Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 20
Þad $em huguriim gimist —1——MWHUIIiiHlll Sonja brosti, þegar hún kom aitur irá giugganum inn í búðina til hinna afgreiðslustúlknanna og gleymdi alveg nokkra stund þvi, að þær voru alltaf að stríða henni á hinni löngu trúlofun. Dóra með Ijósa hárið litaða var alltaf fyrst með athuga- semdir. — Já, en hvað er þetta, Sonja? sagði hún, og hún hafði sagt það oft áður. — Er það virkilegt, að þú hafir enn ekki fengið trúlofunarhring? Nú, en þú getur svo sem alltaf farið upp á borgardómara- skrifstofu og látið gifta þig. — Ég ætla ekki að láta gifta mig eins og stúlka, sem neyðist til þess í skyndingu, svaraði Sonja. Já, elskan, það er alveg rétt, sagði ein saumakonan. En finnst þér Sam annars ekki vera lengi að þessu? Nú eruð þið búin að vera saman í fjögur ár og þú hefur enn ekki fengið trúlofunarhring. Nashyrningurinn getur ef til vill útvegað Sonju trúlofunar- hring, sagði Jói þegar hann og Kandinsky voru að búa til lítinn bás handa nashyrningnum úr appelsínukössum. Gamli maðurinn, sem hafði áhyggjur af, hvaða krafta- verka Jói myndi krefjast af litla dýrinu, svaraði alvarlegur og dálítið áhyggjufullur: — Hann lítur nú ekki út fyrir að vera hraustur, Jói. — Hann saknar pabba síns og mömmu, sagði Jói og gældi innilega við vanskapað horn kiðlingsins. — En heldur þú annars, að hornið sé nógu stórt til að við getum óskað okkur? — Við getum ekki gert annað en reynt... — Hvers óskar þú, herra Kandinsky? — Hvers ég óska? Gamall maður eins og ég — hvað vantar mig eiginlega? Hann tók straujárnið og spýtti á það. — Æ, jæja, járnið er strax orðið kalt. Jú, hér kemur ein, sagði hann. —Ég vildi gjarna eiga sjálfvirka gufupressu. Maður opnar hana og setur buxurnar inn í hana. Maður lokar henni og ýtir bara á einn hnapp — og bzzzzzzzzzz, gufan er komin. Maður opnar hana aftur og buxurnar eru pressaðar. Kandinsky lék allt með höndunum um leið og hann sagði þetta. — Svona hlutar hef ég óskað mér alla ævi, Jói. Já, ég óska mér sjálfvirkrar gufupressu. en þegar ég hugsa mig um, get ég vel séð, að það er að fara fram á of mikið. Því að þetta er jú mjög lítill nashyrningur, þegar öllu er á botninn hvolft. — Já, en þá skulum við reyna eina af mínum óskum, sagði Jói. Hann kom við horn kiðlingsins og sagði hátt: — Ég vildi óska, að mamma færi með mig í bæinn. í bíó. — Jói, kallaði móðir hans á sama augnabliki. Hún hall- aði sér út um glugga á húsinu. — Hvað ert þú að gera? — Mig langar að fara'til Sam í æfingasalinn. — Já, en vertu nú ekki lengi þar niður frá. Þú átt að koma með mér í bæinn seinna í dag. — Hún — hún rætist, hvíslaði Jói að Kandinsky. — Þú átt að fara til tannlæknis, hélt móðir hans áfram. — Hún rætist ekki, andvarpaði Jói. Inngangurinn inn í æfingasal Svarta-fsaks var í gegnum búð hans, þar sem hann seldi steikt fiskflök með brúnuðum kartöflum. Þegar Jói kom inn í salinn, voru tveir að æfa hvorn annan í fjölbragðaglímu og hnefaleikamaður barði sandpoka. Sam stóð og herti vöðvana fyrir framan teppi af Windsorkastala — og ljósmyndari dansaði í kringum hann og mundaði myndavélina. Svarti-fsak gekk sjálfur um meðal mannanna í æfingasalnum, maðurinn, sem var bæði vin- gjarnlegur og strangur og var þekktur í hverfinu vegna 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.