Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 16
Aldrei hefur átt sér stað hjónaskiln- aður í Englandi, sem kostað hefur meira, en þriðji skiinaður hertogans af Argyll. Argyilmálið er röð stórkostlegra við- burða. í fyrsta iagi var hertogaynjan dæmd til að greiða morð fjár í skaða- bætur til einkaritara hertogans fyrir ærumeiðandi ásakanir. Svo var deilt um verðmæti, sem hertogaynjan sagðist hafa fengið að gjöf frá hertoganum. Og loks hefur hertogaynjan sakað hertog- ann um að hafa framið hjúskaparbot með stjúpmóður hennar. Þetta allt er svo kryddað með ýms- um smáatriðum eins og fölsuðu sím- skeyti, tiivitnunum í bréf, þar sem her- toginn kaliar eiginkonu sina „S“ (hann hefur unnið eið að því, að það þýði Satan!) og dagbók hertogaynjunnar, sem hertoginn hefur lagt fram sem sönnunargagn gegn henni, en hún held- ur því fram, að hann hafi stolið henni úr skrifborði hennar. Við þetta bættist svo, að allur lax í veiðivatni hertogans var eitraður og að brotizt var inn hjá honum bæði í Inveraraykastala og í íbúð hans í London. Fóik fylgdist með málinu af miklum ákafa. Þegar öllu er á botninn hvolft eru ekki nema 27 hertogar í eyríkinu, auk konungsfjölskyidunnar, og hertog- inn af Argyll er sá ellefti í röð Argyll- ættarinnar. Janfvel þótt hann hefði lifað kyrrláttu lífi, hefðu blöðin fylgzt náið með honum. Þessi iaukur hinnar tignu ættar varð heimsfrægur, þegar hann hóf leit að fjársjóði í Tobermoryvikinni á vestur- strönd Skotlands. Sagt er, og þrjátíu miiljón pund liggi þar grafin. Hertoga- 16 FÁLKINN ynjan var á unga aldri þekkt undir nafninu ungfrú Margaret Whigham. Brúðkaup hennar, er hún giftist banda- ríska fjármálamanninum og golfleik- aranum Charles Sweeney, var áiíka mik- ill viðburður og það, er hertoginn kvæntist dóttur blaðakóngsins Beaver- brooks. Samkvæmt enskum lögum verður sá aðili, sem krefst hjónaskilnaðar, að skýra frá nafni þess aðila, sem hann áh'tur, að makinn hafi framið hjúskapar- brote með. Hertoginn hefur í öryggisskyni nefnt ekki færri en þrjú þekkt nöfn: Fulltrúa Vestur-Þýzkalands, sem er bróðir eld- flaugasérfræðingsins Von Braun, þekkt- an kaupsýslumann á alþjóðavettvangi og fyrrverandi blaðafulltrúa Savoy- hótelsins, Ailir segjast þeir vera sak- lausir..... Bara að leitin í Tobermorvíkinni hefði nú borið árangur! Þá hefði hertog- inn ekki neyðzt til að auglýsa Inveraray- kastalanum til leigu með laxveiði, ellefu þjónum og serkjapípuleikurum. HER- TOGAYNJAN heldur því fram, að hún og fjölskylda hennar hafi varið stórfé til viðgerða á höllinni og í leitarferðir hertogans. Það er staðreynd, að skip úr spánska flotanum leitaði árið 1588 inn í Tober- moryvíkina. Sumir halda því fram, að það hafi verið hið fræga Duque de Florencia hlaðið gulli og silfri. Maclaenfjölskyldan verzlaði við skip- stjórann, en þegar hún komst að því, að skipið var búið til farar án þess að reikningar hefðu verið greiddir, varð fjölskyldan svo æf, að hún skaut á skip- ið. Það brotnaði í spón og sökk. Með konungsbréfi var einum forföður her- togans og eftirkomendum hans heimilað að leita að fjársjóðnum og hirða 99 pró- sent af honum. Tveir næstu hertogar voru svo önn- um kafnir við illdeilur, að þeim vannst ekki tími til að leita að auðævunum, áður en þeir voru hálshöggnir. Árið 1661 kafaði sænskur kafari nið- ur að flakinu og kom með ýmislegt upp. Sérfræðingar segja, að 6000 tonnum verði að ryðja burt til að komast niður að flakinu og mörgum þúsundum í við- bót, ef unnt á að vera að vinna þar. Argyllhjónaskilnaðurinn verður einn sá dýrasti í brezkri réttarsögu .... og það er ekki svo lítið. Dýrara var það þó, þegar þingið þurfti að fjalla um mál af þessu tagi í gamla daga. Það voru einungis þeir riku í þjóðfélaginu, sem höfðu efni á slíku bruðli. Fyrir einni öld voru skilnaðar-dóm- stólar settir á fót og margir óttuðust þá, að enska þjóðin myndi biða siðferðileg- an hnekki. Ensk hjúskaparlög eru frábrugðin okkar lögum um sama efni. Raunveru- lega er aðeins eitt atriði, sem veitir aðila rétt til að krefjast hjónaskilnað- ar. Það er hjúskaparbrot. En nú á okkar dögum hefur verið knúð svo fast á lög- gjafann, að önnur atriði hafa verið við- urkennd sem skilnaðarástæður svo sem grimmd, ólæknandi geðveiki, kyn- sjúkdómar, þrigga ára skilnaður að ástæðulausu o. s. frv. Hið mikilvægasta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.