Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Síða 11

Fálkinn - 04.09.1963, Síða 11
;anga frá hengisófanum fyrir þig. Þú myndir hafa gótt af því. Hún kinkaði kolli stutt í spuna, og hann lokaði dyrunum. Hún sá hann ganga niður hellustíginn og yfir flötina að kofa garðyrkjumannsins. Nýi garð- yrkjumaðurinn mundi fá skipun um að setja hengisófann upp, en hann myndi gleyma þvi viljandi — hann var næst- um því eins latur og vinnukonan. Hvers vegna reyndi vinnufólkið ævinlega að hundsa hana? Hvers vegna sat það um að stríða henni, þegar það vissi. að hún var ekki heilbrigð? Blái Cadillac-inn þeirra bakkaði út á götuna. Arthur kom auga á hana í glugg- anum og veifaði brosandi. Hún gerði sér ekki það ómak að veifa á móti. Vagninn rann eftir götunni, og hún fylgdist með honum, unz hún gat ekki lengur séð hann. Frú Dunning sneri frá glugganum. Klukkan var aðeins hálftíu, og hún átti varla fleiri sígarettur, og vinnukonan reykti ekki. Henni leið ekki vel og var dálítið illt í höfðinu og yfir síðunni. Hún lét fallast niður í stól. Rödd innra með henni hélt áfram að endurtaka i sífellu: Hver er Jessica? Er hún falleg? Er hún ung og hraust? xivers vegna fiýtti hann sér til vinnu sinnar, af því að hún nefndi nafn henn- ar’ ri'ú Dunning fannst hún skyndilega vera gripin ákafri þörf á að fara inn í svefnherbergið. Hún vissi, að hún átti ekki að gera það, að það væri aðeins að kvelja sjálfa sig, en hún gat ekki staðizt þörfina. Hún athugaði andlit sitt í speglinum og rannsakaði það í sterku sólskininu. Hún sá nokkur grá hár, og sá, að hún var með poka undir augunum. Þrjátíu og níu ára, og spegillinn sagði fimmtug. Það var ekki svo undarlegt, að hann væri þreyttur á henni og hefði áhuga á öðrum konum. En reiði hennar náði undirtökunum á meðaumkvuninni. Hann hafði engan rétt til að yfirgefa hana. Hún var kannski að verða gömul, en það var ekki næg ástæða til að hann ætti að finna sér einhverja Jessieu. Frú Dunning kveikti sér í síðustu sígarettunni og settist á rúmið. Hann veit, að ég vil ekki fallast á skilnað, hugsaði hún. Það skyldi ekki undra mig, þó að hann hugsaði sér að drepa mig. Hugsunin lét illa í eyrum og kom hjarta hennar til að slá ákaft. Nei, hann gæti ekki fundið upp á oeinu slíku. Hann hefði ekki kjark til þess. Hún reis á fætur og lokaði svefnher- bergisdyrunum. Vinnukonan var að ryksuga niðri, og hávaðinn barst um húsið. Drepa mig! Hugsunin olli henni kulda og svima. Ef hann hefði nú eitt- hvað óhreint saman að sælda við dr. Winston hafði borjað íonum fyrir að gefa mér glas af eiturtöflum. Nei, það væri óhugsandi. Hún hafði nú tekið töflurnar í viku, og það hafði ekkert komið fyrir hana. En kannski væri það seinvirkt eitur, meðal, sem tæki vikur eða mánuði að virka. Sársaukakippur fór um hana. Ó, guð, stundi hún, ef til vill eru það töflurnar. En verkurinn hvarf brátt, og hún lagðist aftur á rúm- ið, skjálfandi. Hana svimaði aftur, og hún var mjög syfjuð. Síminn hringdi. Hann stóð á borðinu við hliðina á rúminu, og 'nljóðið kom henni til að setjast upp í einum rykk. Hún beið eftir, að vinnukonan svaraði niðri. — Frú Dunning? Rödd stúlkunnar heyrðist alveg upp til hennar. — Maður- inn yðar er í símanum. Frú Dunning. Á ég að segja, að þér hvílið yður? — Nei, hrópaði hún. — Ég tek hann. Hún lyfti tólinu. Halló, Arthur? — Hvernig liður þér? spurði hann. Hvers végna hringdi hann? hugsaði hún undrandi. Hann var aldrei vanur að hringja fyrir hádegi. — Ekki — ekki sérlega vel, sagði hún. — Hvað er að? Hann virtist verulega áhyggjufullur. — Mig svimar. Og ég hef höfuðverk. — Hringdu til læknisins. Hann getur sent þér eitthvað. — Nei, það líður áreiðanlega hjá, sagði hún. Framh. á bls. 36. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.