Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Upp með hendumar. Audrey Hepburn kann íagið á því að skjóta. Okkur þætti gaman að sjá þann karlmann, sem ekki gæfist upp fyrir henni á augabragði. Hugsið ykkur ... aö einu sinni var piparmey, sem var svo bjartsýn, að hún púðr- aði nef sitt á hverju kvöldi áður en hún beygði sig til þess að sjá, hvort karlmaður lægi undir rúminu hennar. að einu sinni var brúðgumi, sem lyfti brúði sinni og bar hana yfir þröskuldinn á hinu nýja heimili þeirra og varla var hann kominn inn fyrir fyrr en hún setti upp strangan svip og sagði: — Þú gleymdir að þurrka af fótunum á þér á mottunni. að einu sinni var stúlka, sem alltaf gekk í tálausum skóm, því að annars gat hún ekki talið upp að tíu án þess að telja á fingrunum. Björn Gunnlaugsson var einstakur maður að gáfum og atgerfi, en mjög viðutan. Hann var kennari í Bessastaðaskóla, eins og kunn- ugt er, og ókvæntur framan af ævi. Samkennarar hans og vinir ýttu mjög undir hann að fá sér konu, og þótti þeim helzt ráð að bera niður hjá Ragnheiði í Sviðholti, ekkju Jóns lektors, enda var hún vel að sér og var vinfengi mikið á milli hennar og Björns. Kom Björn oft í heimsókn til hennar og hafði mikla ánægju af að tala við hana. Nú kom að því, að vinir Björns höfðu talið hann á að bera upp bónorðið við Ragnheiði og fór hann að Sviðholti í þeim erindagjörð- um. Hann sat drykklanga stund og rabbaði um alla heima og geima, en ekkert varð af bón- orðinu. Þegar hann hafði kvatt og var kominn heim á leið, rankaði hann við sér, að hann hafði gleymt aðalatriðinu. Hann snýr þá að Svið’holti aftur, hittir Ragnheiði og segir: — Heyrið þér, frú Ragnheiður. Viljið þér eiga mig? —■ Já, segir hún. — Jæja, þakka yður kærlega fyrir. Verið þér svo sælar, sagði Björn, setti á sig hattinn og fór. ★ Holberg vildi neyða nábúa sinn til þess að drepa hana sinn, því að hani þessi hafði oftar en einu sinni raskað næturró skáldsins. Ná- búinn svaraði: — Ef Holberg barón getur þjónað. hænunni á sama hátt og haninn, þá er það ekki nema sjálfsagt. ★ James Mason hefur grætt milljónir dala á kvikmyndum sínum. Við höfum séð hann í alls konar hlutverkum, en nú munum við vart ,sjá hann framar í nýrri kvikmynd. Við munum ekki hjá hann í því hlutverki, sem hann 'hefur nú tekið sér. Hann hefur gengið í klaustur og ætlar að gerast munkur. Lolita var síðasta kvikmynd hans. Klaustrið, sem hann hefur gengið í, er svartmunkaklaustur, rétt fyrir utan Segovia á Spáni. Um áraraðir hefur það verið á hvers manns vörum, að James Mason vildi draga sig í hlé. Nú hefur það gerzt. Sagt er, að það hafi verið Alec Guiness, sem hafi talið James Mason á að ganga í klaustur, en þeir eru miklir vinir. ★ Ljóshærð og lagleg stúlka kallaði á yfir- þjóninn og spurði: — Það er Clark Gable, sem situr við bar- inn, er það ekki? Yfirþjónninn kvað svo vera. — Hann fer í taugarnar á mér, sagði sú ljóshærða. — Fer í taugarnar á yður. En hann hefur alls ekki litið á yður. — Nei, það er nú einmitt það, sem fer í taugarnar á mér. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.