Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Page 16

Fálkinn - 04.09.1963, Page 16
Þegar Ibn Saud var lagður inn á sjúkrahús til lækninga á alvarlegu magasári fylgdi honum heill herskari af eiginkonum, vinkonum. kvenkyns þrælum, sonum, frændum og herfylgd. Þessi herskari kom frá Nice, en mein- ingin hafði verið sú, að fólkið dveldi sér til hressingar í hinu fína gistihúsi Negresco. í stað þess að af þvi gæti orðið, var ákveðið í skyndingu að taka niður búðir og fylgja hinum sjúka til Parísar. ■ Þar sem konungur hafði aðeins eina af sínum fimm flugvéium lausa í Evrópu, var ekki hægt að flytja fólkið á einum degi, það varð að fara margar ferðir milli Nice og Parísar. í sjúkrahúsinu hafði verið pöntuð átta herbergja íbúð, svo að konungur gæti alltaf haft hluta eiginkvennanna í kring- um sig og fáeinar vinkonur að auki. Afgangi fylgdarliðsins var komið fyrir í einu af gistihúsunum við Champs Elysée, en í herbergjunum, sem sneru að götunni voru bræður konungs. Kon- urnar voru geymdar í öftustu herbergj- unum. Konurnar í kvennabúrinu vonuðust eftir svolitlu frelsi, þar sem konungur og fyrirkonurnar voru á spítalanum. Aftur á móti var ekki mikið um skemmt- un fyrir konurnar á sjúkrahúsinu, nema þeim þætti gaman að fylgjast með að- hlynningunni á konungi, þannig að þær væru einu sinni til tilbreytingar áhorf- endur. Hvað snerti konunginn sjálfan, var ekki ástæða tii ótta, ástand hans virtist ekki lengur alvarlegt. Kvennabúr í Paris árið 1963 er stór- kostleg, ótrúleg stofnun. En þetta er samt staðreynd á öld kjarnorku og geim- skipa. Það var ekki að undra, þótt Parisar- búar spyrðu: Er það virkilega, að á öld kvenréttinda skuli enn vera til þessi gylltu fangelsi, þar sem konur lifa í al- gerri fáíræði um kjör meðsystra sinna annars staðar. En framhjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að tími kvennabúranna er alls ekki liðinn. Þrír mikilvægir atburð- ir hafa gerzt í þessu sambandi. Hinn fyrsti var fall Kínaveldis árið 1912, ann- ar var fall Tyrkjaríkis árið 1918 og loks framkvæmdir Kemals Ataturk árið 1922. Kvennabúr eru að vísu orðin fáséðari, en þau eru ekki úr sögunni. Þau minnka ekki af siðfræðilegum ástæðum, heldur eingöngu vegna fjárhagsástæðna. Jafn- vel meðal arabískra stórfursta hefur það orðið að samkomulagi, að takmarka tölu eiginkvenna og hjákvenna niður FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.