Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Síða 13

Fálkinn - 04.09.1963, Síða 13
þekkti hana ekki, hafði bara séð nafnið í bókum gistihússins fyrir nokkrum dögum. Dyravörðurinn hringdi upp og enginn svaraði. Þetta var eins og Morty vildi hafa það. Hann gekk inn í lyft- una og fór upp á herbergi nr 303. Það var enginn í ganginum og hann átti ekki i neinum erfiðleikum með læsing- una. Hann var maður til að fást við einn lás. Þetta var snyrtileg íbúð með stórri dagstofu og svefnhei’bergi með aðliggj- andi baðherbergi. Á borðinu í dagstof- unni voru nellikur og við hlið þeirra whiskeyflaska og glas. Morty fékk sér drykk og slakaði á. Ungfrú Estelle Delamain var áreiðanlega úti að skemmta sér með vini sínum, og það var enn of snemma kvölds til að ungum stúlkum væri fylgt heim af vinum sín- var að segja um Morty, þá var hann sjentilmaður og þess vegna neyddist hann til að loka augunum þegar þar var komið athöfninni, að hún henti frá sér síðustu spjörinni og fór í náttkjól- inn. Meðan hann stóð með lokuð augu rann það upp fyrir honum, að þetta var sama stúlkan, sem hann hafði blikk- að niðri á barnum. Þegar hann lauk upp augunum aftur, var stúlkan komin í gagnsæjan náttkjól. Með hina beru handleggi og axlir sínar og hið úfna Ijósa hár leit hún út eins og hún hefði verið sótt í kvennabúr, og hjarta Morty sló svo ört, að hann var hræddur um að hún myndi heyra það. Hún sveif um þarna inni eins og stúlkur gera, þegar þær eru einar, og hreyfði hand- leggi og fætur á þann hátt, sem eykur blóðþrýstinginn hjá karlmönnum. Morty stein sem snerist með ofsahraða, svo að hann var alveg bergnuminn. Þegar hljóðið dó, stóð stúlkan grafkyrr. — Nú getið þér komið fram, sagði hún. Morty lilýddi. Hann kom fram og stóð hlýðinn fyrir framan hana. — Vitið þér, hver ég er, spurði hún. — Estella Delamain, sagði Morty, — Estella Delamain sagði hún og bætt.i við — dáleiðari og sjónhverfinga- manneskja. Ég hef dáleitt yður. Þér getið ekki lyft hægra fæti frá gólfinu. — Della, sagði Morty. — Reynið það, sagði hún. Hann reyndi, og hann gat það ekki, og hún fór að hlægja. — Þér eruð algjörlega á mínu valdi. Ég sá yður niðri á bar, og þegar þér voruð farinn, kom dyravörðurinn til um. Þegar hann hafði drukkið whiskey- ið, fór hann inn í svefnherbergið og leit í kringum sig. Þar var ólæst skrin, en innihald þess var nægilegt til að halda Morty uppi heilt ár, og þar voru einnig fleiri eigulegir hlutir. Morty stakk herfanginu í vasann og leit inn í baðherbergið. Hann skoðaði sig í spegl- inum og lagaði bindið, þefaði af ilm- vatnsglösunum og óskaði þess, að hann hefði efni á slíku húsnæði með öllu tilheyrandi — t. d. stúlku, held ég. Morty var óforbetranlega rómantískur. Hann var stöðugt að verða ástfanginn og alltaf í vitlausum stúlkum, en hann hélt áfram að lifa í voninni. Þegar hann kom út úr baðherberg- inu, heyrði hann að hurðinni að dag- stofunni var lokið upp. Það var ekki unnt fyrir hann að komast út, svo að hann faldi sig bak við gluggatjöldin í svefnherberginu og hafði auga með her- berginu gegnum litla rifu. Morty var ekki harður í horn að taka. Gæti hann sloppið óséður burt og komizt hjá lát- um, þá kaus hann það heldur. Hann stóð sem sagt kyrr og beið. Það fór allt öðru vísi en hann hafði búizt við. Stúlkan kom inn í svefnher- bergið, lagði kápu sína á stól, leit inn í baðherbergið, en áður en Morty gat hreyft sig, var hún komin inn í svefn- herbergið aftur. Hún setti plötu á plötu- spilarann og tónarnir fylltu herbergið dreymandi tónlist, næstum austrænni. Hún dansaði um herbergið um leið og hún fór að hátta sig. Hvað sem hægt. fannst hún eitt af því indælasta, sem hann hafði séð. Hann var þegar orðinn leiður yfir því, að hann hafði rænt hana — en þó ekki meira en svo, að hann vonaði að hún skriði brátt undir teppið og sofnaði án þess að verða vör við tjón sitt, svo að hann kæmist undan. En svo heppinn var hann ekki. Hún lagði nýja plötu á með austrænum trommum og flautum og æsandi takti. Svo gekk hún a ðstórri körfu við vegg- inn, sem Morty hafði haldið að væri fyr- ir óhreint tau og ekki opnað. Hún tók lokið af henni og Morty var næstum dottinn aftur á bak út um gluggann. Hvað var það, sem hún tók upp úr körfunni? Ja, þér haldið að það sé lygi, en þetta var slanga. Ég var búinn að segja að maðurinn var ólukkufugl. Já, þetta var sex til átta feta slanga, rauð og græn gleraugnaslanga, sem sveigði sig og teygði. Og meðan hún dansaði eftir tónlist- inni, vafði hún kvikindinu um háls og handleggi og stóð í miðju herberginu beint fyrir framan gluggatjöldin ... og meðan slangan hringaði sig um hana og Morty sagði við sjálfan sig, að hún hlyti bráðum að fara að sofa, lyfti hún hand- leggjunum og niður úr höndum hennar dinglaði löng gullkeðja, sem hún hafði haft um hálsinn. Á enda hennar var risastór eðalsteinn, sem snerist og glitr- aði, svo að Morty fékk ofbirtu í augun. Hann hafði staðið í' tíu mínútur og horft á stúlkuna með gleraugnaslöng- una um axlirnar og hinn glitrandi eðal- mín og sagði, að einhver hefði spurt eftir mér. Hann lýsti yður í smáatrið- um og mér fannst, að ég yrði að fara upp og athuga, hvers vegna ókunnur maður hefði spurt eftir mér. En þér eruð ekki eingöngu ókunnur maður — þér eruð einnig vondur maður. — Það er ég, sagði Morty, sem ekki gat haft af henni augun. — Og það verður að refsa vondum mönnum, ekki satt? — Jú, sagði Morty. Það þýðir, að það verður að refsa yður, sagði hún. Nú setjið þér allt, sem þér hafið tekið frá mér, á rúmið og svo yfirgefið þér gistihúsið. Ég nenni ekki að blanda lögreglunni inn í þetta, því að ég fer héðan eftir tvo daga til París- ar. Við verðum sem sagt að finna aðra refsingu, farið þér að gosbrunninum í garðinum, vaðið gegnum brunnana og sitjið þar undir í fimm mínútur. Skiljið þér? Það gerði hann. Hann neyddist til að hlýða henni. Hann lagði herfang sitt á rúmið, hneigði sig fyrir henni og yfirgaf herbergið. Litlu seinna gekk Morty meðal bila- raðanna með annarlegt bros á vörum. Hann rétti fyrst fram annan íótinn í bununa og óð svo í öllum fötum — í vatni upp að mitti — undir bununa og og settist. Lögregluþjónn skipaði hon- um að hafa sig á brott. En Morty sat í þessar fimm mínútur eins og það væri heitasti dagur ársins og hann Framh, á bls. 30. m a 13 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.