Fálkinn


Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 04.09.1963, Blaðsíða 20
v»- Kangárþing er eitt söguírægasta Jaéraú a landi. Saga þess er samofin stórbrotnum atburö- um og litríkum örlögum stórhuga fólks. Á sögu- öld gerðust þar mikil tíðindi, er af varð mikil saga. Njála er í atburðarás og listsköpun kynngi- mögnuð. Hún er heilsteyptasta listaverk ritaðs máls, sem til varð á miðöldum. Viðhorf höfund- arins til liðinna atburða og viðhorf hans til fólksins, er skipar svið sögunnar, er mótað af ríkri innsýn í hið liðna. Njáluhöfundur hlýtur að hafa verið mikill mannþekkjari og þaulkunn- ugur mannlífi öllu um langt skeið í rangæsk- um sveitum, og þeim örlögum, er voru aðallega afgerandi og ríkjandi í erfð kynslóðanna. Hann er auðsjáanlega barnfæddur og uppalinn í Rang- árþingi, af rangæskum ættum. Af þeim sökum fyrst og fremst, varð listaverk hans heilsteypt og á engan sinn líka í bókmenntum miðalda. Eitt af gleggstu einkennum Njáluhöfundar, hvað snertir skoðanir hans á mannlífinu, eru sjónarmið hans og skoðanir á skapgerð og stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Rangárþing hefur á öllum öldum, alið stórbrotnar og skapríkar kon- ur. Þar birtast einkenni kynstofnsins skýrt og auðsæ frá upphafi og frá kynslóð til kynslóðar. Beiþóra húsfreyja á Bergþórshvoli er þar ekki einsdæmi, heldur einkennandi fyrir kynsystur sínar gegnum aldir. Hugsunarhátt c fólksins í Rangárþingi í lok tíundu aldar og í byrjun hinn- ar elleftu, var um flest á tímamótum. Hinar fornu erfðir voru að víkja. Hin forna staða kon- unnar í þjóðfélaginu var að breytast. Sól ætt- arfélagsins var að ganga til viðar, en átti enn um stund eftir að bregða skini á fölar leifar, og þannig að marka djúp spor í samskiptum manna. Hildigunnur Starkaðardóttir húsfreyja í Hvítanesi, beitir fornum rétti hefnda og grimmd- ar, er hún eggjar Flosa og menn hans til eftir- mála eftir Höskuld bónda sinn. Bergþóra gerir slíkt hið sama, þó með öðrum hætti, þegar bóndi hennar er á Alþingi, og hún, hin stórlynda kona, ræður ríkjum ein, jafnt heima á Bergþórshvoli og um hinar blómlegu sveitir Landeyjanna. Hefnd hennar er réttur, er bóndi hennar verður að taka tillit til og lúta, þrátt fyrir það, að hon- um sé það algjörlega á móti skapi. Hallgerður á Hlíðarenda fer sömu leið. Hið unga lauf hins nýja gróðurs — nýrrar menningarstefnu — föln- að af andbyrr frá hinum stórbrotnu konum. Svo hélt lengi fram í Rangárþingi. Stórbrotn- ar og skapríkar konur létu litt undan síga, þó að höfðingjar vildu bjóða þeim rétt, sem þeim var lítt að skapi, Þær stóðu á móti hæverskleg- ar og ráðstöðugar og unnu sigur með ráðnu afli, sem var bundið fornum erfðum, venjum og rétti. Minni sögunnar eru síendurtekin frá öld til aldar. Það sama kemur fram aftur og aftur. Þegar litið er í spegil hins liðna í rangæskum byggðum, eru skyggðar í fleti endurspeglunár- innar myndir stórbrotinna kvenna, mótaðar geð- brigðum, tilfinningum og örlögum, stórbrotn- um og svipmiklum. Hin forna erfð konunnar helzt, þrátt fyrir það, að nýjar stefnur leiki um landið og gjörbreyti viðhorfum þjóðarinnar og stöðu einstaklinga og stétta. Áður fyrr voru oft í Rangárþingi ríkir höfð- ingjar, voldugir og stórhuga, yfirgangssamir og harðsnúnir. Þeir sátu ýmis stórbýli héraðsins og gerðu garðinn frægan af rausn og búhygg- indum. Áhrif þeirra voru rík í héraði og svipur þeirra býr i heimildum aldanna — og er tiltæk- Framhald á bls. 31. 20 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.