Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Side 9

Fálkinn - 04.09.1963, Side 9
erlendri ásæ og sagði að um þessi mál þýddi ekki að ræða: „Gullfoss er ekki til sölu.“ Tómas bóndi reið heim til Brattholts að loknum þessum sögulega fundi. Engar sögur fara af því hvort ákvörðun hans hafi valdið honum andvöku, en hafi svo verið sem ósennilegt er, þá hefur ánægja Sigríðar dóttur hans yfir þessum málalokum verið honum nokkur hugarléttir. Árið áður en þessi atburður skeði höfðu þau Brattholts- hjón, Margrét og Tómas tekið ungan pilt, Einar Guðmunds- son í fóstur. Sigríður annaðist drenginn ásamt móður sinni og hann mátti vart af henni sjá er hann fór að hjala og staulast um bæinn. Um þetta leyti fór að bera á mikilli ásókn erlendra auð- félaga í að kaupa eða leigja vatnsföll á íslandi. Nokkuð varð sumum þeirra ágengt, sérstaklega er íslenzkir menn gengu erinda þeirra. Liðu svo nokkur misseri. Jafnan var margt ferðafólk við Gullfoss á sumrin. Kom sumt við í Brattholti en aðrir fóru hjá garði eins og gengur. Samt var nokkur gestagangur á heimilinu, enda þótt jörðin lægi vart í þjóðbraut. Oft hafði verið rætt um tilboð Bret- ans um kaup á Gullfossi og þótti farsællega farið hafa er Tómas hafnaði tilboði hans. Einhver grunur mun hafa leynzt með Sigríði, um að ekki væri öll hætta úr sögunni þó svona hefði farið í þetta sinn. Fréttir bárust af Titan-félaginu, sem keypti vatnsréttindi í Þjórsá og tilraunum annarra einstak- linga og félaga til svipaðra kaupa. Almenningsálitið varð brátt andvígt slíkum sölum og síðar lét Alþingi málið til sín taka og setti lög um þessi mál, Vatnslögin svonefndu, sem bönnuðu sölu íslenzkra vatns- falla til erlendra aðila. Heima í Brattholti gekk lífið sinn vana gang. Gestir komu og fóru. Sigríður hafði fyrir löngu tekið loforð af föður sínum um að selja ekki Gullfoss þótt eftir væri leitað. Foss- inn yrði um fram allt að geymast óskemmdur. Ein kynslóð hafði ekki leyfi til þess að eyðileggja þetta dásamlega sköp- unarverk. Dag nokkurn bar nokkra unga menn úr Reykjavík að garði í Brattholti. Þessir menn leituðu eftir að fá Gullfoss á leigu um nokkur ár gegn hárri ársleigu eftir því sem þá gerðist, sjö þúsund krónur á ári. Hinir ungu menn fullviss- uðu Tómas bónda um að þeir hefðu ekkert illt í huga með Gullfoss. Honum yrði ekkert mein gert. Þeir höfðu samband við bóndann í Tungufelli, og eftir nokkrar umræður var gerður samningur milli bændanna annars vegar og hinna ungu manna hins vegar, þess efnis, að þeir félagar tækju Gullfoss á leigu og greiddu fyrir árlegt gjald. Ekki höfðu bændurnir neitt við Það að athuga, þótt í einni málsgrein samningsins stæði að hann væri framleigjanlegur, enda hrekklausir menn báðir og lausir við sviksemi. Ekki féll Sigríði vel samningsgerðin, en fékk ekki að gert, enda taldi hún sem aðrir, að uppáhaldinu hennar í Hvítá væri ekki hætta búin. Leið af veturinn en um vorið bar erlenda gesti að garði. Þeir komu austur á mörgum hestum með aðskiljanlegan útbúnað, sem bændum eystra var framandi bundinn á klakk. Ekki höfðu þeir að fyrrabragði samband við byggðamenn enn fóru beint að Gullfossi, slógu tjöldum og hófu rann- sóknir á jarðvegi kringum fossinn, mælingar á vatnsmagni og fallhæð ofl. Bændunum í Brattholti og Tungufelli var ekki um sel við þessi tíðindi. Sigríður í Brattholti fór upp að Gullfossi og spurði hvað um væri að vera. Svarið var að hér væru verkfræðingar frá stórfyrirtækinu SIMENS í Þýzkalandi við mælingar. Fyrirtækið hefði Gullfoss á Jeigu og hyggðist reisa við hann stórt orkuver. Það hefði keypt leigusamning af nokkrum mönnum í Reykjavík. Sigríður sá að hér var við ofurefli að etja. Vélráðum hafði verið beitt. Hinn framseljanlegi samningur, sem menn- irnir frá Reykjavík höfðu gert um leigu Gullfoss árið áður hafði verið seldur erlendu auðfélagi. í stað þess að steypast frjáls af stalli, tignarlegur og augnayndi mannskepnunnar, mundi hann verða heftur í fjötra, látinn þræla til þess eins að mala erlendum mönnum gull. Sigríður sagði mönnunum sem unnu við rnælingarnar, Framb á bls. 36. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.