinni. Ég var skelfd yfir orðum hennar. Allt líf mitt hafði ég litið á hana sem þá tilfinningalausu. Ég var sú, sem fann of mikið til til að gera málmiðlun, ég var sú, sem hægt var að koma gjörsamlega úr jafnvægi. Hún var sú, sem hélt tilfinningunum í kollinum......Nú virtist svo sem hún héldi, að ég væri köld. „Ég mun tala við pabba,“ sagði ég og lét málið vera útrætt. Hún leit á mig augnablik og ég sá mig endurspegl- ast í augum hennar og undraðist hina botnlausu afbrýðisemi hennar. Hún yfirgaf herbergið og það skrjáf- aði í satíni, og ég gleymdi samtali okk- ar strax. Ég hafði meira áríðandi mál í huga og þar var Alexis efstur á blaði. Þegar ég kom í herbergi hans, hætti hjarta mitt að slá, og ég stanzaði — dyrnar voru galopnar og ljós logaði. Ég sveipaði róseminni að mér eins og kápu og fór inn. Hann sat á rúminu og horði á nokkr- ar teikningar, sem hann hafði dreift um. Þegar hann sá mig, voru augu hans óbreytt og rödd hans var alveg kæru- laus, þegar hann sagði: „Hvernig fellur þér við þessar? Ég teiknaði þær í dag. Aþena er mjög spennandi borg.“ Hann hafði aldrei áður horft á mig eða talað við mig svona. Það gat aðeins verið leyfilegt. ef við hefðum búið sam- an í mörg, mörg ár og værum eins kunn- ug hvort öðru og sjálíum okkur. „Ætlarðu ekki að klæða þig fyrir samkvæmið?“ spurði ég og tókst ekki Eg gekk upp að honum og sagði mjög blíðlega: „Ercy er barn.....Þú átt að vera með okkur. Thanos væntir þess að kynna þig fyrir öllum í kvöld. Þú hefðir átt að spyrja mig, Alexis.“ Hann stóð kyrr augnabiik, augu hans litu yfir axlir mínar og brjóst og sendu hitabylgjur um mig alla. „Þú ert mjög yndisleg í kvöld. Pha- edra. Þú ættir alltaf að vera hvít- klædd.“ Hann gekk nær og kyssti mig mjög laust og gekk aftur á bak. „Mér þykir þetta leitt, ég skal koma á breyt- ingu áður en auga er deplað.......... Sjáðu!“ Hann þaut úr augsýn og ég dró and- ann djúpt og ég baðaði mig í þeirri gleðilaug, sem koss hans og skap hafði skapað í mér. Ég sat á rúminu hans og horfði á teikningarnar og beið eftir að hann skipti um föt. Þær voru góðar og lifandi og sköpuðu arkitektslega ná- kvæmni án þess að fara nokkurn tíma út í smáatriði. Sérhvert strik, hvort sem það var ákveðið og beint eða fínlegt og mjúkt var ekki aðeins hluti af hug- boðinu, heldur einnig hluti af tekning- unni sjálfri. Hann sást enn ekki, þegar ég heyrði einhvern kalla á mig og ég varð að yfirgefa herbergið. En ég tók með mér hamingjumóðu eins fínlega og glitrandi eins og indverskt híalín. Ég veit ekki hvað fór á milli Alexis og Ercy, þegar hún uppgötvaði að hann gat ekki slegizt í hóp leikfélaga henn- ar. En Ariadne var lengi að koma til okkar, og ég hélt ég heyrði rödd henn- ar og Ercy hækka sig uppi á lofti. Af pallinum gat ég séð skemmti- snekkjuna, öll ljós hennar voru loganr’A og heyrt tónlistina, sem unglingununy féll í geð. Brátt heyrði ég hljóðið í hrað- bátnum, sem sipldi fram og aftur. Senn fer að síga á seinni Kluta sögunnar um Phaedru eftir Yale Lotan. Eins og kunnugt er hefur sagan venð kvikmynduS og hefur myndin farið sigurför um heiminn að undanförnu. TitiIhlutverkiS leik- ur hin kunna gríska leikona, Melina Mercouri. Myndir* ”--Snr svnd í Tónabíói strax og sögunni lýkur hér í Fálkanum. alveg að halda rödd minni í jafnvægi. Hann var í buxum og ljósri skyrtu. „Ég er klæddur,“ svaraði hann og glápti enn á teikningar sínar. „Ercy sagði að það yrði mjög óform- legt.“ „Ercy?“ Hann leit upp. „Hvers vegna, já..... Ég lofaði að koma út á skemmtisnekkj- una.“ „Þú hlýtur að vera vitlaus!“ Ég skalf af reiði og var hjálparvana. Átti þessi litli api hennar Ariadne að sletta sér alltaf fram í? Hann stóð upp. „Mér þykir það leitt, Phaedra. Ég hélt ekki að það skipti máli.“ Andlit hans var alvarlegt og ég mændi á hann allan og þráði að koma nær og vera ein með honum. Reiði min hvarf. Gestir okkar voru iika að koma. Thanos og ég kynntum Alexis fyrir öll- um og ég hafði ánægju af hinu gráðuga bliki, sem kom í augu kvennanna, þegar þær sáu hann, myndarlegan og liðugan í samkvæmisklæðnaði sínum, og munn- vik hans mynduðu bros í sífellu. Kvöldið leið. Fjöldi fólks hafði þegar drukkið of mikið, sumir dönsuðu og margir hópuðust í lítil horn, þar sem þeir brugguðu leyniráð og þvöðruðu og sýndu tennur sínar. Thanos var í mjög góðu skapi, hann gekk á milli hóp- anna, dansaði við sumar konurnar og einu sinni við mig, og hann var alltaf að leita að Alexis til að láta hann heyra eitthvað eða sýna hann Ariadne sat í dimmu horni á stéttinni og horfði út til skemmtsnekkjunnar og ekki einu Framh á bls 32 FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.